Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 10

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands G rindavík er mikill íþróttabær og Ung-mennafélag Grindavíkur hefur á að skipa íþróttafólki í fremstu röð. Félagið átti í febrúar sl. 80 ára afmæli, en það var stofnað 1935 sem Íþróttafélag Grindavíkur. Félagið var endurvakið 1963 og nafni þess breytt í Ungmennafélag Grindavíkur. Á síð- ustu árum hefur vakið athygli glæsileg upp- bygging íþróttamannvirkja og er öll aðstaða til íþróttaiðkana fyrsta flokks. Í Grindavík er fjölnota íþróttahús, knattspyrnuvöllur með góðri aðstöðu fyrir áhorfendur, nýlegur 18 holu golfvöllur og reiðhöll. Uppbyggingu er hvergi lokið, íþróttahúsið verður stækkað og aðstaða fyrir félagsstarf bætt til muna. Til fróðleiks um uppgang innan félagsins má nefna að 1977 voru fjórar deildir starf- ræktar, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, júdó- og handknattleiksdeild. Sunddeild var stofn- uð 2001, fimleikadeild 2005 og taekwondo- deild 2006, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Grindvíkingar um árabil átt körfu- og knatt- spyrnumenn í efstu deild. Fyrsti formaður félagsins var Jón Tómasson en núverandi formaður er Gunnlaugur Hreinsson. Ný íþróttamiðstöð – öflug viðbót Íþróttamiðstöð Grindavíkur, sem tekin verð- ur í notkun í apríl, er hugsuð sem öflug við- bót við íþróttamannvirkin á svæðinu. Bygg- ingin er í raun miðstöð eða hjarta sem teng- ir saman íþróttahús, sundlaug og íþrótta- svæði utanhúss. Byggingin mun örva sam- Starf Ungmennafélags Grindavíkur stendur með blóma: Framtíðin getur ekki annað en verið björt nýtingu og tengsl húsanna sem fyrir eru um leið og hún er mikilvæg viðbót í æskulýðs- og unglingastarfi bæjarins og aflgjafi fyrir almenna íþróttaiðkun. Íþróttamiðstöðin verð- ur nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík. Byggingin er áfangi í uppbyggingu svæðis- ins og þarf að geta tengst frekari uppbygg- ingu sem líkleg er á svæðinu í náinni framtíð. Sjö deildir með um fimm hundruð iðkendur „Ungmennafélag Grindavíkur er með um 500 iðkendur og í dag eru starfandi sjö deild- ir, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, júdó-, taekwondo-, sund-, fimleika- og skotdeild. Knattspyrnan er stærst með í kringum 300 iðkendur og síðan kemur körfuboltinn þar á eftir. Við erum með 350 börn á grunnskóla- aldri sem greiða æfingagjöld af tæplega 500 skólabörnum. Við getum sagt að það hafi ver- ið mjög sterk hefð fyrir íþróttum í Grindavík sl. fjörutíu ár. Fyrir þann tíma var erfitt að halda íþróttastarfi úti enda fóru flestir á síld fyrir norðan og austan og bærinn var tómur á sumrin. Ungmennafélagið var endurvakið 1963 en þá var flest búið að vera í ládeyðu í um tvo áratugi,“ sagði Gunnlaugur Hreins- son, formaður Umf. Grindavíkur. Gunnlaugur segir Grindvíkinga geta verið stolta af íþróttafólki sínu. Hann segir íþrótta- líf í bænum búa við það að eiga sterka og öfluga styrktaraðila og fyrirtæki sem styðja vel við bakið á öllu íþróttalífi. Fyrsta félagsheimilið „Aðstaða til keppni og íþróttaiðkana hefur verið góð en nú er svo komið að íþróttahúsið er sprungið. Núna erum við að skoða hvort við eigum að stækka íþróttahúsið eða byggja nýtt. Við tökum síðan í notkun í apríl nýja íþróttamiðstöð og með því má segja að ung- mennafélagið sé í raun að eignast sitt fyrsta félagsheimili í tugi ára. Með tilkomu þess lít- um við björtum augum til foreldrastarfs og annars starfs sem mun eflast til muna. Við höfum innan vébanda okkar góða þjálfara, sterkar deildir og öflug fyrirtæki sem styðja vel við bakið á okkur, að ógleymdu sterku bæjarfélagi og bæjarstjórn. Með þessa sterku aðila á bak við okkur getur framtíðin ekki annað en verið björt,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur Hreins- son, formaður Umf. Grindavíkur.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.