Morgunblaðið - 29.04.2015, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
2 FRÉTTIRInnlent
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur
Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðs-
ins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjöldi fyrirtækja hefur sýnt því áhuga að
flytja starfsemi sína í Hvarfahverfið í
Kópavogi, sunnan Víðidalsins, en þar
rísa nú yfir 24 þúsund fermetrar af nýju
atvinnuhúsnæði og er frekari uppbygg-
ing fyrirhuguð. Með
framkvæmdunum er
að lifna yfir hverfi
sem var eyðilegt í
kjölfar þess að upp-
bygging stöðvaðist
við hrunið. Sam-
kvæmt heimildum
blaðsins má áætla að
framkvæmdirnar
kosti minnst 5-7 millj-
arða.
Snorri Hjaltason
byggingarmeistari segir marga hafa
spurt um atvinnuhúsnæði sem félög hon-
um tengd eru að byggja í Hvarfahverf-
inu. Ólafur Páll Snorrason er fram-
kvæmdastjóri verksins og Ólafur
Gunnþór Höskuldsson, tengdasonur
Snorra, er verkefnastjóri.
Eitt félaga Snorra keypti Víkurhvarf
1, á horni Víkurhvarfs og Vatnsenda-
hvarfs. Það hús var langt komið en
þarfnaðist lagfæringa. Húsið er 7 þús-
und fermetrar og byggt sem atvinnu- og
skrifstofuhúsnæði. Það verður tilbúið í
sumar. Þá keypti félag í eigu Snorra hús-
ið Urðarhvarf 2 þegar það var hálfbyggt.
Húsið er nú í fullri notkun en það er sjö
hæða og með líkamsræktarstöðinni Ree-
bok Fitness á fyrstu tveimur hæðunum.
Á efri hæðum hafa verið innréttaðar sex
íbúðir á hverri hæð sem gistiheimilið
Blue Mountain Apartments leigir út.
Húsið er 3.200 fermetrar.
Ljúka framkvæmdum um áramót
Félög Snorra eru jafnframt með tvær
nýbyggingar í smíðum.
Annars vegar Urðarhvarf 14 sem
verður sex hæðir og 7 þúsund fermetrar.
Þar var búið að steypa botnplötu og
veggi á jarðhæð þegar framkvæmdirnar
hófust á ný. Stefnt er að því að ljúka
framkvæmdum um áramót.
Hins vegar Víkurhvarf 7 en sú eign er
ofar í hlíðinni og með miklu útsýni yfir
höfuðborgarsvæðið, eins og sjá má á
mynd hér fyrir ofan. Það hús er 3 þúsund
fermetrar og var í eigu Landsbankans.
„Við tókum við húsinu í skelfilegu
ástandi. Það var búið að brjóta allar rúð-
ur og skelfilegt fyrir hverfið og Kópavog
að hafa það þannig. Við erum að taka það
í gegn. Það verður vonandi fullbúið í júní
eða júlí,“ segir Snorri sem hefur hug-
myndir um að opna skrifstofuhótel í hús-
inu með smærri einingum fyrir fyrirtæki
og einyrkja.
Að auki eiga félög Snorra byggingar-
lóðina að Urðarhvarfi 10 og hafa þar
heimild til að byggja allt að 6-7 þúsund
fermetra hús. Samanlagt eru þessar fjór-
ar eignir rúmlega 20 þúsund fermetrar
að viðbættu fyrirhuguðu byggingar-
magni á lóðinni, alls 26-27 þúsund fer-
metrar. Þá bætist við Urðarhvarf 4, sem
fjallað er um hér til hliðar, en það verður
3.500 fermetra bygging. Alls eru þetta
um 30 þús. fermetrar. Til samanburðar
er Smáralind um 63 þúsund fermetrar.
Stemningin eins og 2005 og 2006
Snorri segir aðspurður að menn velti
því fyrir sér hvort staðan sé orðin eins og
á árunum 2005 eða 2006, þegar fram-
kvæmdagleði var að stigmagnast og al-
menn bjartsýni var í þjóðfélaginu.
„Það er greinilega orðin meiri þensla.
Það er til dæmis orðið erfiðara að fá ís-
lenska, fagmenntaða iðnaðarmenn.
