Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2007 Ragnheiður Ragnarsdóttir, einn besti sundmaður landsins og íþróttamaður KR 2006, hóf að æfa sund aðeins 6 ára gömul. Hún var fyrst í stað nánast í öll- um íþróttum, s.s. körfubolta, fót- bolta, handbolta, frjálsum íþrótt- um og fimleikum en síðan fannst henni skemmtilegast í sundinu og þar voru hennar helstu vin- konur, svo valið milli íþrótta- greina varð ekki svo ýkja erfitt. Hún kemur úr mikilli íþróttafjöl- skyldu, allir fjölskyldumeðlimir í íþróttum, og hún segir að foreldr- ar hennar hafi snemma kvatt hana til að velja þá íþrótt sem henni þótti skemmtilegust. Foreldrar Ragnheiðar eru Ragnar Marteins- son og Sigríður Anna Guðjónsdótt- ir sem stunda íþróttir daglega, sem og systir hennar. - Hefur aldrei á þessum árum sem þú efur verið að æfa íþróttir hvarflað að þér að hætta sundiðk- un, hvort sem er vegna þess hversu miklum tíma er varið í æfingar eða einfaldlega vegna leiðinda? “Jú, oft og á hverju einasta ári! Það er kannski helst þegar lengst- ur tími líður milli móta og ekkert framundan nema þrotlausar æfing- ar og verið er að fórna félagslífinu. Það var ekki sist erfitt þegar ég var að byrja í menntaskóla og gat kannski ekki tekið þátt í einhverju sem var skemmtilegt og vakti mikla tilhlökkun hjá skólafélögum mínum. Ég fór í Menntaskólann í Hamrahlíð, MH, en lauk stúdents- prófi frá Fjölbraut í Garðabæ, FG. Segja má að nú snúist lífið um sund, æfa og keppa í sundi, kenna sund og fleiri greinar hjá barna- skóla Hjallastefnunnar að Vífils- stöðum og vinna hjá APPLE.” Árangur í sundi næst með þolinmæði - Hefur sundiðkendum fjölgað síð- an þú hófst keppni um 10 ára aldur- inn og keppni harðnað? “Það hætta margir þegar þeir ná ekki þeim árangri sem þeir stefna að. Mörgum skortir einnig þolinmæði, halda að þetta komi bara tiltölulega fljótt svo kepp- endum á sundmótum er ekki að fjölga mjög mikið, og ekki í takt við bætta aðstöðu eins og t.d. nýja innilaugin í Laugardalnum veitir. En ég vona að það breyt- ist og þegar er mikil aukning í hópi yngstu barnanna. Keppnin hér heima hefur alltaf verið mikil og svo komst ég fljótt til keppni erlendis á unglingamótum. Nú eru það Evrópumótin og heimsmeist- aramótin sem ég stefni á þátttöku í. Ég hef ekki ákveðið að hætta keppni eftir ákveðið alþjóðlegt sundmót, en í dag er stefnan sett á þátttöku á Olympíuleikana í Pek- ing í Kína árið 2008. Í marsmánuði nk. hefst baráttan við að ná lág- mörkum í tímatöku til að öðlast þáttöku á Olympíuleikunum. Það jafnast ekkert á við það að keppa á Olympíuyleikum, en ég tók þátt í Olympíuleikkunum í Aþenu í Grikk- landi 2004, og keppti þar í 50 og 100 metra skriðsundi. Ég stefni að ná lágmarkinu í þeim greinum fyrir Kínaleikana, en kannski reyni ég líka að bæta mig í fjórsundinu og ná einnig lágmarkinu þar. Ég hef verið að keppa í fjórsundi í 25 metra laug. Ég held að ég sé að ná svipuðum árangri í 25 metra laug eins og í 50 metra laug, en æfingar miðast svolítið við að hvaða móti er stefnt og í hversu langri laug á að keppa í. Í desembermánuði sl. var t.d. keppt í 25 metra laug á Evr- ópumeistaramótinu, og auðvitað miðuðust æfingar við það. Eftir tvö mánuði er HM í 50 metra laug í Melbourne í Ástralíu, og ég er búinn að tryggja mér keppnisrétt þar ásamt Jakobi og Erni, en von- andi ná fleiri lágmörkunum.” - Þú hefur ekki alltaf keppt undir merkjum KR. Með hvað félögum kepptir þú áður? “Ég bjó fyrstu árin á Reynimeln- um en hef búið lengst af í Garða- bæ og hóf að keppa með Stjörn- unni. Síðan lá leiðin í Breiðabllik, síðan í SH og þaðan til Bandaríkj- anna í hálft ár og ég keppti þar með bandarísku