Allt um íþróttir - 01.05.1951, Side 9

Allt um íþróttir - 01.05.1951, Side 9
Góður árangur og fjögur met á Sundmeistaramóti Islands. Hörður Jóhannesson var maður mótsíns. M.í. í sundi fór fram í Sund- höllinni dagana 16. og 20. apríl s.l. Þó að hér væri um að ræða aðal- sundmót ársins voru áhorfendur mjög fáir bæði kvöldin, og þeir, sem komu, voru mest krakkar. Er leitt til þess að vita, ef áhugi fólks fyrir sundíþróttinni er að dofna, um leið og aðrar þjóðir halda því fram, að við séum mesta sundþjóð Evrópu. Annars var mót þetta óvenju skemmtilegt og gekk alveg prýðilega, enda höfðu farið fram undanrásir í þeim greinum, sem þátttakan var mest. í sambandi við það má benda á næstum óskilj- anlegt atvik og að því er manni finnst ólöglegt, en einn keppandi mótsins fékk að fara í úrslit, án þess að taka þátt í undanrásunum. Það er óhætt að halda því fram, að svona nokkuð sé einsdæmi. Árangurinn. í skriðsundi eigum við þrjá menn á Evrópumælikvarða, þ. e. a. s. Ara, Pétur og Helga Sigurðs- son. Ara tókst reyndar að sigra þá báða í þetta sinn, en hann verð- ur að hafa meira fyrir því í fram- tíðinni. I landskeppni er okkur al- veg borgið með þessa þrjá menn, því að Pétur og Ari eiga báðir að geta farið undir mínútunni í 100 m. og í 400 m. munu þeir Ari og Helgi geta synt á ca. 5 mín. í harðri keppni. Við erum ekki á flæðiskeri staddir hvað snertir ár- angur bringusundsmanna okkar. Sigurðamir, Atli og Kristján Þór- isson eru sómasamlegir í keppni, hvar sem er á Norðurlöndum og þó víða væri leitað. En auk þess er fjöldi af ungum og efnilegum mönnum í kjölfarinu, svo sem Jón L. Amalds, Helgi Björgvinsson, Sigurður Þorkelsson, Elías Guð- mundsson, Ragnar Vignir o. fl. Sigurður Jnnsson Þingeyingur IÞRÓTTIR 153

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.