Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
48
RAMMA
STÆRSTA OPNUNARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI!
E.F.I -MBL
www.laugarasbio.isSími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS
- bara lúxus
AF ÓSKILAHUNDI
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Sagt er að hláturinn lengi lífið og í
því ljósi má reikna með að áhorf-
endur hafi lengt líf sitt allnokkuð
þegar hljómsveitin Hundur í óskil-
um tróð upp á Nýja sviði Borgar-
leikhússins sl. föstudag með sjón-
tónleika sína Öldin okkar. Verkið
var upphaflega sýnt í Samkomu-
húsinu á Akureyri í samstarfi við
Leikfélag Akureyrar í október sl.
en ráðgert er að sýna það a.m.k.
næstu þrjár helgar sunnan heiða.
Félagarnir Eiríkur Steph-
ensen og Hjörleifur Hjartarson sem
eru hljómsveitin Hundur í óskilum
setja þetta nýja leik- og tónverk
upp í tilefni af 20 ára afmæli sveit-
arinnar og taka hér upp þráðinn
þar sem frá var horfið í yfirreið
sinni um Íslandssöguna. Í stað þess
að fara yfir atburði nokkurra alda
líkt og í verðlaunasýningunni Saga
þjóðar, sem sýnd var við góðar við-
tökur á árunum 2012 og 2013, er
hér horft til atburða frá aldamótum
2000 fram á okkar dag. Og þar er
svo sannarlega af nógu af taka.
Engum hlíft
Í upphafi kynna þeir félagar
sýningu sína með þeim orðum að til
hafi staðið að vera með megastórt
„sjóv“ en þeir hafi hreinlega ekki
haft efni á að leigja sér sinfóníu-
hljómsveit, 20 dansmeyjar og vera
með flott búningaskipti eftir að
Hundur í óskilum Group fór á haus-
inn eftir að hafa tekið þátt í útrás-
inni og m.a. verið fyrst íslenskra
sveita til að troða upp í Royal Al-
bert Hall. Í staðinn eru þeir mættir
á sviðið í einföldum spariklæðnaði
með mörg og fjölbreytt hljóðfæri
sín, sviðssjarma og húmorinn að
vopni. Undir styrkri stjórn Ágústu
Skúladóttur leikstjóra fara þeir yf-
ir ris og fall fjármálakerfisins,
búsáhaldabyltinguna, umdeildar
ákvarðanir eins og byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar, hvalveiðar,
Kristnitökuhátíðina, flutning Kei-
kós til Íslands, komu skákmeist-
arans Bobbys Fischer og ýmsar
áberandi byggingar eins og Menn-
ingarhúsið Hof sem þeir kalla „stal-
íntertu“ og tónlistarhúsið Hörpu
sem þeim finnst eins og „biluð
diskóbrauðrist“.
Þeir hlífa engum, hvort heldur
það eru stjórmálamenn eða útrás-
arvíkingar, og allra síst sjálfum
sér. Allt er þetta borið á borð með
gleðibrosi á vör í anda trúðsins sem
gerði undirliggjandi ádeilu mun
áhrifameiri fyrir vikið. Úr verk-
færaboxi trúðsins kom líka endur-
tekningin sem virkaði sérdeilis vel
og batt sýninguna iðulega mjög
skemmtilega saman.
Áhorfendur skemmtu sér kon-
unglega yfir upprifjun þeirra fé-
laga á því fjármálasukki sem hér
hefur ríkt, óhóflegri bjartsýni land-
ans á ýmsum sviðum og fárán-
legum mótsögnum í orði og gjörð-
um landsmanna. Að mati
undirritaðrar hefði að ósekju mátt
stilla neðanbeltishúmornum aðeins
í hóf, sérstaklega fyrir hlé, en þess
ber að geta að salurinn var aug-
ljóslega ekki sammála þeirri skoð-
un og hló innilega.
Mikil leikgleði
Leikmynd Axels Hallkels Jó-
hannessonar samanstendur af
vörubrettum sem komið hefur ver-
ið fyrir með haganlegum hætti
þannig að þau minna m.a. á háhýsi
og mynda líka svið með tröppum,
auk þess sem brettin nýtast vel til
að geyma hin mörgu hljóðfæri
hljómsveitarinnar. Fjórir litlir
byggingarkranar setja sterkan
svip á umhverfið og ekki skemmir
fyrir að Eiríkur leikur á einn
þeirra með skemmtilegum hætti.
