Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 11
Heildarmyndin alltaf óaðfinnanleg Svart, hvítt og grátt eru í uppáhaldi hjá frú Underwood, en í þriðju syrpu
koma vínrautt, lillablátt og fleiri mjúkir litir meira til sögunnar fyrir tilstilli nýja stílistans, Kemal Harris.
eftirlætisorð í samhenginu og hún
hafi auk þess ekki verið tilbúin að
gefa neitt eftir. Þær Wright og Harr-
is sammæltust um að fatnaðurinn
drægi dám af fimmta áratug liðinnar
aldar. Til þess að líta í anda liðna tíð
horfðu þær á bíómyndirnar Möltu-
fálkann (The Maltese Falcon) með
Humphrey Bogart og Mary Astor frá
1941 og Eitt rif úr mannsins síðu
(Adam’s Rib) með Spencer Tracy og
Katherine Hepburn frá 1949. „Svo
mýktum við upp ásýndina með pífu-
blússum en héldum okkur við
þröngu, klæðskerasaumuðu pilsin og
hálferma-skyrturnar.“
Innblástur og hönnuðir
Að öðru leyti kveðst Harris hafa
sótt innblásturinn til leikkonunnar
Lauren Bacall, sem lést í fyrra, og
Carolyn Bassette-Kennedy. Haft var
eftir henni í Woman’s Wear Daily að
áhrif Jackie Kennedy í fyrri syrpum
hefðu vikið fyrir fatnaði í anda nú-
tímalegrar Díönu prinsessu. Af fata-
merkjum sem hlutu náð fyrir augum
Harris má nefna Ralph Lauren, Pro-
enza Schoulder, Alexander McQueen,
Michael Kors, Dolce & Cabbana, Al-
tuzurra, Derek Lam og Max Mara.
Aðeins þriðjungur flíkanna er sérsau-
maður, hinar voru keyptar tilbúnar af
framleiðendum og síðan sniðnar til
eða breytt samkvæmt vaxtarlagi for-
setafrúarinnar. Sjálf hannaði Harris
nokkrar lykilflíkur, til dæmis lillabláa
kjólinn sem Underwood skrýddist við
forsetainnsetninguna og þann vín-
rauða í atriðinu um borð í forseta-
flugvélinni.
Athygli vakti að támjóu Lous Vu-
itton skórnir höfðu vikið fyrir háhæl-
uðum Prada skóm með rúnnaðri tá.
Ballkjóll á milljón
Af öllum glæsiflíkunum hafa þó
trúlega flestir hrifist hvað mest af
dragsíða silfurlitaða silki-samkvæm-
iskjólnum frá Ralph Lauren sem Un-
derwood klæddist í veislunni til heið-
urs Petrov forseta. Meira að segja
Petrov gat ekki leynt aðdáun sinni.
Kjóllinn er sagður hafa kostað tæpa
milljón íslenskra króna.
Í þessari þriðju syrpu birtist
Claire Underwood í sextíu mismun-
andi fatasamsetningum, sem allar eru
pældar út í þaula að meðtöldu skart-
inu. Claire er naumhyggjumanneskja
þegar kemur að skartgripum, alla
jafna aðeins með giftingahring, smá-
gerða demantseyrnalokka og Cartier
Tank Louis úr með brúnni leðuról.
Hún gerði reyndar undantekningu og
skreytti sig með fíngerðri perlufesti
þegar tekin var opinber mynd af for-
setahjónunum.
Þegar Harris var spurð hvaða
tískuráð hún vildi gefa Hillary Clint-
on, forsetaframbjóðanda Bandaríkj-
anna, svaraði hún einfaldlega: „Engin.
Ég vil bara að hún breyti heiminum.“
Opinber ljósmynd Forsetahjónin, Frank og Claire Underwood, nýkomin til
valda í Hvíta húsinu, stilla sér upp fyrir opinbera myndatöku.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Klausturbleikja
Heitur matur
í hádeginu
Stór pillaður humar
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim
Glænýr
rauðmagi
Nýlöguð
humarsúpa
Að vera frú Sean Penn kostaði
Robin Wright bæði starf og
frama í tvo áratugi.
Hún fæddist í Dallas í Texas
1966, en ólst upp í Suður-
Kaliforníu. Eftir fyrirsætustörf í
Evrópu landaði hún nokkrum
hlutverkum í bandarískum
sápuóperum. Nokkru síðar
hafnaði hún hlutverki Marian á
móti Kevin Costner í Hróa Hetti
af því hún hafði kynnst Sean
Penn og var ófrísk að fyrra
barni þeirra. Þau gengu í hjóna-
band 1996 og fjölskyldan flutt-
ist í úthverfi Los Angeles þar
sem Wright helgaði sig að
mestu búi og börnum. Þau Sean
skildu nokkrum sinnum og tóku
saman aftur, en fengu lög-
skilnað 2009. Hún hafði næst-
um afþakkað hlutverk Claire
Underwood af því hana langaði
ekki að leika í sjónvarpi, en gaf
eftir þegar framleiðandinn
sagði að hún yrði lafði Macbeth
og Kevin Spacey Richard III.
Með endurkomu sinni í sviðs-
ljósið sem forsetafrú Bandaríkj-
anna þykir hún hafa skapað
nýja ímynd í bandarísku sjón-
varpi; meinfýsnustu, kaldrifjuð-
ustu og útssmognustu ofurtæfu
allra tíma.
Þriðja syrpa Spilaborgar er
sögð sú síðasta, en aðdáendur
trúa því staðfastlega að a.m.k.
ein syrpa verði framleidd til við-
bótar, enda verði þættirnir þá
jafnmargir spilunum; 13 í hverri
syrpu og fjórum sinnum þrettán
eru 52!
Robin Wright
LEIKKONAN