Morgunblaðið - 29.04.2015, Page 1
LOKAVERKEFNIÐ
AÐ RANNSAKA
TAROTSPIL OG
TEIKNA SLÍK SPIL
ÞRIGGJA DISKA
SAFNPLATA Í
TILEFNI TÍMA-
MÓTA STEINA
HUGSANLEGA ÞARF
ÞRJÁ FLOKKA TIL ÞESS
AÐ MYNDA MEIRI-
HLUTA Í BRETLANDI
KOSNINGAR EFTIR RÚMA VIKU 14GRAFÍSK HÖNNUN 9
Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík í Þistilfirði, var á leið í fjár-
húsin þegar myndin var tekin. Hún er með um 200 hausa á fóðrum,
ær, lömb og hrúta. Fjárhúsin eru undir fjallinu Loka sem er í baksýn.
Jakobína var að heiman þegar leitað var frétta úr Kollavík en
bóndi hennar, Hreinn Geirsson, varð fyrir svörum. Hann sagði að
sauðburður væri ekki hafinn og yfirleitt léti Jakobína ekki bera fyrr
en um miðjan maí. Það kemur sér vel nú að vera ekki með lambfé því
enn er vetur í Þistilfirði. Farfuglar eru aðeins farnir að sýna sig og
er dálítið komið af gæsum og þröstum.
„Það hefur verið leiðindaveður undanfarna daga, miklu frekar
vetrarveður en sumarveður. Maður er ekki óvanur því að það komi
svona hret,“ sagði Hreinn. Hann sagði að það væri alveg hætt að
reyna að beita fé á veturna. Það er bara sett út til að viðra það. Býsna
gott ástand er í sveitinni hvað varðar búsetu og það gleðilegasta er
að margir ungir bændur eru að taka við, að sögn Hreins. „Það gerist
ekki víða betra en hérna, það sem maður hefur frétt af.“ Einungis er
stundaður sauðfjárbúskapur á þessum slóðum. Svæðið er riðulaust
og má því selja þaðan fé á fæti. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
„Miklu frekar vetrarveður en sumarveður“
Í Kollavík í Þistilfirði er allt fé enn á fóðrum og sauðburður ekki hafinn
Björn Jóhann Björnsson
Vilhjálmur A. Kjartansson
Engin lausn virðist í sjónmáli í yfirstand-
andi kjaraviðræðum fjölda verkalýðs- og
stéttarfélaga við aðila vinnumarkaðarins
og ríkið. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður
VR, hefur lagt til að félögin komi saman
að samningaborðinu og gerður verði
heildarkjarasamningur. „Það hefur kom-
ið til tals í þessari kjaradeilu að koma á
heildarviðræðum og það er að mínu mati
mjög skynsamleg lausn. Til þess að slíkt
gangi upp þurfa allir að koma að borðinu,
m.a. opinberi markaðurinn,“ segir Ólafía
og bendir á að menn hafi rætt þessi mál
sín á milli hjá ASÍ.
Páll Halldórsson, fráfarandi formaður
BHM, segist ekki vilja útiloka hugmynd-
ir um heildarsamning en kröfur BHM
lúti m.a. að því að menntun sé metin til
launa og erfitt gæti verið að samtvinna
kröfur aðila. „Háskólamenn hafa ekki
gert sjálfstæðan kjarasamning síðan
2005 og allir samningar okkar síðan þá
hafa verið byggðir á samningum á al-
mennum markaði. Ég er ekki að hafna
neinum hugmyndum, en við getum ekki
gert samning sem tekur ekki á kröfu-
gerð okkar um að menntun verði metin
til launa.“ Þá bendir Páll á að heildar-
samningur geti verið flókinn og tími sé
naumur enda verkfallsaðgerðir þegar
hafnar eða í startholunum hjá mörgum
félögum.
Verkfallssjóðir digrir
Flest verkalýðsfélög eru vel í stakk
bú-in í verkfallsaðgerðir því milljarðar
króna eru í verkfallssjóðum þeirra félaga
sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum
eða hyggja á slíkar aðgerðir ef samn-
ingar nást ekki. Verkfallsréttinum er
ekki beitt af léttúð, að sögn Ólafíu en hún
fer fyrir 30 þúsund félagsmönnum og
komi til verkfalls þeirra dugar verkfalls-
sjóður félagsins skammt þótt í honum
séu um þrír milljarðar króna. „Við hugs-
um þetta ekki með þeim hætti að allir fé-
lagsmenn VR fari í eitt stórt verkfall
heldur sníðum við okkur stakk eftir vexti
hvað það varðar. Auk þess er eftir að
taka ákvörðun um það hvernig greitt
verður úr verkfallssjóði,“ segir Ólafía.
Hjá BHM er staðan mismunandi, að
sögn Páls, en staða verkfallssjóða er al-
mennt góð. „Við reiknum með að í apr-
ílmánuði verði greiddar út 100 milljónir
króna til félagsmanna í verkfalli.“
Aðalfundur Eflingar samþykkti í gær-
kvöldi boðun verkfalla og heimild til að
opna aðgang að 800 milljónum króna úr
félagssjóði, ef nauðsyn krefði. Sigurður
Bessason, formaður Eflingar, segir
verkfallssjóð félagsins standa vel, með
um 2,2 milljarða króna eigið fé.
Milljarðar
í verkfalls-
sjóðum
Hugmynd uppi um heildarkjarasamning
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verkfallsboðun Samþykkt var á aðal-
fundi Eflingar í gær að boða verkfall.
Verkfallsaðgerðir
» Hátt í þrír milljarðar eru í verk-
fallssjóði VR en hann dugir skammt
fyrir 30 þúsund félagsmenn.
» Hjá BHM eru 700 félagsmenn í
17 aðildarfélögum og er staða verk-
fallssjóða almennt góð.
» Efling-stéttarfélag hefur um 2,2
milljarða í verkfallssjóði og eins
stendur sjóður Verkalýðsfélags
Akraness vel.
MVænir vinnudeilusjóðir »8
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 1 5
Stofnað 1913 99. tölublað 103. árgangur
FYRSTA PLATAN 40 ÁRA 22
VÍKKAÐU HRINGINN
Fram undan er spennandi sumar
með Morgunblaðinu.