Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
Gunnar Dofri
skrifaði pistil í
Morgunblaðið 3.
janúar um Jesú
og veruleika trú-
arinnar undir
yfirskriftinni
Jesús var örugg-
lega frábær gæi.
Virðingarvert er
að ekki skuli
staðhæft heldur
sagt um Jesú að hann hafi „að
öllum líkindum“ ekki verið og
gert það sem Nýja testament-
ið talar um, m.a. að hann hafi
verið og sé sonur Guðs. Höf-
undur virðist byggja á heims-
mynd vísindanna en útiloka
ekki allt annað.
Þó svo við lifum í upplýstu
og vísindalegu samfélagi er
ekki þar með sagt að vísindin
svari öllum spurningum
mannkyns eða muni gera það.
Starfsrammi vísindanna geng-
ur út frá lokaðri heimsmynd.
Þar er ekkert rými fyrir Guð
eða guði, anda og engla, hið yf-
irnáttúrulega, líf eftir dauðann
eða hvað það annað sem fellur
utan þessarar heimsmyndar.
Verði eitthvað ekki mælt og
skoðað er það ekki marktækt.
Vísindin verða að halda sig við
þennan ramma og ganga þá út
frá því að hann sé endanlegur.
Þeir sem aðhyllast trú á þenn-
an veruleika sem endanlegan
tilveruskilning útiloka allt sem
utan hans fellur. Sé hins vegar
tilvist Guðs afneitað í nafni
vísindanna hafa þau stigið inn
á svið trúarinnar og eru ekki
lengur trúverðug. Reyndar er
merkilegt að höfundur virðist
annars vegar vilja halda sig
við vísindin en hins vegar gefa
í skyn að Jesús hafi ekki endi-
lega verið til.
Þó svo rammi Biblíunnar sé
eðlilega heimsmynd rit-
unartíma hennar er hin eig-
inlega heimsmynd hennar
heimsmynd trúarinnar. Hún
er skrifuð og samansett, henni
haldið til haga og í heiðri höfð
því hún leiðir okkur inn á svið
trúarinnar, inn á hið guðlega,
til Drottins sjálfs. Hún er
trúarrit, ekki vís-
indarit. Vitnis-
burður hennar
er að Guð skap-
aði heiminn og
að við séum
sköpun hans. Við
berum ábyrgð
gagnvart sam-
ferðafólki okkar
og komandi kyn-
slóðum en einnig
gagnvart Guði.
Kjarni boðskap-
arins er að Guð
gerðist maður í Jesú Kristi.
Þess vegna gerum við mikið
úr jólunum óháð uppruna
þeirra og án þess að um þau
séu fyrirmæli í Biblíunni. Við
trúum á Jesú Krist sem er
krossfestur, dáinn, grafinn og
reis upp frá dauðum á þriðja
degi. Hann lifir, er raunveru-
legur og nálægur og við getum
lifað með honum og í sam-
félagi við hann.
Kristin trú á sjálfsagt ekki
upp á pallborðið í hinu afhelg-
aða samfélagi í sama mæli áð-
ur var. Á því eru ýmsar skýr-
ingar. Svar kirkjunnar er þó
ekki að afhelga boðskapinn og
sitja eftir með mannlegan og
máttlausan siðapostula, Jesú
Jósefsson. Þegar og þar sem
það hefur gerst hefur kirkjan
veikst enda fólk ekkert haft að
sækja til hinnar nýju mann-
legu trúar. Kirkjan og kristin
trú vex og styrkist þar sem
fólk lifir í heimsmynd trú-
arinnar – þar sem rými er fyr-
ir Guð og hið yfirnáttúrulega.
Ekki þarf að setja þessi tvö
svið upp sem andstæður. En
það er að sjálfsögðu sístæð
áskorun að koma boðskapnum
á framfæri í nýjum og breyti-
legum aðstæðum á hverjum
tíma.
