Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
F
orsetafrúr Bandaríkj-
anna hafa yfirleitt ekki
verið í sérstöku uppá-
haldi hjá tískurýnum
þar í landi eða annars
staðar. Ef horft er áratugi aftur í tím-
ann virðast aðeins tvær hafa getið sér
orð fyrir stíl og tískuvitund. Jackie
Kennedy á sjöunda áratug liðinnar
aldar og Michelle Obama á fyrsta og
öðrum áratug þessarar. Stór sólgler-
augu, litlir hattar og nettar chanel-
dragtir voru aðalsmerki Jackie. Þótt
Michelle þyki smart í tauinu og tísku-
rýnar falli á stundum í stafi yfir
klæðaburðinum er óneitanlega erfitt
að henda reiður á stílnum. Látum
„alls konar“ duga. Sá stíll fer henni
reyndar ljómandi vel.
Kannski hafa forsetafrúr Banda-
ríkjanna öðrum hnöppum að hneppa
en tískuhnöppum og lái þeim hver
sem vill. Ábyggilega Hillary Clinton
til dæmis. „Myndirðu spyrja karl
þessarar spurningar?“ svaraði hún
snefsin einhverju sinni þegar þátta-
stjórnandi spurði hver væri hennar
eftirlætis-fatahönnuður.
Eftirlætis fatahönnuður
Wright
Hvernig skyldi forsetafrúin,
Claire Underwood, bregðast við,
væri hún spurð? Vel mætti ímynda
sér hana halla höfðinu ofurlítið aftur
á bak, horfa ísköldum augum og með
vanþóknun niður á spyrilinn áður en
hún svaraði mjúkum rómi að honum
kæmi slíkt einfaldlega ekkert við. En
kannski ekki. Kannski hentaði henni
að svara greiðlega og beita um leið
persónutöfrum sínum eins og henni
er lagið. Raunveruleikinn er samt sá
að Claire Underwood svarar þessu
engu. Enda bara til í óraunveruleik-
anum (líklega eins gott), nánar til-
tekið í bandarísku sjónvarpsþátt-
unum Spilaborg, House of Cards, en
þriðja spyrpan er á dagskrá RÚV um
þessar mundir.
Spurningin er ekki í handritinu.
Hins vegar má gera því skóna að
eftirlætisfatahönnuður Robin
Wright, sem fer með hlutverk frú
Underwood, sé hennar eigin per-
sónulegi stílisti, Kemal Harris. Að
minnsta kosti var Harris fengin til að
taka við keflinu af Tom Broecker sem
var búningahönnuður í fyrstu og ann-
arri þáttaröðinni.
Lotuáhorf á klækjarefi
Þættirnir hverfast um valda-
brölt í Washington, pólitíska refskák
og klækjabrögð. Fremst í flokki í
aðdáunarverðri óskammfeilninni eru
hjónin Frank (Kevin Spacey) og
Claire Underwood, sem í þriðju syrp-
unni eru komin til valda í Hvíta hús-
inu. Þegar efnisveitan Netflix setti
alla þrettán þættina í loftið á einu
bretti bárust fregnir af því að margir
hefðu lagst í lotuáhorf, slíkur var
spenningurinn. Konur um og yfir fer-
tugu eru þó ekki síður spenntar fyrir
fataskáp forsetafrúarinnar en fram-
vindu sögunnar.
Robin Wright og Claire Under-
wood eru báðar tæplega fimmtugar,
bera höfuðið hátt og sig með eindæm-
um vel, hávaxnar, þráðbeinar í baki
og svo tígulegar í hreyfingum og
göngulagi að undrum sætir – og að-
dáun. Líka fyrir að stíga aldrei feil-
spor á feikilega háum pinnahælunum.
Trúlega hefur hjálpað Underwood að
Wright starfaði sem fyrirsæta áður
en hún lagði út á leiklistarbrautina.
En víkjum að forsetafrúnni og föt-
unum hennar.
Valdaklæðnaður
Í fyrstu tveimur syrpunum ein-
kenndist fatnaður hennar af virðu-
leika og látleysi, var eilítið litlaus því
þemað var svart, grátt og hvítt,
herralegar skyrturnar upp í háls og
pilsin, yfirleitt svört og níðþröng,
náðu niður fyrir hné. Heildarmyndin
var óaðfinnanleg. Markmið Brockers
var að klæða hina metnaðarfullu Un-
derwood til valda; í herralegar skyrt-
ur frá Theory, Burberry kápur og
flíkur frá Prada, L’Wren Scott,
Gucci, Armani, Ralph Lauren og
Narciso Rodriguez.