Lýsing Björns Bergsteins Guð-
mundssonar þjónaði sýningunni vel
og kom skemmtilega á óvart undir
lokin.
Hjörleifur og Eiríkur keyra
sýninguna áfram af miklum krafti
og leikgleði þannig að tveggja
klukkustunda sýning þýtur hjá
nánast á augabragði. Hjörleifur er
uppistandari af guðs náð, enda hef-
ur hann gott vald á tímasetningum
auk þess að vera frábær eftir-
herma, eins og sést best undir lok
sýningar þegar hann dregur boð-
skap verksins saman með því að
rifja upp þekkt barnaleikrit í gervi
eins ástælasta leikara þjóðarinnar.
Eiríkur fór á kostum í laginu
„Háska-þroska-miska-raska-rof“
þegar hann datt út úr spilamennsk-
unni og gleymdi sér við að ýmist
telja áhorfendur eða vinka þeim.
Einnig var hann þrælskemmtilegur
í fyrirlestri um fjármál sem fluttur
var í anda bandaríska rapparans 50
Cent, sem skemmti sem kunnugt er
gestum í fertugsafmæli Björgólfs
Thors á Jamaíka árið 2007.
Ótakmörkuð hugmyndaauðgi
Einn af hápunktum kvöldsins
var flutningur þeirra á eftirmælum
sömdum í þulustíl. Líkt og áður eru
textarnir, sem byggjast á rími og
réttri stuðlasetningu, í aðal-
hlutverki hjá þeim félögum. Iðu-
lega tekst þeim Hjörleifi og Eiríki
að koma áhorfendum sínum á óvart
með því að tengja saman ólíkleg-
ustu hluti eins og t.d. þegar lagið
„Bohemian Rhapsody“ er flutt í
danskri þýðingu á melódiku, rafgít-
ar og trompet eða þegar lagið
„Manchester, England, England“
úr söngleiknum Hárinu hljómar á
íslensku sem „Keflavík, Njarðvík,
Hafnir“. Auk þess var óborganlegt
að heyra flutning þeirra og túlkun
á 26. grein stjórnarskrárinnar.
Hugmyndaauðgi þeirra félaga
virðist engin takmörk sett eins og
birtist best í þeim hugvitssamlegu
hljóðfærum sem þeir hafa smíðað
gegnum tíðina, en hljóðfærunum
fjölgar enn í nýju sýningunni. Öldin
okkar er sýning sem enginn ætti að
missa af sem langar að hlæja dátt
heila kvöldstund.
Óborganleg skemmtun
» Öldin okkar ersýning sem enginn
ætti að missa af sem
langar að hlæja dátt
heila kvöldstund.
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Gleðibros „Allt er þetta borið á borð með gleðibrosi á vör í anda trúðsins sem gerði undirliggjandi ádeilu mun
áhrifameiri fyrir vikið“ segir m.a. um sjóntónleik þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Eiríks G. Stephensen.
Hasarmyndin Taken 3 með Liam
Neeson í aðalhlutverki er sú kvik-
mynd í bíóhúsum landsins sem skil-
aði mestum miðasölutekjum yfir
helgina. Henni tókst þar með að
skáka Hobbitanum: Bardagi herj-
anna fimm úr toppsætinu. Á sl.
þremur vikum hafa tæplega 93 þús-
und manns séð lokahluta þríleiksins
um Hobbitann.
Ein önnur ný mynd ratar inn á topp
tíu listann þessa vikuna og það er
njósnamyndin A Most Wanted Man
þar sem Philip Seymour Hoffman
heitinn fer með aðalhlutverkið.
Hungurleikarnir eru sem fyrr vin-
sælir en alls hafa rúmlega 35 þús-
und manns séð Hunger Games:
Mokingjay Part 1 sem byggist á
fyrri hluta þriðju bókarinnar.
Bíóaðsókn helgarinnar
Bíólistinn 9.-11. janúar 2015
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Taken 3
Hobbit: The Battle of the five Armies
Big Hero 6
Unbroken
Night at the Museum 3
Horrible Bosses 2
Penguins of Madagascar
A Most Wanted Man
Love, Rosie
Hunger Games: Mockingjay Part 1
Ný
1
2
3
4
5
7
Ný
6
8
1
3
5
2
4
4
8
1
3
8
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Hobbitanum skákað