Við þurfum að átta okkur á
því að um er að ræða tvær
leiðir og tvo veruleika sem við
lifum í og göngum inn í. Ann-
ars vegar vísindin og hina lok-
uðu heimsmynd þeirra. Hins
vegar heimsmynd trúarinnar
sem er opin. T.d. er erfitt að
finna svör við tilgangi lífsins
innan vísindanna. Og þó svo
trúarlífssálarfræðin segi mér
eitt og annað um trú mína og
trúarreynslu getur hún ekki
skorið úr um það hvort hún sé
sönn og ekta eða ekki.
Að lokum skal vísað í loka-
orð Gunnars Dofra þar sem
hann talar um mikilvægi þess
að maðurinn sé góður af innri
hvötum. Reyndar er það sann-
færing mín að í okkur öllum
býr bæði gott og illt, þannig er
nú mennskan og er jafnframt í
takt við vitnisburð Ritning-
arinnar um mannlegt eðli.
Raunveruleg góðmennska
sprettur innan frá án þess að
nokkur sé að vænta nokkurs,
hvorki þessa heims né annars.
Hvorki ótti né loforð um verð-
laun eiga að stýra okkur. Við
sem játum kristna trú erum
kölluð til að elska af því að Guð
elskaði okkur að fyrra bragði.
Enginn fær bjargað sjálfum
sér frá eilífum dómi. Um það
snýst verk Jesú Krists og okk-
ur er boðið að þiggja það í trú
og samfélagi við hann. Náð
Guðs þýðir að hann fyrirgefur
án þess að við eigum það skil-
ið, Guð hefur gert það sem
gera þarf til þess að við eign-
umst eilíft líf. Það er gjöf hans
en ekki eigin ávinningur. Á
þeim forsendum erum við köll-
uð til að elska náungann. Að-
eins þannig erum við frjáls,
þ.e. frelsuð til að elska af innri
hvötum einum saman. Um það
snýst frelsi kristins manns.
Hann er laus úr kvöðum og
þvingunum lögmálsþrælk-
unar. Undan þeim losnum við
aðeins í náðarfaðmi Guðs sem
engin vísindi geta mælt.
Trúin á góða
gæjann Jesú
Eftir Ragnar
Gunnarsson » Þó svo við lifum í
upplýstu og
vísindalegu sam-
félagi er ekki þar
með sagt að vís-
indin svari öllum
spurningum mann-
kyns eða muni gera
það.
Ragnar Gunnarsson
Höfundur er fram-
kvæmdastjóri Kristniboðs-
sambandsins og ritstjóri
Bjarma.
Passið ykkur að gera ekki vit-
leysu þá sem stefnir í. Ég hef
á langri ævi ferðast mikið um
landið okkar og á bágt með að
skilja hvernig nokkrum dett-
ur í hug að koma upp ein-
hverjum tollskýlum víðsvegar
um landið. Hugsið ykkur nið-
urlæginguna! Hitt er svo mál-
ið að landinu þarf að sinna
vegna ágangs ferðamanna.
Ég tel að enginn telji eftir að
leggja í það púkk. Það getur
hver skattborgari séð af tvö
þúsund króna viðbótargjaldi
til varnar landinu. Þeir sem
flytja fólk til landsins gætu
líka greitt viðbótargjald.
Þetta myndi leysa málið, við
viljum engar varðstöðvar til
að stimpla passa á Þingvöllum
eða öðrum þeim stöðum sem
eftirsóttir eru. Þetta er landið
okkar, höldum því hreinu af
svona óværu. Gleðilegt ár.
Unnur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Náttúrupassi
Náttúrupassinn Ekki eru allir á einu máli um þennan passa.
✝ Eggert ÞórBernharðsson,
sagnfræðingur, rit-
höfundur og menn-
ingarmiðlari, fædd-
ist í Reykjavík 2.
júní 1958. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 31. des-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Guðrún Guð-
jónsdóttir og Bern-
harður Guðmundsson, kjötiðn-
aðarmaður og þingvörður.
