Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Biskup Íslands hefur auglýst laus til umsóknar embætti sóknarprests og prests í Selfossprestakalli. Umsókn- arfrestur er til 19. maí og fyrir ligg- ur að þeir tveir prestar sem nú eru á Selfossi, sr. Þorvaldur Karl Helga- son og sr. Axel Árnason, gefa ekki kost á sér. „Safnaðarstarfið hefur gengið vel en vissulega voru á tíma- bili skiptar skoðanir í samstarfi. Nú horfum við hins vegar til framtíðar og viljum fá tvo presta sem ná að vinna vel saman og eru í góðum og sterkum tengslum við söfnuðinn,“ sagði Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju, í sam- tali við Morgunblaðið. Í Selfossprestakalli eru fjórar sóknir, þær eru Selfosssókn og í Fló- anum sóknir kenndar við kirkjustað- ina Hraungerði, Laugardæli og Vill- ingaholt. Um 7.000 manns búa í prestakallinu. Í auglýsingu um emb- ættin tvö eru nefnd atriði eins og menntun, starfsreynsla og að kanna megi sakaskrá viðkomanda. Að öðru leyti er lögð rík áhersla á víðtæka reynslu af kirkjulegu starfi, færni í prédikun, helgiþjónustu og hæfni í samskiptum. Koma til starfa 1. ágúst Þegar umsóknarfrestur er runn- inn út fer valnefnd yfir umsóknir og velur prestana tvo. Ef þriðjungur at- kvæðisbærra sóknarbarna óskar eft- ir almennum prestskosningum er skylt að verða við því. Slíkt gerðist til dæmis í Seljaprestakalli í Reykja- vík sl. haust, nýverið í Keflavík, svo og á Selfossi fyrir 20 árum. „Hverjir taka við þjónustu skýrist vonandi fyrrihluta sumars,“ segir Björn Ingi um málið. Miðað er við að prestarnir nýju komi til starfa á Sel- fossi 1. ágúst. Viljum presta sem ná að vinna saman  Auglýst eftir tveimur prestum til starfa á Selfossi Morgunblaðið/Ómar Selfoss Tveir prestir og 7.000 sálir. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það var pólitísk ákvörðun að kýla Íslendinga niður,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, í erindi sínu um framferði Breta gagnvart bönk- unum Heritable Bank og Kaupthing Singer & Friedlander, sem einir banka fengu ekki fyrirgreiðslu frá breska ríkinu í október 2008, en Hannes segir að bankarnir hafi ekki verið gjaldþrota þegar breska fjár- málaeftirlitið tók þá yfir. Þetta kom fram í erindi hans um meðferð íslenskra eigna erlendis eft- ir hrunið, sem flutt var á sérstakri málstofu um banka og samfélag á vorþingi Viðskiptastofnunar Há- skóla Íslands á Háskólatorgi í gær. Auk Hannesar fluttu þau Þórhall- ur Guðlaugsson, dósent í viðskipta- fræði, Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði, og Vil- hjálmur Bjarnason alþingismaður erindi á málstofunni. Þau Þórhallur og Lára fjölluðu um rannsóknir sín- ar á samfélagslegri ábyrgð í banka- kerfinu og Vilhjálmur talaði um það hvenær siðrof hefði orðið í íslensku samfélagi fyrir hrun. Á fundinum færði Hannes fram rök sín fyrir því hvernig Íslendingar hefðu orðið af allt að 270 milljörðum króna í kjölfar bankahruns, annað- hvort vegna handvammar eða fólsku, en hann ritaði grein í Morg- unblaðið í gær um sama efni. Afstaða Dana breyttist Kom fram í máli Hannesar að Norðurlönd hefðu brugðist mismun- andi við bankahruninu, þar sem seðlabankar Noregs og Finnlands hefðu gengið mjög hart fram gegn íslenskum hagsmunum á meðan sænski seðlabankinn hefði sýnt mikla sanngirni gagnvart sænskum bönkum með íslensku eignarhaldi. Að sögn Hannesar hafði danski seðlabankinn svipaða afstöðu í upp- hafi og sá sænski. Þegar komið var fram á haustið 2010 hefði seðlabanki Danmerkur hins vegar knúið á um sölu FIH-bankans, sem Seðlabanki Íslands hafði fengið sem allsherj- arveð