Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Jón Björn Bragason rafmagnstæknifræðingur var nýkominn úrþriggja tíma göngu á Tenerife þegar blaðamaður náði tali afhonum. Hann er þar í vikufríi ásamt konu sinni í tilefni af fimm-
tugsafmæli sínu. „Það er nóg af fjöllum og hólum hérna til að príla á.
Á afmælisdaginn ætlum við í kláf upp á Teide sem er stærsta fjallið
hérna. En svo munum við líka flatmaga eitthvað á ströndinni.“
Jón Björn er mikið fyrir útivist og fer töluvert á fjallaskíði. „Ég fór
um næstsíðustu helgi á Botnsúlur og er í litlum skíðahóp sem ætlar í
ferð á hálendið í sumar en það er ekki ákveðið hvert við förum. Ég
geng einnig á fjöll á sumrin og veiði yfirleitt hreindýr ef ég er dreginn
út og er búinn að vera að byrja í golfinu í nokkur ár. Svo tók ég mig til
og skráði mig loksins á gítarnámskeið í tilefni af afmælinu og er búinn
að fara í tvo tíma. Hef átt gítar lengi en hafði ekki gert neitt með
hann.“
Jón Björn er fagstjóri á sjávarútvegssviði hjá EFLU verkfræði-
stofu. „Ég sé um að þjónusta Síldarvinnsluna í Neskaupstað ásamt
ýmsum verkefnum ótengdum sjávarútvegi. Ég hóf störf hjá EFLU ár-
ið 2008 en er fyrrverandi starfsmaður Síldarvinnslunnar og sinni
ýmsum rafmagnstæknilegum málum í hönnun, ráðgjöf og þjónustu í
þeirra kerfum.“
Eiginkona Jóns Björns er Ásta Huld Henrýsdóttir, kennari í Snæ-
landsskóla í Kópavogi, og þau eiga þrjú börn.
Jón Björn Bragason er fimmtugur í dag
Fjölskyldan Jón Björn ásamt Ástu Huld og börnum þeirra, Kolbeini
Inga, f. 2003, Ragnhildi Kötlu, f. 1999 og Henrý Þór, f. 1995.
Staddur í sólinni
á Kanaríeyjum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Sólrún Erna fæddist
26. september 2014 kl. 01.29.
Hún vó 2.744 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru Ragn-
hildur Reynisdóttir og Andri Þór
Eyjólfsson.
Nýr borgari
J
órunn fæddist á Húsavík
22.4. 1975 en ólst upp í
Vestamannaeyjum. Hún
var í Grunnskóla Vest-
mannaeyja, Framhalds-
skóla Vestmannaeyja og lauk þaðan
stúdentsprófi 1995, lauk B.Ed.-prófi
frá Kennaraháskóla Íslands 1999, hóf
mastersnám í opinberri stjórnsýslu
við Háskóla Íslands haustið 2008 með
áherslu á mannauðsstjórnun og hefur
lokið 30 ECT-einingum.
„Eftir að ég hafði lokið námi við
KHÍ lá leiðin til Danmerkur þar sem
maðurinn minn var í námi í læknis-
fræði. Þar bjuggum við til 2004. Ég
vann við afleysingakennslu, fyrst sem
„cykelvikar“ þar sem ég hjólaði á
milli skóla og leysti af þar sem vant-
aði kennara hverju sinni en síðar var
ég umsjónarkennari í 6. bekk í for-
föllum kennara í barnsburðarleyfi.
Þar kenndi ég einnig íþróttir, sund og
heimilisfræði.
Þegar við komum heim árið 2004
fluttum við til Akureyrar en þar lauk
maðurinn minn kandidatsári sínu. Ég
kenndi hins vegar dönsku í 9. og 10.
bekk í Lundarskóla eftir stutt fæð-
ingarorlof.
Á árunum 2008-2010 sinnti ég síð-
an almennri kennslu á unglingastigi í
Hvammshúsi í Kópavogi. Þar var
ekki um að ræða hefðbundna
kennslu. Í skólanum voru fáir nem-
endur sem allir fengu verkefni við sitt
hæfi en áherslan lögð á að nemendum
liði vel og upplifðu jákvæða skólavist.
Stundaskráin var óhefðbundin sem
og allt starf skólans, en jöfn áhersla
var lögð á verklega og bóklega
kennslu og auk þess var lögð rík
áhersla á að efla félagsfærni nem-
enda og undirbúa þá fyrir framtíðina.
Þaðan lá svo leiðin til Vestmanna-
eyja þar sem ég hef kennt við Grunn-
skóla Vestmannaeyja, fyrst frá 2005
og síðan 2008-2010. Þar hef ég eink-
um sinnt dönskukennslu og almennri
bekkjarkennslu, en einnig fagstjórn
og stjórnunarstörfum innan skólans
sem deildarstjóri unglingastigs.
Jórunn Einarsdóttir, kennari og fyrrv. bæjarfulltrúi – 40 ára
Fjölskyldan Ágúst Óskar með Tjörva, Eyþór, afmælisbarnið og Katrín Sara. Þau eru áreiðanlega á þorrablóti þarna.
Á leið í framhaldsnám
Bræðurnir Jórunn fagnar nýju ári með bræðrum sínum, Hjalta og Rúnari.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu