Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2007 Forsendur fyrir deiliskipulagi svokallaðs Landakotsreits liggja nú fyrir og þær fjalla um framtíðar- stefnu varðandi uppbyggingu og landnotkun á svæðinu. Deiliskipu- lagssvæðið nær yfir tvo reiti, svæði norðan Túngötu og svæði sunnan Túngötu. Á nyrðri reit stendur Landakotsspítali og Öldu- gata 23, þ.e Gamli Stýrimannaskól- inn, sem áður var Vesturbæjar- skólinn og er húsið í eigu ríkisins. Á Öldugötu 19 er leikskólinn Öldu- kot. Að Öldugötu 17 voru áður augnlæknastofur og hefur húsinu verið breytt í íbúðarhús. Landa- kotskirkja stendur á syðri reitn- um á miðju Landakotstúni, en þar er einnig safnaðarheimili kaþólska safnaðarins og Landakotsskóli. Meðfram Hávallagötu eru nokkur stæðileg íbúaðrhús og austasti hluti túnsins er óbyggður. Þar er lítið leiksvæði sem hlúa mætti bet- ur að, göngustígar og trjágróður. Prestshúsið í Landakoti er friðað og tillaga er um friðun Landakots- kirkju. Gamli Stýrimannaskólinn að Öldugötu 23 er friðaður og til- laga er um verndun bygginga 20. aldar að Öldugötu 19. Árið 1997 var lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landakots. Til- lagan var samþykkt í skipulags- og umferðarnefnd árið 1997, en hún var ekki samþykkt í borgar- ráði og hefur ekki verið staðfest. Talsverð undirbúningsvinna var lögð í deiliskipulagstillöguna og voru breytingar gerðar m.a. á lóð Landakotsspítala í framhaldi af því. Ákveðið hefur veri að ljúka þessari vinnu og vinna nýja til- lögu að deiliskipulagi í samræmi við gildandi lög. Öldugata 19 fái vernd sem 20. aldar bygging Deiliskipulagsvæðið markast af Túngötu, Hólavallagötu, Hávalla- götu, Hofsvallagötu, Hrannar- stíg, Öldugötu og Ægisgötu 4. Deiliskipulag “Landakots” er í samræmi við stefnumörkun borg- aryfirvalda eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001- 2024. Landnotkun er íbúðarbyggð og þjónusta. Á svæði fyrir þjón- ustustofnanir er gert ráð fyrir helstu þjónustustofnunum sem þjóna borgarhluta eða stærra svæði, s.s. mennta- og heilbrigð- isstofnunum. Byggingarmagn og nýtingarhlutfall á svæðum fyrir þjónustustofnanir er ákveðið í deiliskipulagi. Á íbúðarsvæðum er gert ráð fyrir íbúðarbyggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu. Í þemahefti Reykjavíkurborgar um húsvernd í Reykjavík, svæðið inn- an Hirngbrautar/Snorrabrautar er m.a. húsverndarkort. Þar kemur fram að elsti hluti Landakotsskóla og gamli Stýrimannaskólinn eru friðaðir, lagt er til að friða Landa- kotskirkju og að Öldugata 19 fái vernd sem 20. aldar bygging. Jafn- framt er lagt til að öll íbúðarhús á svæðinu fái svæðisvernd. Lagt er til að svip húsa verði sem minnst raskað, t.d. þak og gluggagerðum. Upprunaleg veggáferð (t.d. múrlit- ur) húsa haldist þar sem hún hef- ur varðveist. Steyptir garðveggir setja svip á margar götur og hafa mikið umhverfisgildi. Í forkynningu í aðdraganda deiliskipulagsvinnunnar bárust jafnframt bréf, m.a. frá íbúa við Hávallagötu 18 þar sem bent er á mikilvægi opna græna svæðisins austast á Landakotstúni og þess að honum verði ekki fórnað fyrir byggingar. Bent er á að þar mætti koma fyrir sleðabrekku og jafnvel litlu sumarkaffihúsi. Í byggingareglugerð segir