Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 39

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 39
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Ungmennasam- band Eyjafjarðar hélt 94. ársþing sitt í Funaborg á Melgerðis- melum 12. mars sl., í félagsheimili Hesta- mannafélagsins Funa, en félagið hafði jafnframt umsjón með þinginu. Vel var mætt á þingið og voru þátttakendur alls 45, fulltrúar frá aðildarfélögum og stjórn, gestir og starfsmenn þingsins. Þess má geta að full- trúar frá 11 af 14 aðildarfélögum voru á þing- inu, auk fulltrúa stjórnar, og var mætingin um 75% af mögulegum heildarfjölda fulltrúa. Þingið var nú haldið í annað sinn að kvöldi til á virkum degi. Haukur Valtýsson, varaformað- ur UMFÍ, sæmdi Hring Hreinsson gullmerki UMFÍ. Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir og Stefán Sveinbjörnsson fengu starfsmerki UMFÍ. Þingið gekk vel fram og voru umræður bæði líflegar og málefnalegar. Alls voru 14 tillögur samþykktar, sem munu eiga þátt í að móta starf UMSE næstu árin. Þar ber hæst að stefna UMSE 2015–2020 var samþykkt samhljóða og er ljóst að hún mun setja svip á mikinn hluta starfsins. Góð mæting á 94. ársþing UMSE: Hringur Hreinsson sæmdur gullmerki UMFÍ Að venju fóru fram kosningar til stjórnar og varastjórnar fram á þinginu, einnig skoð- unarmanna reikninga og til sjóðsstjórnar Hringur Hreinsson (t.v.) og Haukur Valtýsson, vara- formaður UMFÍ. Héraðssamband Þingeyinga hélt ársþing sitt í Skúlagarði í Kelduhverfi sunnudaginn 15. mars síðastliðinn. Ársþingið var fjölmennt og voru umræður góðar og málefnalegar. Þó nokkrar tillögur voru teknar fyrir í nefnd- um og fengu þær líka góða umfjöllun hjá þingheimi þegar þær voru bornar upp. Íþróttamenn HSÞ voru krýndir í hinum ýmsu greinum. Íþróttamaður HSÞ var Kristbjörn Óskarsson úr Völsungi fyrir frábæran árangur í boccia. Farið var yfir hið merka aldarafmælisár og alla viðburðina í tengslum við það. Kosinn var nýr formaður en Jóhanna S. Kristjánsdótt- ir, sem hafði gegnt formennsku í 5 ár, gaf ekki kost á sér áfram. Anita Karin Guttesen var kjörin nýr formaður, en hún er vel kunnug starfi HSÞ þar sem hún var m.a. framkvæmda- stjóri þess á árunum 2004–2005. Ein breyting var á aðalstjórn sambandsins, Ágústa Pálsdóttir kom inn fyrir Birnu Davíðs- dóttur sem hafði setið í stjórninni í 4 ár. Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ, sat þingið fyrir hönd UMFÍ. Sæmdi hann þrjá einstaklinga starfsmerki en það voru þau Torfhildur G. Sigurðardóttir, Jón Þ. Óskarsson og Jóhanna S. Kristjánsdóttir. „Formennskan í héraðssambandinu leggst afskaplega vel í mig. Ég tek við góðu búi Anita Karin Guttesen, nýr formaður HSÞ: Hlakka til þess að vinna með fólkinu Jóhanna S. Kristjánsdóttir, frá- farandi formaður, og Anita Karin Guttesen, nýkjörin formaður HSÞ. Landsmótssjóðs UMSE. Að þessu sinni var kosið um varaformann og gjaldkera í stjórn UMSE. Sigurður Eiríksson var kjörinn varafor- maður UMSE en Edda Kamilla Örnólfsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Einar Hafliðason var endurkjörinn gjaldkeri. Í varastjórn voru endurkjörin Guð- rún Sigurðardóttir, Umf. Svarfdæla, og Gunn- ar Ingi Ómarsson, Umf. Æskunni. Auk þeirra var Jóhannes Gísli Pálmason, Umf. Smáran- um, kjörinn í varastjórn. Aðrir sem sitja í stjórn UMSE eru Bjarnveig Ingvadóttir, for- maður, frá Umf. Svarfdæla, Sigrún Finnsdótt- ir, ritari, frá Umf. Smáranum, og Þorgerður Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, frá Umf. Samherjum. „Starfið innan ungmennasambandsins gengur bara vel. Það er gott að stefnan til næstu fimm ára var samþykkt og út frá henni verður unnið næstu árin. Dagsdaglega er mesta starfið í kringum frjálsar íþróttir sem sambandið vinnur beint að en félögin innan sambandsins vinna í öðrum greinum. Rekst- urinn gengur ágætlega og við skiluðum hagnaði á síðasta ári. Við getum ekki annað en verið brött og lítum bjartsýnisaugum til framtíðar,“ sagði Bjarnveig Ingvadóttir. enda hefur verið unnið hér mjög gott starf á síð- ustu árum, bætt samskipti við félögin, fjárhagsstaðan góð og svo var 100 ára afmælis- árið mikið verkefni sem fyrrverandi formaður leiddi af miklum myndarskap,“ sagði Anita Karin Guttesen, nýkjörin formaður Héraðs- sambands Þingeyinga, í samtali við Skinfaxa. Anita Karin hefur áður komið að störfum fyrir HSÞ, eins og áður sagði. Hún hefur enn- fremur verið virk í Ungmennafélaginu Efl- ingu og eins verið félagi í Hestamanna- félaginu Þjálfa. Hún hefur verið virk í starfinu sem iðkandi og starfsmaður. „Ég hlakka til starfans og þess að setja mig inn í verkefnin sem fram undan eru, sem snúa að ungmennunum, æskulýðsstarfi og íþrótt- um eldri ungmennafélaga. Á þinginu var sam- þykkt ályktun stjórnar um að stofna íþrótta- félag fullorðinna innan sambandsins og hvetja þannig til aukinnar hreyfingu til bættr- ar heilsu á meðal eldri iðkenda. Ég hlakka bara til að vinna með fólkinu,“ sagði Anita Karin.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.