háskólaliði. Ég fór aftur í SH þegar ég kom til baka en í ársbyrjun 2005 fór ég í KR. Mér leist vel á æfingaplanið hjá KR og þjálfarann, Mads Claussen frá Dan- mörku, en einnig þekkti ég nokkra krakka í KR sem mig langaði að æfa með.” - Ef þú værir ekki að æfa sund, í hvaða íþrótt værirðu þá að keppa? “Ég veit það satt að segja ekki, en líklega ekki í boltaíþróttum vegna þess að mig skortir eitthvað á samhæfingu handa og bolta. Kannski mundi ég fylgja fjölskyld- unni og keppa í golfi! Ég er einnig fyrst og fremst ein- staklingsíþróttamanneskja svo kannski væri ég í hlaupum í frjáls- um íþróttum. Ég á erfitt með að stóla á einhvern annan til árang- urs, eins og nauðsynlegt er í flokkaíþróttum. Best er að treysta á sjálfan sig og geta ekki eða hafa möguleika á að kenna einhverjum öðrum um ef t.d. leikur tapast.” - Hvers virði var það að verða valinn íþróttamaður KR árið 2006? “Það var sérstaklega gaman en í KR er mikið af góðum íþrótta- mönnum svo það var mér mikils virði að vera valin. Það sýnir hvað sunddeild KR er sterk og hefur á að skipa frábærum forsvarsmönn- um,” segir Ragnheiður Ragnars- dóttir, sunddrottning. Nýlega var Ragnheiður valin íþróttamaður Garðabæjar 2006 og sundkona ársins af Sundsam- bandi Íslands. Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Stefnir á þáttöku á OL í Kína 2008 Dómkirkjan býður upp á fjöl- breytta dagskrá fyrir þá sem þangað vilja sækja. Þar má nefna að á hverjum sunnudegi á meðan messu stendur eru barna- stundir á kirkjulofti Dómkirkj- unnar. Þar eru barnasálmarnir sungnir, bænir beðnar, frásög- ur af Jesú sagðar í leik og með myndum. Krakkarnir fá „Kirkju- bók” og lita síðan og lesa með vinum, systkinum og foreldrum. Djús og léttar veitingar eru eftir stundina. Kvöldkirkjan í miðborg Reykjavíkur Á hverju fimmtudagskvöldi er Dómkirkjan sem opinn faðmur í miðborg Reykjavíkur. Öllum er frjálst að koma í kirkjuna, tendra bænaljós, skrifa kveðju eða hug- leiðingu í þar til gerða bók, skrifa bæn og taka þátt í helgistundum. Þeir sem hafa komið tala flestir um þá nærveru og kyrrð sem mætir manni að kvöldi í helgidóm- inum. Kvöldkirkjan er þessi vett- vangur kyrrðar og nærveru þar sem fólk fær næði til að hugsa, íhuga og biðja. Kvöldkirkjan býð- ur upp á samtal við prest og fyrir- bænir. Starfsfólk og prestar Dóm- kirkjunnar ásamt sjálfboðaliðum sameina krafta sína á þessum mik- ilvæga vettvangi. Ef þú sem lest þessi orð hefur áhuga á því að gerast sjálfboðaliði í starfi kvöld- kirkjunnar getur þú haft samband við presta kirkjunnar eða annað starfsfólk. Slóðin á netinu er www. domkirkjan.is Helgihald í Kolaportinu Síðasta sunnudag í hverjum mánuði eru guðsþjónustur í Kola- portinu klukkan 14.00. Aðstaða helgihaldsins er á kaffihúsinu Kaffi Port, þar sem ilmandi kaffi og góðar veitingar eru í boði. Mikil nálægð skapast í þessu andrúms- lofti og þátttaka í guðsþjónustu á þessum vettvangi er merkileg upplifun. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina í helgihaldinu. En klukkan 13:30 leikur hann af fingr- um fram sígild dægurlög í bland við sálma. Að helgihaldinu koma margir prestar og djáknar, en við hverja athöfn eru venjulega þrír til þjónustu auk tónlistarfólks. Næsta guðsþjónusta í Kolaport- inu er sunnudaginn 28. janúar kl. 14.00 Dómkirkjan býður m.a. upp á helgihald í Kolaportinu Sundkonan og íþróttamaður KR 2006, Ragnheiður Ragnarsdóttir, á bakka Sundlaugar Vesturbæjar. Þar æfir hún reglulega ásamt því að æfa í viðurkenndum keppnislaugum. Þorvaldur Halldórsson og Sigrún Óskarsdóttir við helgihald á vegum Dómkirkjunnar í Kolaportinu.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.