„Við vildum vera algjörlega pott-
þétt, lykilorðin voru klæðskerasniðið,
þröngt – og óaðfinnanlegt. Auk þess
þurfti Underwood að skera sig frá
öðrum í þáttunum í klæðaburði,“
sagði Broecker í viðtali við tímaritið
Elle.
Hugtakið valdaklæðnaður kom
fram um það leyti sem bækurnar,
Dress for Success og The Woman’s
Dress for Success Book komu út um
1970, en það vísar til fatastíls og hár-
greiðslu sem ætluð eru til að konan
virðist traust, áreiðanleg og hæf í
krefjandi starfsumhverfi. Í stórum
dráttum var valdaklæðnaður kvenna
með herralegu ívafi. Frú Underwood
kemst þó aldrei nálægt því að vera
herraleg, hún er bara ekki þannig
vaxin.
Stílisti þriðju syrpu
„Valdaklæðnaður fyrri þátta
heyrir sögunni til,“ tilkynnti nýi stíl-
istinn, Kemal Harris, og áhorfendur
áttu allt eins von á hamskiptum for-
setafrúarinnar hvað klæðnaðinn
varðaði. En svo varð ei, breytingin
fólst fremur í fínlegum blæbrigða-
mun, eða eins og Harris sagði: „Ég
vildi að fötin bæru svolítil merki um
varnarleysið í persónuleika Under-
wood og undirstrikuðu jafnframt
kvenleika hennar. Með mýkri litum,
ljósari efnum og efnismeiri pilsum
held ég að það hafi tekist.“
Harris kveðst hafa skellt skolla-
eyrum við hugmyndum eins leikstjór-
ans um að fatnaðurinn drægi fram al-
úðleika í fari forsetafrúarinnar.
Alúðleiki hafi enda ekki verið hennar
Klæðaburður klækjakonu
Konur yfir fertugu eru margar hverjar ekki síður spenntar fyrir klæðaburði Claire
Underwood, forsetafrúar Bandaríkjanna, í þátttunum Spilaborg, en marg-
slungnum söguþræðinum sem hverfist um valdabrölt í Washington. Heiðurinn af
fatnaði hennar í þriðju syrpunni á Kemal Harris, stílisti Robin Wright.
Flagð undir fögru skinni Robin Wright sem hin undirförla Claire Under-
wood, forsetafrú Bandaríkjanna, sem líkt hefur verið við lafði Macbeth.
Samkvæmiskjóll frá Ralph Lauren Frú Underwood býr sig upp á fyrir
veislu í Hvíta húsinu til heiðurs Petrov forseta Rússlands.
Dagur jarðar, sem haldinn er hátíðleg-
ur 22. apríl ár hvert, verður í dag helg-
aður fræðslu um umhverfismál. Árið
2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar
þennan dag að Alþjóðlegum degi móð-
ur jarðar og hefur dagurinn síðan verið
haldinn hátíðlegur á hverju ári. Og nú
hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst árið
2015 ár jarðvegs undir einkunnarorð-
unum „Heilbrigður jarðvegur, heilbrigt
líf“. Lögð er áhersla á mikilvægi jarð-
vegsins í matvælaframleiðslu, vatns-
miðlun og til að milda áhrif loftslags-
breytinga.
Vistræktarfélag Íslands, Garðyrkju-
félag Íslands og Sprotamiðstöð Ís-
lands bjóða öllum náttúruunnendum
að fagna Degi jarðar og hlýða á upp-
lýsandi erindi í kvöld kl. 19.30 í hús-
næði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1,
gengið inn frá Ármúla.
Vistræktarlausnir nefnist erindi Ei-
vind Bjorkavag, vistræktarhönnuðar,
Jarðvegsmyndun, eyðing og endur-
heimt, er erindi Jóhanns Þórissonar,
vistfræðings, Viktoría Gilsdóttir, kenn-
ari, flytur erindið Ormamoltugerð í
heimahúsi, og Richard Nelson upp-
finningamaður er með erindið Lausnir
til sjálfbærrar matvælaframleiðslu.
Endilega ...
... fagnið Degi jarðar og
fræðist um umhverfismál
Morgunblaðið/RAX
Sandfok á hálendinu Jarðvegseyðing er talin eitt alvarlegasta umhverfis-
vandamál á Íslandi. Næstum 40% af landinu er örfoka.