Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is Hollar vörur úr náttúrunni í hæsta gæðaflokki Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Bylgja hrottafenginna árása reið yfir Nígeríu um síðastliðna helgi. Alls lét- ust tuttugu og þrír í þremur aðskild- um árásum í fylkjunum Borno og Yobe í norðausturhluta landsins. Enginn hefur lýst voðaverkunum á hendur sér en færst hefur í aukana að hryðjuverkasamtökin Boko Ha- ram noti konur og ungar stúlkur í sjálfsvígsárásir. Tíu ára stúlka sprengd Í fyrri árásinni hafði sprengjubelti verið komið fyrir á stúlku, sem talið er að hafi verið um tíu ára gömul, og henni vísað á fjölfarinn stað. Svo virðist sem fjarstýrður búnaður hafi verið notaður til að virkja sprengju- beltið með þeim afleiðingum að nítján manns létu lífið og enn fleiri særðust. Vitni að atburðinum segja að líkami stúlkunnar hafi farið í tvennt við sprenginguna og telja þau hana ekki hafa vitað hvað væri fest við líkama hennar. Í síðari árásinni voru það tvær konur, önnur talin vera fimmtán ára og hin tuttugu og þriggja ára, sem báru sprengjubelti inn á fjölsóttan markað í bænum Pot- iskum og urðu þar fjórum að bana. Svo virðist sem sömu aðferð hafi ver- ið beitt en eftir að fyrra sprengju- beltið hafði sprungið reyndi konan sem bar það síðara að flýja með litlum árangri. Um tvö þúsund drepin Þar að auki sprakk bílsprengja skömmu síðar í sama bæ með þeim afleiðingum að tveir létust en árás- irnar koma aðeins rúmri viku eftir eina mannskæðustu árás Boko Ha- ram frá því uppreisn þeirra hófst árið 2009. Liðsmenn samtakanna réðust þá á bæinn Baga í norðausturhluta landsins en talið er að allt að tvö þús- und manns hafi verið drepin þar. Ógrynni líka, of mörg til að telja að sögn sjónvarvotta, liggja enn á víð og dreif um bæinn. Flestir hinna myrtu eru börn, konur og eldra fólk, sem gat ekki hlaupið nógu hratt undan skothríð hryðjuverkamannanna. Tal- ið er að samtökin, sem berjast fyrir því að stofnað verði múslímskt bók- stafstrúarríki í norðurhluta Nígeríu, hafi auk þess ráðist inn í sextán þorp í nágrenni Baga í vikunni og valdið þar dauða og eyðileggingu. Frá því uppreisn Boko Haram hófst er talið að þrettán þúsund manns hafi verið drepin. Nígeríski herinn hefur legið undir miklu ámæli fyrir vanmátt sinn gegn hryðjuverka- samtökunum en hermennirnir hafa margir hverjir neitað að berjast sök- um þess hversu illa búnir þeir eru gegn þungvopnuðum hryðjuverka- mönnunum. Þá hafa vestræn ríki ver- ið gagnrýnd af heimamönnum fyrir það hversu lítinn stuðning þau hafa sýnt í baráttunni gegn Boko Haram. Nota stúlkur til hryðjuverka  Þrjár sprengjuárásir aðeins viku eftir eina af blóðugustu árásum Boko Haram  Þrettán þúsund hafa verið drepin síðan uppreisn samtakanna hófst árið 2009 AFP Særður Bæjarbúar flýta sér með særðan mann á sjúkrahús í bænum Potiskum í norðausturhluta Nígeríu um helgina. Sænska öryggislögreglan, SÄPO, hefur á síðustu árum afstýrt tveimur hryðjuverkaárásum að sögn yfirmanns SÄPO, Anders Thornberg. Þetta er meðal þess sem kom fram í samtali hans við sænska fjölmiðla en Thornberg segir þó mikilvægt að óttast ekki að slíkar tilraunir verði gerðar áfram á næstu árum. Samkvæmt upplýsingum frá sænsku öryggis- lögreglunni hafa allt að þrjú hundruð Svíar farið til þess að taka þátt í átökum í Sýrlandi og víðar. Þar af eru hundrað og þrjátíu þeirra þekktir hjá SÄPO. Í dag er fylgst með um áttatíu manns í Svíþjóð sem