Guðrún fæddist á Hvammstanga
19. maí 1928 og er elsta dóttir
Guðjóns Hafsteins Guðnasonar
tollvarðar, f. 8. desember 1896,
d. 3. júlí 1980, og Laufeyjar
Klöru Eggertsdóttur, f. 8. mars
1902, d. 21. apríl 1992. Bern-
harður fæddist í Reykjavík 17.
október 1930 og lést 5. október
2006. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Júlíus Júlíusson, f. 13.
ágúst 1900, d. 18. mars 1986, og
Jarþrúður Bernharðsdóttir, f.
25. febrúar 1900, d. 1. maí 1988.
Bernharður og Guðrún gengu í
hjónaband árið 1949. Eldri synir
bankans, og var prófessor í sömu
grein síðan 2009. Hann skrifaði
fjölda greina um sagnfræðileg
efni, flutti fyrirlestra og erindi,
setti upp sýningar og tók að sér
ýmis önnur störf sem tengjast
sagnfræði og miðlun á menningu
á einn eða annan hátt. Hann
sinnti einkum rannsóknum á nú-
tímasögu Reykjavíkur og er
meðal annars höfundur þriggja
stórvirkja um höfuðborgina, sem
öll hlutu tilnefningar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna: Saga
Reykjavíkur 1940-1990 (1998),
Undir bárujárnsboga. Braggalíf
í Reykjavík 1940-1970 (2000) og
Sveitin í sálinni. Búskapur í
Reykjavík og myndun borgar
(2014), sem kom út fyrir síðustu
jól.
Árið 1981 kvæntist Eggert
skáld- og fræðikonunni Þórunni
Erlu Valdimarsdóttur, f. 25.
ágúst 1954, og saman eignuðust
þau synina Gunnar Theodór,
bókmenntafræðing og rithöf-
und, f. 9. janúar 1982, og Valdi-
mar Ágúst, háskólanema, f. 9.
ágúst 1992. Gunnar er kvæntur
Yrsu Þöll Gylfadóttur, bók-
menntafræðingi og rithöfundi, f.
25. ágúst 1982, og saman eiga
þau þriggja ára dóttur, Þórhildi
Elínu, f. 27. september 2011.
Útför Eggerts Þórs verður
gerð frá Hallgrímskirkju í dag,
13. janúar 2015, kl. 13.
þeirra eru Guðjón
Hafsteinn Bern-
harðsson kerf-
isfræðingur, f. 18.
febrúar 1949, og
Guðmundur Júlíus
Bernharðsson smið-
ur, f. 9. maí 1951.
Guðrún giftist
seinni manni sínum,
Gunnari Giss-
urarsyni, f. 16.
ágúst 1924, d. 11.
október 1993, þegar Eggert var
tíu ára og gekk hann honum í
föðurstað.
Eggert lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund 1978
og útskrifaðist frá heim-
spekideild Háskóla Íslands í júní
1983 með BA-próf í sagnfræði og
stjórnmálafræði sem aukagrein.
Í febrúar 1992 lauk hann cand.
mag.-prófi í sagnfræði frá sama
skóla. Eggert var stundakennari
í sagnfræði við Háskóla Íslands
frá hausti 1987, fastráðinn frá
1993. Haustið 2006 varð Eggert
Þór dósent í Hagnýtri menning-
armiðlun, deild sem hann setti
sjálfur á fót með aðstoð Lands-
Ótímabært fráfall svila míns,
Eggerts Þórs Bernharðssonar,
sagnfræðings og prófessors, kom
öllum aðstandendum og vinum í
opna skjöldu. Svo ótrúlegt að
maður á besta aldri og í fullu fjöri
skyldi hverfa svo skyndilega af
sjónarsviðinu. Hann var nýbúinn
að koma frá sér miklu ritverki
sem náði miklum vinsældum og
var meðal söluhæstu ritverka í lok
ársins. Eggert hafði öðlast miklar
vinsældir meðal nemenda í sagn-
fræði og hagnýtri menningar-
miðlun í Háskóla Íslands þar sem
hann hafði stundað kennslu um
áraraðir. Hann var dagfarsprúður
maður og gumaði ekki af verkum
sínum þótt ástæða hefði verið til
en var hins vegar ófeiminn við að
sinna fjölmiðlum þegar hann var
að útskýra sagnfræðina eða verk
sín. Áheyrandinn fékk strax
áhuga á viðfangsefninu þar sem
Eggert hafði bersýnilega geisl-
andi áhuga sjálfur á því sem um
var fjallað og náði að koma efninu
vel frá sér á máli sem auðvelt var
að skilja. Að baki þessu var að
sjálfsögðu mikil fróðleiksfýsn
Eggerts sem lýsti sér vel í einka-
viðtölum en hann var ætíð tilbú-
inn að hlusta á viðmælandann og
jós ekki yfir hann sínum skoðun-
um. Eggert var hafsjór af fróðleik
enda vel lesinn og fræðimaður
fram í fingurgóma, hafði nýtt
heilasellurnar vel eða það fannst
að minnsta kosti mér sem gat ekki
státað af slíku. Það er mikil eft-
irsjá að Eggerti en okkar kynni
stóðu í áratugi og hvergi bar
skugga á. Kvæntir systrum úr
stórum systkinahópi þar sem oft
gekk mikið á en við Eggert héld-
um okkur nokkuð til hlés í þeim
fyrirgangi og kom það ekki að
sök.
