Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 27

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 27
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27 B orðtennisíþróttin er stunduð af kappi hjá Íþróttafélaginu Dímon á Hvolsvelli. Þó nokkur hefð hefur skapast í þessari íþrótt hjá félaginu og segja má að öflugu starfi hafi verið haldið úti um margra ára skeið. Um 30 manns leggja reglubundið stund á borðtennis. Samstarf við Heklu í tvö ár „Við getum sagt að borðtennis hafi verið þó nokkuð öflugur innan Dímonar í tíu ár. Við höfum boðið borðtennisfólki frá Ungmenna- félaginu Heklu á Hellu að koma til okkar og það samstarf hefur staðið yfir í tvö ár. Í stað- inn höfum við fengið að fara með nokkra krakka til æfinga í sundi hjá þeim. Borðtenn- is hefur í gegnum tíðina verið mjög vinsæll hjá okkur og ætli ástæðan fyrir því sé ekki hvað það er gaman að spila þessa íþrótt,“ sagði Ásta Laufey Sigurðardóttir, formaður Íþróttafélagsins Dímonar, í samtali við Skinfaxa. Þjálfarar koma í heimsókn „Það hefur eflaust hjálpað til að við erum búin að hafa lengi sömu þjálfarana. Við höf- um líka verið dugleg að fá til liðs við okkur þjálfara bæði frá KR og HK og þjálfarar lands- liðsins hafa einnig komið í heimsókn. Kepp- endur frá Dímoni hafa tekið þátt í mótum í einstaklingskeppni og einnig í liðakeppni þar sem þrír eru saman í liði. Það eru svona að jafnaði í kringum 25–30 krakkar sem æfa hjá Dímon,“ sagði Ásta Laufey. Ásta sagði að Dímon hefði átt keppendur á Íslandsmeistaramótum, bæði í fullorðins- Mikil hefð fyrir borðtennis hjá Dímon á Hvolsvelli og barnaflokkum. Borðtennisstarfið hefði verið mjög skemmtilegt og gefandi í gegn- um tíðina. Erum stolt af okkar fólki „Við erum með starfandi sjö greinar innan Dímonar og erum virk í að taka þátt í mót- um. Starfið er fjölbreytt og margir krakkar í fleiri en einni grein. Við erum rosalega stolt af okkar fólki,“ sagði Ásta Laufey. „... ætli ástæðan fyrir því sé ekki hvað það er gaman að spila þessa íþrótt.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.