m.a.: “Byggingarnefnd skal m.a. meta útlitshönnun bygginga hvað varð- ar form, hlutföll, efni og næsta umhverfi. Byggingarnefnd getur bundið byggingarleyfi skilyrðum varðandi frágang og litaval utan- húss.” Steyptir garðveggir setja mikinn svip á umhverfið og hafa gildi fyr- ir götumyndina og byggingarlist- arlegt gildi sem hluti heildrænn- ar hönnunar. Má þar sérstaklega nefna garðveggi við Hávallagötu 24, Hofsvallatötu 1 og Ægisgötu 26. Lögð er áhersla á að varðveita garðveggina í sem upprunaleg- astri mynd og er ekki leyfilegt að rjúfa garðveggi til að koma fyrir frekari bílastæðum á lóðum en ekki er leyfilegt að fjölga bílastæð- um á íbúðarhúsalóðum frá því sem nú er. Farið skal með trjágróð- ur á svæðinu í samræmi við sam- þykkt um friðun trjáa sem sam- þykkt var í borgarstjórn árið 2002. Þar er m.a. kveðið á um að leita skuli leyfis garðyrkjustjóra Reykja- víkurborgar hyggist menn fella tré sem er hærra en 8 metrar og eldra en 60 ára. Við endurnýjun trjáplantna ber að leggja áherslu á trjátegundir s.s. reynitré, víði, birki og hlyn í stað trjátegunda eins og aspar eða stórvaxinna grenitrjáa. Elstu byggingarnar á svæðinu friðaðar Elstu byggingar Landakotsskóla eru friðaðar samkvæmt þjóðminja- lögum. Gert er ráð fyrir byggingar- reit fyrir íþróttahús á horni Tún- götu og Hofsvallagötu skv. tillögu sem liggur fyrir. Við stækkun skól- ans hafa byggingar farið yfir lóða- mörk Landakotskirkju og er lagt til að lóðin verði stækkuð þannig að lóðamörk verði utan bygginga en ekki í gegnum þær eins og nú er. Áhersla er lögð á í frumdrögum þessa deiliskipulags að halda opna græna svæðinu sem er austast á Landakotstúni óbreyttu hvað varð- ar landnotkun og að ekki verði leyfðar byggingar nér frekari bíla- stæði á svæðinu. Á opna græna svæðinu er leikvöllur fyrir yngri kynslóðina og er lagt til að hon- um verði vel við haldið. Fallegur gróður og tré gefa svæðinu hlýlegt yfirbragð og auka gildi svæðisins fyrir íbúana. Göngustígar eru um svæðið og eru þeir mikilvæg teng- ing fyrir gangandi. Vegna þéttingar byggðar hefur grænum svæðum í hjarta borgarinnar fækkað. Það hefur í för með sér að þau svæði sem eftir eru verða verðmætari sem áningarstaður til yndisauka fyrir íbúa Reykjavíkur. Þétting byggðar kallar á aukna bílaumferð og bílastæðaþörf og mundi þétting á þessu svæði þrengja enn meir að þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu hvað varðar umferð og bílastæði. Engar breytingar eru gerðar á núverandi gatnakerfi og bílastæð- um á svæðinu en lagt til að bíla- stæðum verði fjölgað á lóð Stýri- mannaskólans og gerður verði byggingarreitur fyrir neðanjarðar- bílastæði á lóð Landakostspítala. Öldugata 19. Lagt til að húsið verði verndað sem bygging 20. aldar. Nýtt deiliskipulag fyrir Landakotsreit til skoðunar Lögð er áhersla á að varðveita garðveggi í Landakotsreit í sem upprunalegastri mynd og er ekki leyfilegt að rjúfa garðveggi til að koma fyrir frekari bílastæðum á lóðum en ekki er leyfilegt að fjölga bílastæðum á íbúðarhúsalóðum frá því sem nú er. Farið skal með trjágróður á svæðinu í samræmi við samþykkt um friðun trjáa sem samþykkt var í borgarstjórn.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.