Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 15
Skákklúbbur KR hélt í víking vestur á Snæfellsnes í byrjun aðventu. Þeir sem fóru með voru m.a. Jón Steinn í Toppfisk, Finn- bogi í Bykó og Kristján Stefáns- son formaður, Grímur aldraður sjómaður úr Hafnarfirði, Villi hljóðfæraleikari, Kristinn fyrrum bankastjóri Búnaðarbanka, Gísli Dalamaður og Björn Halldórsson veiðarfærasali í Neptúnusi. Náð var í Gunnar Kr. Gunnarsson, okk- ar færasta skákmann og fyrrum Íslandsmeistara í skák og Íslands- meistara í fótbolta bæði með KR og Val hér á árunum áður og upp í Grafarvogi var náð í Guðfinn fyrr- um eiganda Nestis bæði Í Foss- vogi og í Ártúnsbrekku og líka og ekki síst Einar Kr. Einarsson fyrrum forstjóra Visa og forseta Skáksamband Íslands. Ekki ófá Elóstig í rútunni. Finn- bogi keyrði og Bjössi hvatti hann óspart til að keyra hraðar. Stoppað var í Borgarnesi og keyptar samlokur og snarl og brjóstbirta í ríkinu. Þegar komið var í félagsheim- ilið í Ólafsvík var þar mættur sjávarútvegsráðherrann og setti hann taflmótið. Líkti hann skák- inni við íþrótt og list sem hefði mikla útbreiðslu í sjávarbyggðum eins og Bolungarvik vegna þess að hún hefði trúlega verið iðkuð í landlegum sjómanna í gamla daga. Tefldar voru 8 umferðir eftir Monrad kerfi og 4 fyrstu 7 mínútna hraðskákir þar sem mátti drepa kónginn og vitlaus leikur var töpuð skák. Eftir hlé tóku við 20 mínútna skákir og mátti leika röngum leik, en hljóta 2 mínútur í refsingu. Hegi Ólafsson vann mót- ið. Næturskákmót var svo haldið á Hellissandi. Skákkúbbur KR er nú um 5 ára og er þessi ferð að verða fastur liður í starfseminni: Teflt er öll mánudagskvöld frá 7.30 til 11.00 og núna er Helgi Ólafsson með skákleiðbeiningar á miðvikudags- kvöldum í KR-heimilinu uppi á lofti. (Byggt á frásögn Guðmundar Ingasonar) 15VesturbæjarblaðiðJANÚAR 2007 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 Líklega fjölgað í Landsbanka- deild karla í 12 lið 2008 Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram 10. febrúar nk. Frestur til að skila inn tillögum fyrir ársþing er til 10. janúar en til framboðs til stjórnarsetu til 27. janúar nk. Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og skal kosning fara þannig fram að kosinn er for- maður annað hvert ár til tveggja ára í senn; kosning 4ra manna í aðalstjórn til tveggja ára en fjór- ir menn ganga úr aðalstjórn á hverju ári; kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum í stjórn til eins árs; kosning 3ja manna til vara í aðalstjórn til eins árs; kosn- ing 4ra manna frá landsfjórðung- unum til vara til eins árs. Eggert Magnússon var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 60. ársþingi KSÍ í febrúar 2006. Eggert Magnús- son hefur hins vegar lýst því yfir að hann segi af sér sem formaður KSÍ á 61. ársþingi KSÍ sem fram fer 10. febrúar nk. Tvö framboð til formanns hafa borist, frá Geir Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra KSÍ og Jafet S. Ólafssyni. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. desember sl. að leggja fram tillögu á ársþingi KSÍ um fjölgun í Landsbankadeild karla og 2. deild karla úr 10 lið- um í 12. Verði tillagan samþykkt verða 12 lið í efstu þremur deild- um árið 2008 en nú í ár verða 12 lið í 1. deild karla í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að flutningur liða á milli deild eftir keppnistíma- bilið 2007 verði þannig: • Lið nr. 10 í Landsbankadeild flyst í 1. deild. • Lið nr. 1, 2 og 3 í 1. deild flytjast í Landsbankadeild. • Lið nr. 12 í 1. deild flyst í 2. deild. • Lið nr. 1, 2 og 3 í 2. deild flytjast í 1. deild. • Lið nr. 10 í 2. deild flyst í 3. deild. • Lið nr. 1, 2, 3, 4 og 5 í 3. deild flytjast í 2. deild. (Aukaleik þarf til að ákvarða lið nr. 5) Þá ákvað stjórn KSÍ að leggja til við ársþingið að 9 lið taki þátt í Landsbankadeild kvenna á þessu ári og að lið ÍR taki aukasætið. Það er gert í kjölfar kærumáls sem varð vegna leikja milli Þórs/ KA og ÍR um laust sæti í Lands- bankadeild kvenna sl. haust. Leikmannahópur KR eflist Nú í byrjun árs er rétt að minn- ast þess að leikmannahópur m.fl. KR í knattspyrnu hefur verið að efl- ast síðan í haust. Þar má kannski helst nefna Pétur H Marteinsson sem kemur frá Hammarby IF. Pét- ur kemur til með að styrkja liðið verulega fyrir komandi tímabil. Pétur mun jafnframt vera ráðgjafi innan KR Akademíunnar og miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Pétur hefur leikið með Fram 1991, Leiftur 1992-1993, Fram 1994-1995, Hammarby IF 1996-1998, Stabæk IL 1999-2001, Stoke City 