hugsanlega eru taldir tengjast hryðjuverka- samtökum. Þúsundir Svía söfnuðust saman víða í Svíþjóð um helgina til þess að sýna Frökkum sam- stöðu eftir voða- verkin sem unn- in voru í París í síðustu viku þar sem sautján manns létu lífið. Þess má geta að forsætisráðherra Svíþjóðar, Stef- an Löfven, tók þátt í samstöðu- fundinum í París á sunnudaginn líkt og fjölmargir aðrir þjóðar- leiðtogar, þar á meðal forsætis- ráðherrar allra landa á Norður- löndum fyrir utan Ísland. davidmar@mbl.is Hryðjuverkum afstýrt í Svíþjóð  Segir fylgst með áttatíu Svíum Stefan Löfven Samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafa farið batnandi undanfarna mánuði en kúbverskir ráðamenn hafa nú látið lausa alla þá fimmtíu og þrjá fanga sem þeir höfðu lofað bandarískum yfirvöldum að sleppa úr haldi. Raúl Castro, forseti Kúbu, tók við embættinu árið 2006 af bróð- ur sínum, Fidel Castro, sem sagði af sér vegna slæmrar heilsu. Alan Gross er einn þeirra Banda- ríkjamanna sem sleppt var úr haldi en hann hlaut fimmtán ára dóm á Kúbu árið 2011 fyrir að dreifa fjar- skiptabúnaði meðal gyðinga er hann vann þar sem verktaki. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði frá því fyrir um mánuði að Bandaríkin myndu koma aftur á stjórnmála- sambandi við Kúbu eftir fimm ára- tuga hlé. Þá sagði hann að slakað yrði á viðskiptaþvingunum og að Bandaríkin myndu opna sendiráð í höfuðborg Kúbu, Havana. davidmar@mbl.is Fimmtíu og þrír fangar lausir úr haldi  Stjórnvöld á Kúbu stóðu við loforðið Frjáls Alan Gross er einn þeirra fanga er sátu í kúbversku fangelsi. AFP Bræðurnir Chér- if og Saïd Kou- achi, sem stóðu að hryðjuverka- árásinni á háðs- tímaritið Charlie Hebdo fyrir tæpri viku, ferð- uðust til Jemen í gegnum Óman árið 2011 og hlutu þar vopna- þjálfun á eyðurmerkursvæði þar sem samtökin AQAP, einn skæðasti undirhópur al-Kaída, hefur sterk ítök. Þetta staðfestu ráðamenn í Jemen fyrir skemmstu. Samtökin hafa staðið í miklu stríði við stjórnarherinn í Jemen að undanförnu auk þess sem dróna- árásir Bandaríkjamanna hafa sett strik í reikning þeirra. FRAKKLAND Bræðurnir hlutu þjálfun í Jemen Chérif Kouachi Forsætisráð- herra Frakk- lands, Manuel Valls, segir það hafið yfir allan vafa að árásar- mennirnir þrír í París hafi átt sér vitorðsmann og leit standi yfir að honum. Þá kveð- ur Valls það ljóst að Amedy Coulibaly, sem drap lög- reglukonu í París á fimmtudag og fjóra gyðinga í matvöruverslun á föstudag, hafi fengið utanaðkom- andi aðstoð. Öryggisgæsla hefur því verið hert til muna og verða um það bil tíu þúsund hermenn kallaðir út til þess að sinna öryggisgæslu á við- kvæmum stöðum í Frakklandi að sögn varnarmálaráðherra Frakk- lands, Jean-Yves Le Drian. Öryggi hert og vit- orðsmanns leitað Manuel Valls Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson er ekki eini þjóðarleiðtoginn sem gagnrýndur hefur verið fyrir að þekkjast ekki boð Frakka um þátttöku í sam- stöðugöngu sem haldin var í París á sunnudaginn. Hvorki Barack Obama Bandaríkjaforseti, Joe Bi- den varaforseti né John Kerry utanríkisráðherra mættu í gönguna og hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum fengið sinn skerf af gagnrýni á samskiptamiðlum. Kerry hefur tjáð sig um málið en hann gefur lítið fyrir umfjöllunina og segir hann Bandaríkin hafa boðið fram aðstoð, t.a.m. leyniþjónustu. Obama gagnrýndur fyrir að mæta ekki Barack Obama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.