í kröfur bankans á hendur Kaupþingi. Fjallaði Hannes nokkuð um það hvernig staðið hefði verið að sölunni, og spurði hvers vegna ís- lensk yfirvöld hefðu samþykkt þann þrýsting sem borist hefði frá Dön- um. Sagðist Hannes sammála því að staðan hefði verið þröng, en að hún hefði ekki verið ómöguleg. Að loknu erindi Hannesar var opnað fyrir spurningar úr sal, og var hann meðal annars spurður út í það hver viðbrögð Íslendinga hefðu orð- ið ef þarna hefði verið um að ræða ís- lenskan banka í eigu Dana, og danski forsætisráðherrann hefði reynt að beita þann íslenska þrýst- ingi. Hannes sagði að það þyrfti allt- af að hafa í huga lífshagmuni lítillar þjóðar á afskekktri eyju á Norður- Atlantshafi. „Við verðum að halda af djörfung á okkar hagsmunamálum. Við megum ekki kikna í hnjáliðunum þó við séum að tala við útlendinga.“ Verðum að halda á lífs- hagsmunum af djörfung Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorþing Viðskiptastofnunar Fjölmenni var á málstofunni sem haldin var á Háskólatorgi í hádeginu í gær.  Danir beittu Íslendinga þrýstingi um sölu FIH-bankans Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón Helgi Egilsson, formaður banka- ráðs Seðlabanka Íslands, telur ástæðu til þess að viðskiptin með danska bankann FIH, dótturfélag Kaupþings í Danmörku, verði rann- sökuð, þegar öll kurl eru komin til grafar í málinu og Seðlabankinn hef- ur gert skýrslu um málið. Hannes Hólm- steinn Giss- urarson, prófess- or í stjórnmálafræði, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær, undir fyr- irsögninni 270 milljarða króna tap af handvömm og fólsku? Í greininni kemur fram að Hannes Hómsteinn telur Má Guðmundsson bera ábyrgð á því að Seðlabanki Íslands hafi orðið af 3,1 milljarði danskra króna (um 60 millj- arðar íslenskra króna) þegar FIH var endurskipulagður fjárhagslega, og afgangurinn af söluverðinu frá Seðlabankanum til danskra stjórn- enda FIH, sem hafi fengið að kaupa bankann, hafi horfið í tap sem knúið hafi verið fram af nýjum eigendum. „Full ástæða er til að rannsaka þessi viðskipti, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur lagt til. Líklega nemur óþarft tap Seðlabankans í þessu dæmi um sex- tíu milljörðum íslenskra króna,“ seg- ir Hannes Hólmsteinn m.a. í grein sinni. Eigið fé var milljarður danskra króna - lánið ½ milljarður Jón Helgi Egilsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það hefði verið hans persónulega skoðun lengi að viðskiptin með FIH þyrfti að rannsaka. Jón Helgi sagði jafnframt: „Það þarf að fara yfir það hvernig tókst að tapa þessum fjár- munum miðað við að upphaflega var lánið veitt gegn mjög öruggu veði og m.a. eftir að Seðlabanki Íslands ráð- færði sig við danska kollega sína.“ Hér er Jón Helgi að vísa til 500 millj- óna danskra króna neyðarláns Seðla- banka Íslands til Kaupþings í banka- hruninu, með allsherjarveði í FIH, en þá var bókfært eigið fé FIH skráð 1 milljarður danskra króna. Skýrslu seðlabankastjóra beðið Jón Helgi bendir á að Már Guð- mundsson, seðlabankastjóri, hafi í febrúar gert grein fyrir því opin- berlega að tekin yrði saman skýrsla um þetta mál – „samantekt stað- reynda. Þegar það liggur fyrir og eft- ir umræðu í bankaráði verður síðan tekin ákvörðun um framhaldið hvað bankaráðið áhrærir.“ Már Guðmundsson, seðla- bankastjóri, gat ekki veitt viðtal í gær vegna anna. Hlynntur rann- sókn á FIH- viðskiptunum  Lánið veitt gegn mjög öruggu veði Jón Helgi Egilsson Rannsókn Jón Helgi Egilsson vill að FIH-viðskiptin verði rannsökuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.