Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Ádögunum varð Megas sjö-tugur. Þá kom út þessiforvitnilega bók ÓttarsGuðmundssonar læknis,
frænda hans, sem segist í formála
hafa notið þeirra forréttinda að
„vera vinur Megasar og [hafa] feng-
ið betri innsýn í lokaðan heim hans
en flestir aðrir“.
Óttar segir að Viðrini veit ég mig
vera sé „lausleg endurminningabók“
sín um ævi og verk Megasar. Hann
slær líka varnagla,
varar við því að
ómögulegt sé að
gera því flókna
fyrirbæri sem verk
og lífshlaup skálds-
ins eru full skil í
bók sem þessari, til
þess „þyrfti sér-
fræðinga á mörgum
sviðum, bók-
menntum, tónlist, myndlist og al-
mennum menningarfræðum“. En
hann ræðst engu að síður í verkið, í
skjóli þekkingar sinnar á viðfangs-
efninu og þess að vera „sérfróður
um persónuleika og persónusögu
fólks og áhugamaður um fagrar list-
ir“.
Að mörgu leyti er þetta sér-
kennileg bók, í bland ævisaga, per-
sónugreining, textarýni, viðtöl – en
Megas er líka óvenjulegur maður og
því komst þessi lesari fljótlega á þá
skoðun að óvenjuleg samsetningin
væri vel við hæfi. Lagt er upp með
að skoða hvernig dauðasyndirnar
sjö birtast í verkum Megasar.
„Mörg verka hans fjalla að meira
eða minna leyti um mannlegan
breyskleika og endurtekna ósigra
mannsins fyrir eigin hugrenningum
og veikleikum,“ skrifar Óttar og
bætir við að Megas hafi í verkunum
leitað að einhverjum tilgangi, í leit
sem „hefur oftar en ekki leitt hann
ofan í svörtustu myrkur dulvitund-
arinnar…“
Eftir að hafa upplýst lesendur um
tengsl þeirra Megasar með ætt-
artré, þar sem Halldór Laxness og
Böðvar Guðmundsson sitja á nálæg-
um greinum, fjallar Óttar um upp-
vöxt Megasar, áhugamál, áhrifa-
valda og skólagöngu. Sumt af því er
kunnuglegt úr skrifum Megasar
sjálfs en frásögnin er alltaf áhuga-
verð og upplýsandi, og er fleyguð
bókina í gegn með bútum úr við-
tölum höfundar við viðfangsefnið.
„Strax á menntaskólaárunum
hófst sukkið sem átti eftir að fylgja
Magnúsi,“ segir í kaflanum „Sukk“
og sá þráður er áberandi í fléttunni;
neyslan sem einkenndi fyrsta hluta
sköpunartímabils Megasar, þegar
hann sendi frá sér nokkrar af sínum
dáðustu plötum, verk sem höfundur
bókarinnar hampar mest. Þá kemur
tímabil edrúmensku en svo fallið í
Taílandi.
Óttar fer þá leið að þræða sig eft-
ir verkum Megasar í réttri tímaröð,
hann greinir frá sköpunarsögum
allra hljómplatnanna, segir frá inni-
haldi textanna og greinir þá – sú
greining er oft stórskemmtileg og
upplýsandi, og birtir síðan hugleið-
ingar um verkið. Eins og læknir
sem tekur saman greiningu sína á
veikindum og meðhöndlun sjúklings
eftir stofugang. Hann segir að eftir
að Megas hafi farið illa með sig í
mikilli neyslu á áttunda áratugnum,
hafi hann farið í meðferð árið 1979
og Óttar segir þá edrúsögu eina
„þessara kraftaverkasagna sem
sagðar eru á AA-fundum og í út-
varpsþáttum um andleg málefni“
(107). Megas tók aftur til við neyslu
áfengis og annarra efna tólf árum
síðar og „nú varð ekki aftur snúið,“
skrifar höfundur, „Megas sagðist
hafa verið orðinn leiður á flatneskju
edrúlífsins og hann saknaði vím-
unnar […] Einhverjar kjaftasögur
kviknuðu til lífs og fólk ræddi um
þennan snúning sem líf skáldsins
hafði tekið en hann kærði sig koll-
óttan um það“ (179).
En hvert sem ástandið er á skáld-
inu þá heldur það áfram að skrifa og
semja og Óttar rekur sig eftir verk-
unum, um leið og hann upplýsir um
aðstæður og aðbúnað Megasar, sem
oft á í glímu við lánardrottna og er
ekki alltaf sáttur við sölu verka og
móttökur. Vitnað er í dóma gagn-
rýnenda, sem fara sífellt batnandi
þegar á líður, þegar Magnúsi er lyft
á stall og fær heiðurslaun.
Athyglisvert er að sjá þessa sögu
alla í samhengi. Þetta er bók sem
gamlir aðdáendur Megasar lesa af
áhuga, rétt eins og þeir sem eru ný-
komnir til móts við heillandi heim
skáldsins geta gert sér til upplýs-
ingar. En Óttar er óvæginn við
frænda sinn, þetta er alls ekki tómt
skjall. Hann segir margt í textunum
valda heilabrotum og í samantekt
segir hann að í fyrsta hluta heildar-
verksins megi víða finna „perver-
sjónir og losta“ – og hefur þá dauða-
syndirnar í huga. Með Drögum að
sjálfsmorði hefjist myrkt tímabil í
kveðskap Megasar og tímabil þar á
eftir sé „djarfasta og lostafyllsta
tímabilið þar sem greddan leikur
stórt hlutverk. Allar þessar plötur
innihalda samkynhneigðar pælingar
og ástarljóð til karlmanna“. Í sam-
antekt um ljóðasafnið endar Óttar á
að segja „fegurstu ástarkvæði Meg-
asar [séu] ort til karlmanns. Engin
sambærileg kvæði til konu er að
finna í ljóðasafninu“ (307).
Í lokaorðum segir höfundur Meg-
as vera marga ólíka menn, og því
kynnist lesandi á áhugaverðan hátt,
enda „allir hluti af þeirri merkilegu
heild sem Megas er“ (314).
Mannlegir breysk-
leikar og ferill skálds
Ævisaga og textarýni
Viðrini veit ég mig vera – Megas og
dauðasyndirnar bbbmn
Eftir Óttar Guðmundsson.
Skrudda, 2015. 314 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn Óttar Guðmundsson
skrifar um ævi Megasar og sköpun.
Morgunblaðið/Einar Falur
Viðfangsefnið Lesandinn fær fyllri
mynd af Megasi og verkum hans.
Kór Lindakirkju heldur tónleika í
kirkjunni í kvöld kl. 20 og verður
söngvarinn Þór Breiðfjörð gestur
kórsins. Á efnisskránni verða gosp-
ellög og þá bæði lög af hljómplötu
kórsins, Fögnuði, og erlend, þekkt
gospellög. Þór mun syngja einsöng
í nokkrum þeirra auk þess að
syngja lög úr söngleikjunum Jesus
Christ Superstar og Vesalingunum.
Kórinn söng í tónleikauppfærslu á
Jesus Christ Superstar í Eldborg og
Hofi í byrjun mánaðar og söng Þór
hlutverk Júdasar.
Í Eldborg Kór Lindakirkju í tónleikauppfærslu á söngleiknum Jesus Christ Superstar.
Þór syngur með Kór Lindakirkju
Tríó danska
bassaleikarans
Richard And-
ersson leikur á
tónleikum djass-
klúbbsins Múlans
í Kaldalónssal
Hörpu í kvöld kl.
21. Auk Anders-
son eru í tríóinu
saxófónleikarinn
Óskar Guðjónsson og trommuleik-
arinn Matthías MD Hemstock. Tríó-
ið mun leika standarda í bland við
frumsamið efni. Anderson flutti til
Íslands sl. haust og hefur starfað
með fjölmörgum íslenskum djass-
leikurum. Í september sl. kom hann
á fót vikulegum djasskvöldum á
Hressó á sunnudagskvöldum þar
sem rjóminn af íslenskum djassleik-
urum hefur spilað.
Múlinn er samstarfsverkefni FÍH
og Jazzvakningar og heitir í höf-
uðið á Jóni Múla Árnasyni.
Tríó Andersons
leikur í Kaldalóni
Richard Anderson
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fim 23/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00
Fös 24/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 ATH kl
13
Sun 26/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00
Mið 29/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00
Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00
Sun 3/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00
Þri 5/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00
Mið 6/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00
Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00
Síðustu sýningar leikársins
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fim 21/5 kl. 20:00
Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Mið 22/4 kl. 20:00 Vestm. Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
í kvöld miðvikudag er sýning í Höllinni Vestmannaeyjum
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Hystory (Litla sviðið)
Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00
Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka.
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið)
Mið 22/4 kl. 20:00 frums. Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 17/5 kl. 20:00
Fim 23/4 kl. 20:00 2.k Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Fim 21/5 kl. 20:00
Sun 26/4 kl. 20:00 3.k. Lau 9/5 kl. 20:00
Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Sun 10/5 kl. 20:00
Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu
Kynfræðsla Pörupilta (Nýja sviðið)
Mán 27/4 kl. 10:00 Mán 27/4 kl. 13:00 Mið 29/4 kl. 10:00
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.