Byggingarkostnaður fer stighækkandi
eftir því sem kröfurnar eru að aukast,
bæði í atvinnuhúsnæði og íbúðar-
húsnæði. Þá mun launakostnaður
hækka. Það er eðlilegt að laun hækki hjá
iðnaðarmönnum eins og hjá öðrum stétt-
um í þjóðfélaginu,“ segir Snorri.
Morgunblaðið/Þórður
Horft yfir borgina Svona var útsýnið af inndreginni fjórðu hæð í Víkurhvarfi 7 um hádegisbilið í gær. Neðar í hlíðinni er Urðarhvarf 14 í byggingu.
Á stærð við hálfa Smáralind
30 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði í Hvarfahverfinu í Kópavogi á leið á markað
Kostnaðurinn minnst 5-7 milljarðar Verktaki segir greinileg merki um þenslu
Morgunblaðið/Þórður
Horft niður brekkuna Hér má sjá Víkurhvarf 7 úr suðri. Húsið er langt komið.
Snorri
Hjaltason
Áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins
kynnir í dag næsta bílavinning og er
hann einkar glæsilegur Mercedes-
Benz.
Þann 17. júlí næstkomandi eignast
heppinn áskrifandi Morgunblaðsins
fjórhjóladrifinn Mercedes-Benz B-
Class með 7Gtronic sjálfskiptingu.
Verðmæti vinningsins er 6.970.000
krónur.
Ríkulegur staðalbúnaður er innifal-
inn í grunngerð bílsins en í vinnings-
bílnum er auk þess aukabúnaður að
verðmæti 1.080.000 krónur. Þar má
nefna bakkmyndavél, rafstillanleg
framsæti með minni fyrir stillingar,
leðurklætt aðgerðastýri, regnskynjara,
17 þumlunga álfelgur, heilsársdekk,
20,3 cm litaskjá, inniljósapakka, mjó-
baksstuðning og fleira.
Skemmtileg nýjung
Haraldur Johannessen, ritstjóri og
framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfu-
félags Morgunblaðsins, segir áskrif-
endahappdrættið sem hófst í ársbyrjun
hafa verið einstaklega skemmtilega
nýjung fyrir blaðið: „Það er ánægju-
legt að geta þakkað tryggum áskrif-
endum fyrir áhugann á blaðinu með
því að efna til happdrættis þar sem við
gefum bíla. Glæsilegir bílavinningarnir
hafa vakið athygli og áhuga og að
þessu sinni er bíllinn afar eftirsókn-
arverður; fjórhjóladrifinn Mercedes-
Benz upp á tæpar sjö milljónir króna.
Það verður afskaplega spennandi að
draga þennan bíl út nú í sumar.“
Áskrifendahappdrættið er sam-
starfsverkefni Morgunblaðsins og Bíla-
umboðsins Öskju ehf., umboðsaðila
Mercedes-Benz á Íslandi. Allir áskrif-
endur Morgunblaðsins, hvort sem þeir
kaupa prentaða útgáfu blaðsins eða
rafræna útgáfu, eru sjálfkrafa þátttak-
endur í áskrifendahappdrættinu. Þetta
er þriðji bíllinn sem áskrifendur Morg-
unblaðsins eiga kost á að vinna á
þessu ári og sá verðmætasti til þessa.
gudni@mbl.is
Áskrifandi fær Mercedes-Benz
Nýr bíll í áskrif-
endahappdrætti
Morgunblaðsins
Morgunblaðið/Eggert
Vinningsbíllinn Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, og Freyja Leópoldsdóttir, markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju ehf., við glæsilegan, fjórhjóladrifinn
Mercedes-Benz B-Class með 7Gtronic sjálfskiptingu. Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði og er verðmæti vinningsins 6.970.000 krónur. Dregið verður 17. júlí næstkomandi.
Magnús Kristjánsson, byggingarstjóri
verktakafyrirtækisins Akralindar, seg-
ir áformað að ljúka byggingu sex hæða
skrifstofuturns að Urðarhvarfi 4 síð-
sumars eða í byrjun hausts. Vinna við
að steypa sjöttu hæðina er að hefjast en
alls verður húsið yfir 3.500 fermetrar.
