Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2015, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.02.2015, Qupperneq 30
30 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Íþróttafólk ársins 2014 Arndís Ýr Hafþórsdóttir frjálsíþrótta- kona var útnefnd íþróttamaður ársins 2014 hjá Ungmennafélaginu Fjölni. Þetta var í 26. skipti sem valið fer fram. Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur í GKG og Norma Dögg Róbertsdóttir fimleikakona í Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs 2014. Á ársþingi UMSK sem haldið var í Mosfellsbæ voru í fyrsta skipti valin íþróttakona og íþróttakarl UMSK. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu var valin íþróttakona og Daníel Laxdal, Stjörnunni, var valinn íþróttakarl UMSK. Íþróttakona Mosfellsbæj- ar var kjörin Brynja Hlíf Hjaltadóttir, akstursíþrótta- kona úr Móto-mos. Íþrótta- karl Mosfellsbæjar var kjör- inn Kristján Þór Einarson golfíþróttamaður í Golf- klúbbnum Kjalari. Helgi Guðjónsson, íþrótta- maður úr Reykholti, hlaut titil- inn íþróttamaður Borgar- fjarðar 2014. Hann 15 ára, efnilegur og fjölhæfur íþrótta- maður í sundi, frjálsum íþrótt- um, körfubolta og knattspyrnu. Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar útnefndi Kristínu Þorsteinsdóttur, sund- konu í íþróttafélaginu Ívari, íþróttamann bæjar- ins. Þetta er annað árið í röð sem Kristín hlýtur þessa útnefningu. Snjólaug María Jónsdóttir, skot- íþróttakona og for- maður Skotfélags- ins Markviss,var kjörin íþróttamað- ur ársins hjá USAH. Þetta var annað árið í röð sem Snjólaug hlýtur þessa viðurkenningu. Ísólfur Líndal Þórisson var útnefndur íþróttamaður USVH 2014 og er þetta þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessa viðurkenn- ingu. Á árinu 2014 toppaði Ísólfur Líndal enn fyrri árangur á keppnisvellinum. Baldur Haraldsson rallý- kappi var valinn íþrótta- maður Skagafjarðar. Baldur átti góðu gengi að fagna á liðnu ári og var enn- fremur valinn akstursíþrótta- maður ársins af Aksturs- íþróttasambandi Íslands. Í slendingar búa að langri og ríkri félaga-hefð. Hlutverk félagasamtaka og starfs-vettvangur er margvíslegur og þau hafa orðið til um fjölbreytileg viðfangsefni og framfaramál í samfélaginu. Mörg af þeim rétt- inda- og velferðarmálum sem félagasamtök hafa í tímans rás sett á dagskrá og barist fyrir hafa verið lögfest, stjórnvöld hafa tekið þau upp á arma sína og þau þykja síðar sjálfsögð. Í þágu samfélagsins Félagasamtök starfa ekki í hagnaðarskyni fyrir eigendur sína. Þau starfa af hugsjóna- ástæðum, gegna margvíslegum hlutverkum við að uppfræða almenning, halda á lofti mál- stað einstakra þjóðfélagshópa, efla menning- ar- og listalíf, inna af hendi samfélagsþjón- ustu og efla lýðheilsu, samfélaginu til mikils ávinnings. Mikilvægi þeirra fyrir samfélagið er mikið þótt þau séu ekki til daglegrar um- fjöllunar í fjölmiðlum. Þau sinna sínum verð- ugu samfélagsmarkmiðum oftast í hljóði. Starfsemi margra félagasamtaka varðar þó líf okkar nánast daglega á einhvern hátt, s.s. starf ungmennafélaga, íþróttafélaga, ýmissa æsku- lýðsfélaga, foreldrafélaga o.s.frv. Vera má að við göngum að starfsemi þeirra sem vísri en leiðum sjaldan hugann að mikilvægi þeirra, hlutverki og vinnuframlagi hundruða eða þúsunda fólks og ómældum vinnustundum sem lagðar eru fram endurgjaldslaust af félagsfólki, í þágu þeirra og samfélagsins. Það yrði kannski fyrst ef þessi samtök hættu störfum og hyrfu af vettvangi að mikilvægi þeirra kæmi í ljós. Í það minnsta má ljóst vera að nyti félagasamtaka ekki við yrðu opinberir aðilar í ríkari mæli að koma beint að fjármögn- un og framkvæmd ýmissa samfélagslegra verkefna sem nú eru að miklu leyti í höndum félagasamtaka. Það er því mikilvægt að félagasamtök geti