Eggert var mikill öðlingur og
góð fyrirmynd sona sinna sem
fengu gott uppeldi og handleiðslu
frá honum. Guðrúnu móður sinni
sinnti hann af alúð og kostgæfni
svo eftir var tekið og sár er henn-
ar missir. Hann var mikilvægur
stuðningur Þórunni eiginkonu
sinni í hennar skrifum og hefur
sjálfsagt lagt margt gott til mál-
anna en hélt engu að síður sínu
striki varðandi fræðimennsku og
kennslu. Samhugur, samheldni og
ástúð einkenndu Eggert, Þórunni
og fjölskyldu og votta ég þeim
Þórunni, Gunnari Þór, Valdimar,
Guðrúnu og allri fjölskyldunni
samúð mína á þessum erfiða tíma.
Páll Arnór Pálsson.
Rétt fyrir jól rakst ég á Eggert
í Súfistanum á Laugavegi þar sem
hann átti stund milli stríða en var
annars á harðahlaupum að kynna
Sveitina í sálinni sem varð met-
sölubók í nýliðnu jólabókaflóði.
Ég varð glaður að sjá Eggert eins
og jafnan og við settumst niður og
ræddum bókmenntir. Velgengni
Eggerts var mikil einmitt á því
augnabliki sem hann kvaddi
svona snögglega. Óhætt er að
segja að í kaffispjalli okkar hafi
hann leikið á als oddi eins og
endranær.
Fyrst sá ég Eggert í Árnagarði
fyrir aldarfjórðungi. Þá var hann
ungur og snaggaralegur stunda-
kennari, svartklæddur frá toppi
til táar og þekktur fyrir að vekja
nýnemum í sagnfræði ugg enda
þótti hann kröfuharður og svolítið
skuggalegur. Við nánari kynni
reyndist hann blaðskellandi ljúf-
menni sem ævinlega var gaman
að rekast á, hreinn og beinn og
ávallt fullur áhuga.
Eggert var eldsál. Starf hans
einkenndist af fölskvalausri gleði
og brennandi forvitni og hann var
ófeiminn að ræða það. Einstakt
lag hafði hann á að velja sér
áhugaverð viðfangsefni og gæða
þau þvílíku lífi að ófáum kaffitíma
var vel varið í að heyra Eggert
segja frá nýjustu rannsóknum
sínum og þótti mér jafn gaman að
hlusta á og honum að segja frá.
Áhugi hans var smitandi og við-
fangsefnin fjöldamörg en hvert
öðru forvitnilegra. Margir munu
sakna allra hans óskrifuðu bóka.
Hann var alla tíð fullur áhuga á
því samtali sem sagnfræðin gæti
átt við almenning. Lesendur og
áheyrendur voru hans ær og kýr
og menningarmiðlun ekki aðeins
starf hans heldur hugsjón. Í þeirri
hugsjón lifði hann innihaldsríku
lífi, á ferð og flugi, með myndavél-
ina á lofti, iðulega skellihlæjandi
að lífsins skondnu hliðum.
