Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2015, Side 3

Skinfaxi - 01.02.2015, Side 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 U m þessar mundir eru 10 ár liðin frá því að fyrsti hópurinn dvaldi við leik og störf í Ungmenna- og tómstundabúðum Ungmenna-félags Íslands á Laugum í Sæl- ingsdal. Tímamótanna var minnst með sér- stakri afmælishátíð á Laugum þann 17. janúar sl. Um 100 manns mættu í veislukaffi og nutu þess sem í boði var. Ungmenna- og tómstundabúðirnar eru reknar af Ungmennafélagi Íslands og eru þær ætlaðar nemendum 9. bekkjar grunnskól- anna en þeir eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. Nemendur úr heimabyggð (Dalabyggð), Varmárlandi og Borgarnesi dvöldu fyrstu vikuna á sínum tíma og mættu þau til leiks þann 17. janúar 2005. Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ á Laugum fagna tímamótum: Umgjörðin er alltaf að verða betri og staðurinn sjálfur flottari „Starfið í ungmennabúðunum hefur bara verið að eflast með hverju árinu. Umgjörð- in er alltaf að verða betri og staðurinn sjálf- ur að verða flottari. Við erum afskaplega hamingjusöm með hvernig hefur gengið og búðirnar eiga tvímælalaust bjarta fram- tíð fyrir höndum,“ sagði Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ að Laugum, í spjalli við Skinfaxa. Að sögn Önnu Margrétar sækja um tvö þúsund ungmenni búðirnar á þessu starfs- ári. Það er fjölgun frá því í fyrra og segir Anna Margrét veturinn þann stærsta í sögu búðanna. Aðspurð um hverju megi þakka velgengni búðanna segir hún að það sé fyrst og fremst gott starf og góður andi. Krakkar sem þar dvelja eru almennt ánægðir og þetta spyrst út en allt saman helst þetta í hendur. „Staðurinn er flottur í alla staði. Stað- setningin er góð og aðstaðan með íþrótta- húsi og sundlaug er frábær. Við höfum ennfremur verið að byggja upp útisvæðið og bændurnir, sem taka á móti krökkun- um, gera dvölina í búðunum skemmtilega og eftirminnilega. Sömu skólarnir koma ár eftir ár og alltaf eru nýir að bætast við. Það er uppörvandi að starfa við þetta þegar vel gengur og gaman í vinnunni hjá okk- ur. Starfið verður bara betra og öflugra með hverju árinu,“ segir Anna Margrét. Veturinn sá stærsti í sögu ungmennabúðanna Nokkrir viðburðir eru enn á sínum stað Margt hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er en þó eru nokkrir viðburðir á sínum stað. Eiríksstaðir, Tungustapi og sundlaugarpartý eru meðal þeirra viðburða sem enn eru á dagskrá í búðunum. Þá hefur dagskráin þró- ast með því starfsfólki sem er þar hverju sinni og því sem þátttakendur hafa að segja um starfið. Almenn ánægja er með starfið á Laugum og hafa aldrei fleiri þátttakendur bókað sig til leiks og í ár. Á þessum tímamót- um hafa um 16 þúsund nemenda grunnskól- anna dvalið í búðunum og fengið að upplifa þvílík dásemd er að dvelja í Sælingsdal. Staðsetning búðanna að Laugum í Sæl- ingsdal er einmitt kjörin til þessarar starf- semi og vel við hæfi. Á Laugum eru góðar vistarverur, fallegt umhverfi, sundlaug, íþrótta- hús, Lillulundur og fleira og í nágrenninu margir sögufrægir staðir. Frá vinstri: Jóhannes Haukur Hauksson, odd- viti Dalabyggðar, Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður ungmennabúðanna, og Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.