Það er hærra en hæðafjöldinn segir
til um því neðsta hæðin er með tæplega
5 metra lofthæð. Hæðin fyrir ofan er
líka með aukinni lofthæð en hún er í
götuhæð á myndinni hér fyrir ofan.
Fyrstu tvær hæðirnar eru um þúsund
fermetrar og var búið að steypa þær
þegar Akralind keypti húsið í fyrra.
Margir vilja í smærri rýmin
Efri hæðirnar verða tæplega 400 fer-
metrar og segir Magnús greinilegt að
skapast hafi þörf fyrir skrifstofu-
húsnæði í þessum stærðarflokki.
„Það er mikill áhugi á húsinu og hef-
ur það komið okkur mikið á óvart. Alls
konar fólk með ýmiskonar rekstur hef-
ur sýnt húsinu áhuga. Það er greinilega
skortur á 170 til 250 fermetra rýmum
undir skrifstofuhúsnæði. Það er mikið
framboð af atvinnuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu en hins vegar ekki í
þessum stærðarflokki. Ég hélt satt að
segja að það væri mikið meira til af
skrifstofuhúsnæði. Það skiptir líka máli
að húsin hér eru afar vel staðsett. Þau
fremstu eru mjög sýnileg. Þá er hér nóg
af bílastæðum og góðar samgöngur,“
segir Magnús, sem stendur á sextugu.
Hann byrjaði í handlangi 15 ára og
hefur starfað í byggingargeiranum síð-
an, í 45 ár. Hann segir háan bygging-
arkostnað valda því að svona verkefni
myndi ekki bera sig ef það væri hafið
frá grunni. „Húsin í hverfinu stóðu
lengi auð og var dautt yfir öllu þangað
til Mannvit flutti hingað í fyrrasumar.
Ég held að búið sé að selja nánast allar
byggingar sem hér voru hálfkláraðar.“
Morgunblaðið/Þórður
Urðarhvarf 4 Innsetning glugga á fyrstu tveimur hæðunum er hafin og verður þeirri
vinnu haldið áfram samhliða því sem sjötta hæðin verður steypt á næstu vikum.
Margir vilja leigja í
nýjum skrifstofuturni
Verktaki segir skort á skrifstofuhúsnæði
Snorri Hjaltason er með fleiri járn í eld-
inum því félög honum tengd eru einnig
að byggja alls 7.800 fermetra af at-
vinnu- og skólahúsnæði að Norð-
lingabraut 4 og 10 í Norðlingaholti.
Þá er hann að láta hanna sjö þúsund
fermetra stórhýsi að Borgarbraut 57 -
59 í Borgarnesi, sem setja mun mikinn
svip á bæjarélagið. Frumdrög bygging-
arinnar eru ekki tilbúin til birtingar.
Tveir sex hæða turnar verða í bygg-
ingunni sem verður nærri aðaltorgi
bæjarins og þjóðveginum. Annar þeirra
verður með íbúðum fyrir eldri borgara
en hinn verður 75 herbergja hótel með
ráðstefnusal og veitingastað. Á jarð-
hæð verður 700-800 fermetra skrif-
stofu- og atvinnuhúsnæði.
Kísilverið eykur eftirspurnina
„Það er skortur á íbúðarhúsnæði í
Borgarnesi. Við fundum strax fyrir því
þegar það fréttist af fyrirhugaðri upp-
byggingu kísilvers á Grundartanga. Við
erum að byggja 16 íbúða fjölbýlishús á
Arnarkletti með leiguíbúðum. Síðast-
liðinn hálfan mánuð höfum við leigt út
fjórar íbúðir í húsinu og þrír til fjórir
hafa skrifað sig á biðlista eftir íbúðum
fyrir eldri borgara. Áhuginn á íbúðum
hér er miklu meiri en ég hélt. Hér vant-
ar litlar íbúðir. Það er merkilegt að sjá
hversu mikil samstaða er meðal stjórn-
málamanna um að rífa þetta af stað.
Ég hef verið í pólitík en hef aldrei
kynnst öðru eins,“ segir Snorri.
