Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 9

Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 9
9VesturbæjarblaðiðJANÚAR 2007 Viðhaldskostnaður 1,5 til 2,0% Fyrir um 9 árum síðan gerði Rannsóknarstofnun bygginga- iðnaðarins könnun á ástandi og viðhaldsþörf húsa á höfuðborgar- svæðinu. Í könnuninni var ástand 214 húsa metið, samhliða voru íbúar spurðir um ýmsa þætti er varðar viðhald bygginganna, s.s. kostnað við viðhald þeirra og hvaða viðgerðir hefðu átt sér stað. Viðhaldskostnaður í takt við aldur húsa Viðhaldþörf mannvirkis er af augljósum ástæðum háð aldri, með hækkandi aldri þarf að sinna stöðugt meira viðhaldi, fleiri þætti þarf að endurnýja vegna skemmda eða úreldingar. Kostnað- ur að baki viðhaldi er breytilegur milli húsa; hann er háður því hve vandað hús var í upphafi, þeirri áraun sem það verður fyrir en einnig skiptir máli hvort vandað var til þess viðhalds sem hefur þegar verið framkvæmt. Fjárþörf- in dreifist ójafnt milli ára. Það kom á óvart að hús 26 til 35 ára sýndu ekki meiri viðhalds- kostnað, sérstaklega þar sem vitað var að steypa í þeim hafði reynst viðhaldsfrek. Hins vegar takmarkaðist spurningin við þrjú tiltekin ár þannig að viðgerðir þar höfðu í talsverðum mæli átt sér stað fyrir þann tíma sem tiltekinn var. Við þennan aldur eru þó all- ar líkur á að styttast fari í kostn- aðarsamt viðhald húsanna, s.s. talsverðar viðgerðir lagnakerfa, aukningu gluggaviðgerða, eins er skipulagi eldri íbúða oft breytt, það þarf að endurnýja þakklæðn- ingar o.fl., auk þess reglubundna viðhalds sem iðulega þarf að sinna. Oft er gert ráð fyrir að kostnað- ur af þessum toga geti legið á bil- inu 1,5 til 2,0% af stofnkostnaði á ári, sé tekið meðaltal langs tíma. Niðurstöður sýna að kostnaður við viðhald húsa að utanverðu er svipaður og innanhúss, eða 43 til 44% heildarkostnaðar. Áætlaður kostnaður við lágmarksviðhald utanhúss miðast eingöngu við málun glugga hússins og annars tréverks að utan. Í húsi sem byggt var árið 1930 reyndist meðaltals- kostnaður viðhalds sl. 25 ára vera tæplega 2,3% af byggingakostnaði að öllu meðtöldu. Vesturbærinn er einn grónasti borgarhlutinn í Reykjavík, enda þar fjöldi bygginga sem eru byggðar á stríðsárunum, 1939 til 1945. Sum húsanna hafa verið rifin, ekki síst þau sem voru byggð af vanefnum, s.s. í sumum hlutum Vesturbæjar og í Þingholtunum. T.d. hefur húsið að Víðimel 59 þolað aldurinn vel eins og sjá má. Húsbyggingar frá því í stríðsbyrjun: UPPELDI SEM VIRKAR FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR Þjónustumiðstöð Vesturbæjar - í þínu hverfi Hjarðarhaga 45-47 Opin alla virka daga frá kl. 8.20 til 16.15 Foreldranámskeið Hefst 7. febrúar ? Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika? Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni? Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu? Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt? Kenna börnum mikilvæga færni? Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi? Hvernig er hægt að: Námskeiðið er á miðvikudögum kl. 17-19 í fjögur skipti og hefst 7. febrúar, haldið í Vesturgarði á Hjarðarhaga. Námskeiðshaldarar eru Helga Arnfríður sálfræðingur í Vesturgarði og Jóhanna Haraldsdóttir sálfræðingur. Verð 2000 kr fyrir foreldra og 1500 kr fyrir foreldri. Skráning og nánari upplýsingar í Vesturgarði í síma: 411 1700 eða sendið tölvupóst til vesturgarður@reykjavik.is Helga Björk Magnúsdóttir Grétu- dóttir söngkennari, sem býr á Sól- vallagötunni, kennir einsöng eftir Suzuki móðurmálsaðferðinni sem byggir á samvinnu kennara barns og foreldra. Hún kynnti á síðasta ári nýjung við söngpróf, þar sem hægt er að notast við prófdóm- ara hvar sem er í heiminum. Sú krafa er nefnilega gerð til prófdóm- ara við söngkennslu eftir Suzuki aðferðinni að þeir þurfa að vera tveir prófdómararnir til að útskrifa nemendur. Á Íslandi er einungis einn slíkur þar sem Helga Björk hefur prófdómararéttindi, því var brugðið á það óvenjulega ráð að setja upp beina símalínu til Ítalíu þegar Anton Björn Sigmarsson og faðir hans tóku áfangapróf í Suzuki einsöng. Komið var upp símalínu til Bologne á Ítalíu þar sem Mar- grét Ponzi söngkennari var próf- dómari. Geta má þess að Margrét hóf réttindakennaranám á Íslandi í samstarfi við Helgu Björk. Margét á ættir að rekja til Íslands þar sem móðir hennar er af íslensku bergi brotin. Með tækninni opnast mögu- leikar fyrir íslenska söngnemendur sem þurfa á prófdómara að halda, þar sem prófdómarinn er staddur í öðru landi á meðan á útskriftinni stendur. Sungið í Torino Antoni gafst nýlega tækifæri á að hitta prófdómarann sinn á alþjóð- legu móti söng og tónlistarnem- enda í Suzuki aðferðinni í Torino á Ítalíu. Þar voru saman komnir 46 einsöngnemendur ásamt kennur- um. Þar hlaut Anton Björn frekari leiðsagnar Margrétar og annarra kennara við sitt söngnám. Anton Björn söng einsöng á tónleikum og tók hann þar á meðal nokkur íslensk lög vel studdur af 30 manna alþjóðlegum kór Suzuko söngnem- enda. Gefa þarf Suzuki söngnámi tækifæri Sigmar Guðbjörnssson, faðir Ant- ons Björns, segist hafa kynnst söng með Suzuki aðferðinni í Suzukitón- listarskólanum í Reykjavík. Meining- in hafi verið að þeir feðgarnir tækju þátt í söngnámi við skólann, eftir að hafa séð hversu vel börn döfn- uðu við söngnám í skólanum, hafa séð þann árangur sem söngnámið gaf. En þar sem þetta nám lagðist af við skólann, hafði hann upp á Helgu Björk Grétudóttir söngkenn- ara og mezosópran söngkonu. “Við feðgarnir höfum notið henn- ar leiðsagnar síðan og höfum haft gaman af. Með Suzuki aðferðinni gefst tækifæri til að koma fram með söngatriði á sama hátt og hljóðfæra- nemendur sem eru að læra eftir Suzuki aðferðinni, þetta á sérstak- lega við um son minn sem mundu njóta þess enn frekar ef honum gæf- ist slíkt tækifæri. Ég tel brýnt að að söngnámi með Suzuki aðferðinni verði gefið tækifæri, t.d. í almenn- um tónlistarskóla. Hægt er að byrja smátt og gefa aðferðinni tækifæri á að þróast yfir lengri tíma, að mínu mati. Ég mæli eindregið með því að Reykjavíkurborg sjái sér fært að styðja við bakið á Suzuki söngnámi, gefa náminu tækifæri, hefja það í litlu mæli, á einskonar tilraunastigi þannig að reynslan og þekkingin verði áfram til staðar og geti nýst íslenskum nemendum til framtíðar. Til samanburðar við Finnland, þá hafa Finnar náð ótrúlegum árangri með söngkennslu og er árangurinn er fyrir alvöru farinn að skila sér. Á Ítalíu er Suzuki söngnum vel tekið, í vöggu söngmenningar í heiminum,” segir Sigmar Guðbjörnsson, fram- kvæmdarstjóri og áhugamaður um tónlist og heilbrigt uppeldi. Anton Björn Sigmarsson og Margrét Ponzi í Tórínó á Ítalíu. Söngpróf á Íslandi en prófdómarinn á Ítalíu!

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.