Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 34

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 34
34 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands H enson er al-íslenskt fyrirtæki sem stofnað var 1969 og hefur alla tíð einbeitt sér að því að framleiða vand- aða vöru úr bestu fáanlegum efnum. Starfsfólk fyrirtækisins skilur þarfir hins litla íslenska markaðar en fyrirtækið býr einnig yfir þeirri reynslu að hafa tekist á við vaxandi útflutning. Þrjú félög, sem orðið hafa Evrópu- meistarar í knattspyrnu og handbolta, hafa leikið í Henson. „Fyrirtækið hefur starfað í 46 ár og sérstak- lega á síðustu árum hefur fjölbreytnin aukist. Í því sambandi mætti nefna að það nýjasta frá okkur er skíðagallar fyrir alpaíþróttir. Einnig höfum við framleitt fatnað fyrir bandy en sú íþrótt virðist vera að vaxa og dafna. Hjólreiðar eru að koma sterkar inn auk margs annars. Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin okkar, hleypur í fatnaði frá Henson. Það sem skiptir höfuðmáli er að við þjónustum þetta út í hörgul,“ sagði Halldór Einarsson hjá Henson. Halldór sagði að eins og jafnan lékju körfu- boltamenn mikið í Henson og eins blakmenn. Það væru stórir blakhópar vítt og breitt um landið sem keyptu mikið. Hann sagði að Hen- son ynni mikið fyrir allar íþróttagreinar. Hall- dór sagðist halda að það væru einungis tvö lið í körfuboltanum sem lékju ekki í búning- um frá Henson. Henson hefur framleitt íþróttafatnað í 46 ár Henson framleiðir m.a. íþróttafatnað fyrir frjálsar íþrótt- ir, körfubolta, blak, bandy, ruðning, skíðaíþróttir og margt fleira. L ið HSK/Selfoss sigraði í stigakeppni félaga á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í aldursflokkum 11–14 ára, sem fram fór í Laugardalshöll dagana 14.–15. febrúar sl. Liðið hlaut samtals 808 stig en lið FH, sem var í öðru sæti, fékk 420 stig og ÍR, sem varð í 3. sæti, 368,58 stig. Alls voru 520 persónuleg met sett á mótinu sem gefur góð fyrirheit og staðfestir um leið miklar framfarir hin síðustu misseri. Bætt aðstaða á tvímælalaust stóran þátt í bættum árangri í öllum aldursflokkum. Yfir 400 keppendur tóku þátt í mótinu og komu þeir af öllu landinu. Í flokki 11 ára pilta sigraði FH með 90,50 stig en Breiðablik varð í 2. sæti með 85,33 stig. Í flokki 12 ára pilta sigraði HSK/Selfoss með 74 stig en ÍR varð í 2. sæti með 65,33 stig. Í flokki 13 ára pilta sigraði HSK/Selfoss með afgerandi yfirburðum með 222 stig, en UFA varð í öðru sæti með 43 stig. Lið UFA sigraði síðan í flokki 14 ára pilta með 111 stig á móti HSK/Selfossi sem hlaut 81 stig. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11–14 ára: Miklar framfarir í öllum aldursflokkum Í stúlknaflokki, 11 ára, fengu FH-ingar flest stig eða 103,5 á móti 60 stigum HSK/Selfoss, sem sigraði síðan í flokki 13 ára stúlkna með 116,75 stig en Breiðablik var þar í öðru sæti með 62 stig. Í flokki 14 ára stúlkna bar sveit ÍR sigur úr býtum með 145,5 stig á móti 76 stigum HSK/Selfoss. Sigurlið HSK/Selfoss á Meistaramóti Íslands í aldursflokkum 11–14 ára. „Það er fullt af félögum sem sjá hag sinn í því að versla við okkur og þjónustustigið er gott. Við heilprentun búninga finnur notand- inn ekki fyrir merkingunni og það sér ekkert á henni eftir ótal þvotta. Margir sjá sér hag í þessu, að þú getur notað búninginn miklu lengur en ef þú ert með silkiprentað,“ sagði Halldór. - Hvað hefur aðallega breyst í framleiðsl- unni á síðustu árum? „Það er fyrst og fremst tæknin í allri fram- leiðslunni. Það eru engar takmarkanir í lita- vali, hönnun eða neinu. Við verðum við öll- um óskum eins langt og tæknin leyfir.“ Þegar Halldór er inntur eftir því hvort hann sjái sig í þessu starfi á næstu árum svarar hann strax: ,,Þetta er ekki bara atvinna heldur líka áhugamál. Það er vinna okkar að þjón- usta félög og einstaklinga. Við framleiðum líka ýmsar fjáröflunarvörur, buff, húfur, hár- bönd og bindi, veifur og fánar svo að eitt- hvað sé nefnt. Þetta er bara allur pakkinn og starfið er mjög skemmtilegt í alla staði,“ sagði Halldór Einarsson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.