Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2015, Side 25

Skinfaxi - 01.02.2015, Side 25
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 25 ðslum hafi fjölgað til muna Golfhópar í ákveðnum æfingum Gauti hefur undanfarin ár sérhæft sig í að sinna kylfingum enda er hann sjálfur mikill áhugamaður um golf. Hann vinnur aðeins fyrir Golfsambandið en af því leiðir að margir kylfingar hafa leitað til hans. Gauti segist vera með golfhópa í ákveðnum æfingum og hann hafi ennfremur farið til Bandaríkjanna í nám til að læra hvernig hægt sé að bæta getu kylfingum í ýmsum atriðum. „Erlendar rannsóknir segja að 15% kylf- inga séu meiddir á hverjum tíma. Miðað við fjölda Íslendinga sem eru í golfi, sem eru um 20 þúsund, þá eru þrjú þúsund kylfingar meiddir þegar líða tekur á sumarið. Í stað þess að laga hjá þeim golfsveifluna og bæta hjá þeim líkamsástandið er alltaf verið laga það sem fer úrskeiðis. Ég legg mikið upp úr því að kenna fólki að beita líkamanum rétt þegar það er að slá golfhöggið og læra að slá þannig að afleiðingarnar verði ekki alvarlegar í meiðslum og öðru slíku,“ segir Gauti. Álagseinkenni af kyrrsetu Þegar Gauti er inntur eftir hvort fólk komi nú fyrr til sjúkraþjálfara en áður segir hann að á síðustu árum hafi fólk áttað sig á því að sjúkraþjálfarar geti hjálpað. Þeir geta bæði komið í veg fyrir kvilla og einkenni. Margir sjúkraþjálfarar eru farnir að vinna í fyrirtækj- um, skoða vinnuaðstöðu og sjá m.a. hvernig tölvur eru staðsettar. „Kyrrseta hefur aukist sem gerir það að verkum að meira ber á álagseinkennum. Gott er að fá sjúkraþjálfara til að athuga vinnuaðstöðuna og passa upp á það að maður sitji ekki skakkur allan daginn. Mörg- um finnst gott að fara til sjúkraþjálfara til að láta mýkja á sér bakið og hálsinn og fá leið- sögn við æfingar. Þeir eru margir sem æfa og gera þær ekki rétt sem kemur síðan niður á þeim síðar. Það sem sjúkraþjálfarar leggja áherslu á í þjálfuninni er að þjálfa hina svo- kölluðu stoðvöðva. Það eru djúpir kviðvöðv- ar, grindarbotninn, þindin, vöðvar í kringum herðablöðin, allt saman djúpir vöðvar sem Nú erum við með fullt af ungu íþróttafólki sem er búið að segja að æfa 10 þúsund klukkutíma. Það er hins vegar betra að æfa 5 þúsund klukkutíma og æfa vel heldur en að æfa mikið og æfa vitlaust. skipta öllu máli og gefa í rauninni kraftinn til að framkvæma stóru hlutina. Við getum líkt þessu við að við setjum ekki fallbyssu í gúmmíbát heldur verður undirstaðan að vera góð. Góð undirstaða gefur okkur mögu- leika til að framkvæma mikla krafta. Flestir, sem koma til okkar hafa mjög lélegan grunn og undirstöðu, þrátt fyrir að þeir séu í rækt- inni alla daga af því að það er ekki verið að þjálfa þennan svokallaða grunn.“ Höldum eldra fólki gangandi - Er það orðið lífsmunstur hjá ákveðnum hópi að fara reglulega til sjúkraþjálfara og halda skrokknum við? „Ég segi það ekki alveg. Flestir koma af því að það heldur þeim gangandi. Við getum haldið eldra fólki gangandi og gert því kleift að búa heima, sjá um sig sjálft í stað þess að fara á hjúkrunarheimili og ef það tekst er það hagur fyrir samfélagið. Sama gerist ef við get- um haldið fólki í vinnu, og það fær tekjur og borgar skatta, þá er það betra en að fólk fari á örorkubætur svo að af verður kostnaður og fólkið byrði fyrir samfélagið. Það skiptir máli að við áttum okkur á því að þeim tíma og peningum sem er varið í sjúkraþjálfun borgar sig bæði fyrir samfélagið og einstakl- inginn sjálfan,“ sagði Gauti Grétarsson í við- talinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.