2001-2003 og Hammar- by IF 2003-2006. Hann hefur gert 15 mörk í 86 leikjum í keppnum á vegum KSÍ og 3 mörkum í 16 bikarleikjum. Pétur hefur skorað 9 mörk í 119 deildarleikjum með Hammarby. Hann hefur einnig leik- ið 24 leiki í sænsku bikarkeppn- inni, tvo í UEFA-bikarnum og einn í Royal League. * Pétur skoraði tvö mörk í 18 deildarleikjum með Stoke. Hann lék einnig tvo leiki í Ensku bikarkeppninni. Pétur skor- aði fjögur mörk í 64 deildarleikj- um með Stabæk. Hann skoraði einnig eitt mark í sjö bikarleikjum og lék einn leik í UEFA-bikarkeppn- inni. Pétur verður fjórði Framarinn sem gengur til liðs við KR. Ágúst Þór Gylfason, sem skrifaði nýlega undir eins árs samning, hefur leik- ið með KR frá 2004, Baldvin Bald- vinsson lék með KR á seinni hluta sjöunda áratugarins og Ríkharður Daðason lék með KR árin 1996 og 1997. Jóhann Þórhallsson aftur til KR Jóhann Þórhallsson hefur geng- ið til liðs við KR frá Grindavík. Hann styrkir enn frekar sókn liðs- ins með þeim Björgólfi Takefusa og Grétari Hjartarsyni. Jóhann er ekki ókunnugur Frostaskjólinu en hann lék með KR á árunum 1999 - 2000. Jóhann hefur leikið með Þór Ak. 1997-1998, KR 1999-2000, Þór Ak. 2001-2003, KA 2004-2005 og Grindavík 2006. Hann hefur skor- að 107 mörk í 181 leik í keppnum á vegum KSÍ og 23 mörk í 63 leikj- um í efstu deild ásamt því að hafa skorað 5 mörk í 15 bikarleikjum. Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu í sínum fyrsta leik með KR, en hann skoraði þrjú mörk á 16 mínútna kafla í fyrri hálf- leik þegar KR vann Reyni (Sand- gerði) 11-1 þann 21. mars 1999. Guðmundur Benediktsson og Þor- steinn E. Jónsson eru þeir einu sem hafa leikið bæði með KR og Þór í efstu deild. Loks má nefna Stefán Loga Magnússon sem kemur frá KS/Lei- ftri. Stefán hefur leikið með Bay- ern München (unglingaliði), Far- um (Danmörku), Öster (Svíþjóð) og Bradford City (Englandi). Lék með Þrótti Rvík 2004, KS 2005 og KS/Leiftri 2006. www.kr.is Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er í framboði til formanns KSÍ á þingi sambandsins 10. febrúar nk. Með honum á myndinni er eiginkonan, Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir og dóttirin, Ellen. Geir er Vesturbæingur og KR-ingur, hefur alltaf búið í Vesturbænum, fyrst á Holtsgötunni, síðan á Hagamel, þá Nesvegi og nú á “landamærun- um” þ.e. í Grænumýri sem tilheyrir Seltjarnarnesi. KR fær Keflavík í 1. umferð Landsbankadeildar karla 2007 KR á heimaleik gegn Keflavík í 1. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu 2007, en félög- in léku einnig saman í síðasta leik sumarsins 2006, í leik sem KR- ingar vilja gleyma en þetta var bikarúrslitaleikurinn sem Keflavík vann örugglega. KR lék síðast við Keflavík í 1. umferð árið 1996 og skildu liðin þá jöfn, 2-2, í Keflavík. Guðmund- ur Benediktsson og Ríkharður Daðason skoruðu mörk KR en Rík- harður lék þarna sinn fyrsta leik með KR. KR á svo heimaleik við Breiðablik í 2. umferð en mótinu lýkur á heimaleik gegn Fylki. Fjölnir - KR í 1. umferð Í Landsbankadeild kvenna 2007 heimsækir KR nýliða Fjölnis í 1. umferðinni. KR lék við Fjölni í 1. umferð Landsbankadeildarinnar árið 2004 og vann 3-1 á KR-velli. Hólmfríður Magnúsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir og Edda Garðars- dóttir skoruðu mörkin. KR-stelp- ur leika við Fylki á KR-velli í 2. umferðinni en í lokaumferðinni fær KR heimaleik gegn Stjörnunni. KR-ingar í skákvíking vestur í Ólafsvík Góður liðsstyrkur til m.fl. kvenna í knattspyrnu Kvennalið KR í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu hefur fengið öflugan liðstyrk fyrir komandi tímabil. Edda Garðars- dóttir kemur aftur heim til KR frá Breiðabliki og einnig kemur Ólína Viðarsdóttir frá Breiða- bliki. Hólmfríður Magnúsdóttir ætlar að spila með KR í sumar en hún hefur verið að leika með danska liðinu Fortuna Hjörring. KR var í 3. sæti á síðasta Íslandsmóti, næst á eftir Íslands- meisturum Vals og Breiðabliki, og munu þessar stöllur styrkja liðið mjög mikið. Markið er því sett á titla í sumar í kvennaknatt- spyrnunni, sem og reyndar alltaf áður. Kominn er tími á að bikar komi í kvennaknattspyrn- unni í Frostaskjól. Þann 28 desember sl. var Pét- ur Eyþórsson valinn glímumað- ur ársins 2006. Þetta er þriðja árið í röð sem Pétri hlotnast þessi heiður en hann hefur unn- ið þennan titil alls fjórum sinn- um, þ.e. árin 2001, 2004, 2005 og 2006. Glímufólk ársins voru valin þau Svana Hrönn Jóhannsdóttir GFD og Pétur Eyþórsson KR. KR-ingurinn Pétur glímumaður ársins

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.