blómstrað og mikilvægt að viðhorf stjórnvalda til félagasamtaka markist ekki af ölmusu- og styrkjahugsun, heldur byggist á mikilvægu og skilgreindu samfélagslegu hlutverki þeirra. Grasrót og félagsauður Félagasamtök eru vettvangur borgaranna til þess að hafa áhrif á samfélagsþróunina. Það er ekki síst á vettvangi félagasamtaka og fyrir tilstilli þeirra að hinn eftirsóknarverði félags- auður (social capital) verður til vegna félags- tengsla sem einstaklingar mynda í samskipt- um sínum. Þessi tengsl eru mikilvægur auð- ur vegna hinna margvíslegu jákvæðu áhrifa sem þau geta haft á velsæld og hagsæld einstaklinga og samfélaga. Almenn þátttaka og virkni í starfi félaga- samtaka er mikilvæg uppspretta þessa félags- auðs. Öflug félagasamtök eru vísbending um áhuga fólks á umhverfi sínu og sýna innri styrk samfélagsins. Þar birtist vilji fólks til þess að efla samfélagið, láta gott af sér leiða og færa til betri vegar það sem aflaga fer í þjóð- félaginu. Í starfi samtaka og félaga verður til skilningur á mikilvægi samstöðu til þess að koma hlutunum í verk og ná árangri. Lífsstíll og forvarnir Stærstan hluta vanheilsu fólks má rekja til lífs- stíls (að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar), þ.e. hann byggist á vali og ákvörðunum fólks um hvernig það hagar lífi sínu. Það er flókið mál að breyta lífsvenjum, enda áhrifa- þættir margs í daglegu lífi okkar grafnir djúpt í þjóðarsálina og hefðir. Breytingar á lífsvenj- um geta ekki eingöngu komið ofan frá. Þær verða líka að koma innan frá, frá borgurun- um og njóta skilnings og stuðnings fólks. Árangursríkar forvarnir felast ekki síst í að virkja fólk í nánasta umhverfi sínu, að virkja grasrótina umtöluðu. Lífsstílsbreytingar eru því ekki bara spurning um stefnumörkun í orði, stjórnvaldsákvarðanir og starfsemi ráðu- neyta og ríkisstofnana. Hér hafa félagasam- tök miklu hlutverki að gegna. Þau eru í náinni snertingu við daglegt líf fólks og geta m.a. nýtt tengslanet sín til þess að virkja sjálfboða- liða í nærsamfélaginu á skömmum tíma og þátttaka þeirra getur haft margfeldniáhrif í samfélaginu. Félagasamtök hafa einnig meira frelsi, svigrúm og sveigjanleika til athafna en stjórnvöld. Þau eru skapandi afl sem getur boðið fjölþættar lausnir. Íslensk félagasam- tök búa yfir vel menntuðu og hæfu fólki til þess að sinna fjölbreyttum verkefnum og faglegur metnaður þeirra mikill. Sú fjölþætta nálgun sem félagasamtök geta boðið er kost- ur sem þarf að nýta vel. Samstarf félagasamtaka í forvörnum Um árabil hafa rúmlega tuttugu íslensk félagasamtök, sem starfa á landsvísu, átt með sér samstarf í forvörnum, Samstarfsráð um forvarnir. Þessi samtök vinna öll að áfengis-, tóbaks- og vímuefnaforvörnum á vettvangi mannræktar, velferðar, félagsmála, sam- félagsþróunar, uppeldis- og skólamála, íþrótta- mála og tómstundastarfs. Samstarfið byggist á virðingu fyrir fjölbreytni, ólíkri aðkomu sam- taka í forvörnum og mismunandi áherslum. Forvarnir snerta flesta grundvallarþætti samfélagsins og varða flestar grunnstoðir þess. Með því að stilla saman strengi og virkja fjölbreytta möguleika sína margfalda þessi samtök áhrif sín og afl og auka líkur á árangri. Möguleikarnir felast m.a. í því að vekja athygli á forvarnagildi starfsemi þeirra, vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, ekki síst forvörnum gagnvart börnum og unglingum, og virkja þekkingu, styrk og samstöðu gras- rótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfi. For- varnir snerta öll svið mannlífs og þjóðlífs og koma inn á leik og starf fólks hvar sem það er að finna. Þar hafa félagasamtök sterka stöðu. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna: Það gerist í grasrótinni

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.