Allt um íþróttir - 01.05.1951, Qupperneq 2

Allt um íþróttir - 01.05.1951, Qupperneq 2
LESENDUR SKRIFA. Tímaritið íþróttir. Ég sendi blaðinu hér með nokkr- ar línur mér til gamans. Fyrst langar mig til að koma með fá- einar spurningar, sem ég óska eft- ir að fá svör við í ritinu. 1. Er nokkrum íþróttamanni leyfilegt að keppa fyrir nema eitt félag á sama árinu eða sama keppnistímabili, þótt hann keppi í fleiri en einni íþróttagrein? 2. Er íþróttamanni leyfilegt að keppa í sömu íþróttagreininni fyr- ir 2 eða fleiri félög á sama keppn- istímabili? 3. Hvað er núverandi heimsmet í maraþonhlaupi (42.195 m.) og hver á það? 4. Hvert var íslandsmetið í þrístökki og langstökki á allsherj- armótinu 1911 og hverjir áttu þau? 5. Er hin svonefnda finnska stigatafla einnig notuð fyrir kven- fólk? Ritið líkar mér mjög vel. Það er mikill fengur að útkomu þess. Ég á öll heftin nema það fyrsta, en það hefur mér ekki tekizt að fá ennþá. Að lokum langar mig til að fara nokkrum orðum um atkvæða- greiðslu blaðsins á s.l. hausti. Um hana er að vísu allt gott að segja, en a. m. k. mér, og ég veit um 146 fleiri hér um slóðir, sem þótti það mikil vöntun, að ekki voru birt nöfn allra þeirra, sem atkvæði fengu og hve mörg atkvæði hver og einn fékk. Slíkt hefði án efa aukið vinsældir þessarar nýbreytni og auk þess verið miklu skemmti- legra. „íþróttamaður". Svör: 1. Já, þetta mun vera leyfilegt. íþróttamaður má t. d. keppa fyrir Ármann í handknattleik og K.R. í frjálsum íþróttum og Í.R. í körfu- knattleik. 2. Nei. 3. Heimsmet er ekki staðfest í maraþonhlaupi, en beztan tíma á Könönen, Finnlandi, 2 klst. 28 mín. 39.4 sek. Hann vann þetta afrek 1949 í Ábo. Annars hljóp 19 ára gamall Japani, Sigeki Tanaka, á 2:28.16.0 4. febr. í vetur, og mun það afrek að líkindum vera rétt. Hann vann afrekið í borginni frægu, Hiroshima, en þar á hann heima. Hann var í borginni, þegar kjarnorkusprengjan féll, en sakaði ekki. 4. Það var ekki farið að stað- festa íslandsmet 1911 og ekki held- ur að keppa í þrístökki. Á leikmóti U.M.F.Í. 1911 sigraði Kristinn Pét- ursson í langstökki, stökk 5.37 m. 5. Nei. Við getum vel fallizt á það, að rétt hafi verið að birta nöfn allra, sem atkvæði fengu og einnig at- kvæðamagn. Þó að langur tími sé síðan þessi kosning fór fram, mun- um við birta nöfn og röð þeirra Frh. á bls. 168. ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.