Þó að Eggert hafi kvatt of
snemma er ekki hægt að hugsa til
hans með harm í huga. Til þess
var hann of jákvæður og gefandi.
Ég vona að hann hafi skynjað það
sem mig langar mest til að segja
við hann núna: Takk fyrir mig,
Eggert.
Ármann Jakobsson.
Eggert Þór Bernharðsson
sagnfræðingur og vinur minn er
látinn, langt fyrir aldur fram.
Ég minnist foringja stúdenta á
níunda áratug 20. aldar í heim-
spekideild Háskóla Íslands. Ég
minnist hugmyndaríks mála-
fylgjumanns sem hratt í fram-
kvæmd hverju verkefninu af öðru
í félagsstarfi stúdenta og síðar
sagnfræðinga. Ég minnist kenn-
ara sem náði að heilla og hrífa
nemendur sína í hverri kennslu-
stund. Ég minnist manns sem
virtist búa yfir óhemju mikilli
orku. Ég minnist háskólakennara
sem lifði sig inn í viðfangsefni sín
af öllu hjarta og hafði smitandi
áhrif á samferðamenn sína. Ég
minnist ósérhlífins manns sem
lagði á sig mikla aukavinnu til að
sinna starfi sínu af kostgæfni. Ég
minnist manns sem var í aðra
röndina hrókur alls fagnaðar en í
hina alvörugefinn og íhugull vís-
indamaður. Ég minnist manns
sem dáðist að afrekum eiginkonu
sinnar og atgervi. Ég minnist
manns sem hélt fast utan um syni
sína og fylgdi þeim eftir við hvert
fótmál – hafði vakandi auga með
velferð þeirra. Ég minnist umtals-
fróms manns sem aldrei fór í
manngreinarálit. Ég minnist vin-
ar í raun.
Ég votta móður Eggerts Þórs,
eiginkonu, sonum og þeirra fjöl-
skyldum mína dýpstu samúð. Ég
sakna vinar í stað, manns sem
hafði mikil áhrif á líf mitt og lífs-
viðhorf.
Sigurður Gylfi Magnússon.
Það var gott að eiga Eggert að
vini. Aldrei hef ég skynjað sterkar
en nú hve mikils virði vináttan er í
lífi manns.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
haustið 1979 í sagnfræðinámi við
Háskóla Íslands. Um vorið
hleyptum við af stokkunum tíma-
riti sagnfræðinema. Nokkrum ár-
um síðar ferðuðumst við saman
suður til Stuttgart í Þýskalandi og
sátum þar heimsþing sagnfræð-
inga. Minningar – þær eru svo
margar. Nú eru mér efstar í huga
góðar stundir frá síðustu vikunum
í lífi Eggerts og hve ánægjulegt
var að fagna með honum nýrri og
glæsilegri bók hans, sannkölluðu
stórvirki. Hann afrekaði margt,
var skarpgreindur og frjór í hugs-
un, atorkusamur og ósérhlífinn.
Eggert var sálin í hópi sem
hittist á laugardagsmorgnum, lék
fótbolta og spjallaði yfir kaffi-
bolla. Þar var hann oft í essinu
sínu enda glaðlyndur og mjög
skemmtilegur, hláturinn svo smit-
andi að maður gat ekki annað en
hlegið líka.
Ég syrgi kæran vin en er um
leið þakklátur fyrir að hafa
kynnst slíkum manni sem Eggert
Þór Bernharðsson var.
Gunnar Þór Bjarnason.
Frá 17 ára aldri hefur Eddi
verið hluti af sjálfum mér. Við
kynntumst í 2. bekk stærðfræði-
deildar Menntaskólans við Sund
haustið 1975. Ég hafði skipt um
bekk frá 1. bekk, á móti mér tók
góður hópur og þar var Eddi.
Eggert Þór
Bernharðsson
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í
landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir
öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðsló-
góinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið-
urinn „Senda inn grein“ er valinn.