Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 8

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Valdimar Leó Friðriksson var endurkjör- inn formaður á þingi UMSK sem haldið var í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar 26. febrúar sl. Sjötíu fulltrúar frá sautján félögum mættu á þingið. Tvö ný félög voru tekin inn í sam- bandið en það eru Lyftingafélag Kópavogs og Lyftingafélag Garðabæjar. Á þinginu voru veittar viðurkenningar fyr- ir góðan árangur á árinu 2014. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu var valin íþróttakona UMSK og Daníel Laxdal, Stjörnunni, var valinn íþróttakarl UMSK, en þetta var í fyrsta skipti sem íþróttakona og íþróttakarl UMSK eru valin. Guðrún Kristín Einarsdóttir, Aftureld- ingu, fékk félagsmálaskjöldinn fyrir mikið og óeigingjarnt starf við uppbyggingu blak- íþróttarinnar í Mosfellsbæ. „Við fórum í nokkrar smávægilegar laga- breytingar og færðum í nútímabúning. Ann- Sigurður Magnússon var kjörinn formaður Ungmennafélags Akureyrar á aðalfundi félagsins sem haldinn var 17. febrúar sl. Sigurður er ekki ókunnugur störfum fyrir félagið því hann var einn af þremur sem áttu hugmyndina að stofnun UFA og sat í stjórn í 13 ár. Hann var gjaldkeri fyrstu fjögur árin, síðan varaformaður og svo formaður í eitt ár eða þar til hann þurfti að flytja til Reykjavíkur vegna vinnu sinnar. Hann kom heim eftir eitt ár og kom þá aftur inn í stjórnina. Þess má geta að Sigurður var sæmdur starfsmerki UMFÍ á 5 ára afmæli UFA. Hann var aðalræsir á fyrsta Unglingalands- mótinu á Dalvík 1992. Hann var einnig aðal- ræsir á Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi 1997, Egilsstöðum 2001 og á Sauðárkróki 2004. „Ég var tilbúinn að koma aftur til starfa og ég hlakka mikið til starfsins og þess að vinna með góðu fólki. Það eru spennandi tímar fram undan og starfið innan UFA gengur vel. Við eigum íþróttafólk í fremstu röð og getum verið stolt af því,“ sagði Sigurður Magnússon. Sigurður Magnússon, nýkjörinn formaður UFA: Getum verið stolt af okkar fólki ars var samstaða góð á þinginu og það er gleðilegt að segja frá því að félögum innan UMSK er að fjölga. Á þinginu voru tvö félög tekin inn í ungmennasambandið og eru þau því orðin alls 46. Félagsmenn eru í dag um 66.000. Þar af eru iðkendur um 27.000 og fjölgaði þeim um 3.000 á milli ára. Þetta er ánægjuleg þróun,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, í samtali við Skinfaxa. Valdimar Leó sagði að á þinginu hefði ennfremur verið samþykkt að setja aukið fjármagn í fræðslumál. Ungmennasamband Kjalarnesþings: Iðkendum fjölgaði um þrjú þúsund Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, ásamt Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, Aftureldingu, sem fékk félagsmálaskjöld UMSK. Sambandsþing Ungmennasam- bands Borgar- fjarðar fór fram 7. mars sl., í félags- heimilinu Loga- landi. Á þingið mættu 30 fulltrúar frá aðildarfélögum UMSB. Gunnar Gunnars- son, stjórnarmaður UMFÍ, ávarpaði þingið og flutti góðar kveðjur. Auk þess kom Hrönn Jónsdóttir úr stjórn UMFÍ á þingið og sæmdi Stefán Loga Haraldsson, formann Hestamannafélagsins Skugga, starfsmerki UMFÍ fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Fundarmenn voru almennt jákvæðir með uppgjör ársins 2014 og bjartsýnir á fram- haldið. Ánægja var með góða fjárhagsstöðu UMSB, en unnið hefur verið markvisst í þeim málum undanfarin ár. Ánægja var með hversu vel hefur gengið að ná flestum þeim markmiðum sem sett voru við gerð stefnu UMSB sem samþykkt var á sambandsþingi 2013. Samþykkt var að setja niður ný markmið fyrir UMSB á árinu Sigurður Guðmundsson, formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar: Stefnum í rétta átt í starfinu 2015 og kynna á formannafundi í haust. Ekki urðu miklar breytingar á stjórn UMSB á þinginu en Sigurður Guðmundsson sam- bandsstjóri var kjörinn áfram í eitt ár. Aðrir í stjórn eru Kristín Gunnarsdóttir gjaldkeri, Sól- rún Halla Bjarnadóttir ritari, Ásgeir Ásgeirs- son varasambandsstjóri, Þórhildur María Kristinsdóttir meðstjórnandi, Jón Eiríkur Einarsson vara-varasambandsstjóri, Aðal- steinn Símonarson vararitari, Þórdís Þóris- dóttir varagjaldkeri og Anna Dís Þórarins- dóttir varameðstjórnandi. „Það sem stendur einna helst upp úr er þegar við tókum við íþrótta- og tómstunda- skólanum frá Borgarbyggð. Þetta er spenn- andi verkefni og tengir á allan hátt tóm- stundastarfið í sveitarfélaginu betur saman. Við sjáum strax að þátttaka í íþróttastarfi barnanna jókst. Það er kannski of snemmt að segja til um árangurinn núna en þetta lofar góðu. Við tókum einnig við félagsmið- stöðvunum og sumarstarfinu og vonandi stöndum við undir væntingum í þeim efnum. Við stefnum í rétta átt í starfinu og höfum bolmagn til að vinna vel. Ég held að ekki sé ástæða til neins annars en að vera bara brattir,“ sagði Sigurður Guðmundsson, sam- bandsstjóri UMSB. Hrönn Jónsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ ávarpar þing UMSB. Sigurður Guðmundsson, sambandsstjóri UMSB, til hægri.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.