Þurfa fleiri hótelherbergi
Spurður hvort hann telji markað fyrir
svo stórt hótel í Borgarnesi segist
Snorri sannfærður um að fjölgun
ferðamanna kalli á fjölgun hótelher-
bergja í bæjarfélaginu.
„Fyrir tveimur árum var ég þeirrar
skoðunar að of geyst væri farið í upp-
byggingu hótela á Íslandi. Nú hef ég
skipt um skoðun,“ segir Snorri og
bendir máli sínu til stuðnings á að Ís-
land sé orðið miklu betur þekkt meðal
erlendra ferðamanna en áður var.
Undirbýr byggingu 75 herbergja
ráðstefnuhótels í Borgarnesi
SÉR MIKIL TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU
Ljósmynd/Sigursteinn Sigurðsson arkitekt/Birt með leyfi
Lóðin Borgarbraut 57-59 Húsið í neðra hægra horninu með gula þakinu hefur verið rifið.
Verkfræðistofan Mannvit flutti í júlí
síðastliðnum alla starfsemi sína í
Urðarhvarf 6 í Kópavogi.
Fram kom í frétt Morgunblaðsins
að um væri að ræða átta hæða skrif-
stofuhús og að Mannvit leigði allar
hæðirnar, að frátalinni þeirri efstu
og hálfri næstefstu hæðinni.
Verktakarnir sem rætt er við hér
til hliðar segja flutninginn hafa
reynst hverfinu mikil lyftistöng.
Mannvit færði líf
í rólegt hverfið
FLUTNINGAR Í FYRRASUMAR
Breiðsíða í dag
Í dag er Morgunblaðið í nokkru
stærra broti en lesendur þess eiga
að venjast. Blaðið er nú í breið-
síðubroti, líkt og mörg erlend stór-
blöð.
Morgunblaðið kom reyndar út í
stóru broti um nokkurra mánaða
skeið frá því síðla árs 1919 og fram
á árið 1920.
Þessi breyting á broti blaðsins
mun einungis standa yfir í einn
dag og á morgun geta lesendur
vænst þess að fá Morgunblaðið sitt
í venjulegri stærð.
Tekin voru 5.111 blóðsýni vegna gruns
um ölvun við akstur eða akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna 2013 og 2014.
Áætlaður kostnaður við töku sýnanna og
greiningu var 271,5 milljónir kr.
Þetta kom fram í svari innanrík-
isráðherra við fyrirspurn Birgittu Jóns-
dóttur alþingismanns um blóðprufur
vegna gruns um akstur undir áhrifum
áfengis eða fíkniefna.
Árið 2013 voru tekin 1.074 blóðsýni
vegna gruns um akstur undir áhrifum á-
vana- og fíkniefna og 1.410 sýni vegna
gruns um ölvunarakstur. Árið 2014 voru
tekin 1.233 blóðsýni vegna gruns um akst-
ur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en
1.394 vegna gruns um ölvunarakstur.
Í brotum vegna gruns um akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna var neysla
staðfest með blóðprufu í 84% mála 2013
og 88% mála árið 2014. Áætlaður kostn-
aður af greiningu blóðsýna vegna ölvunar
við akstur var 24,4 milljónir árin 2013 og
2014 og 182 milljónir vegna aksturs undir
áhrifum ávana- og fíkniefna. Kostnaður
við töku blóðsýna fyrir þessi ár er 65,2
milljónir. gudni@mbl.is
5.111 sýni
vegna vímu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rekstur samstæðu Reykjavíkurborg-
ar var jákvæður um 11 milljarða 2014.
Gert hafði verið ráð fyrir jákvæðri nið-
urstöðu um ríflega 8,1 milljarð. Betri
niðurstaða er rakin til lækkandi vaxta-
gjalda OR vegna lækkunar skulda og
hækkandi eignaverðs hjá Félagsbústöð-
um, samkvæmt tilkynningu frá borg-
inni.
Rekstrarniðurstaða A-hluta var nei-
kvæð um 2,8 milljarða. Launakostnaður
jókst um tæpan milljarð á árinu, gjald-
færsla vegna lífeyrisskuldbindinga fór
rúmlega milljarð fram úr áætlun og
tekjur af sölu á byggingarétti voru rúm-
um milljarði lægri en áætlað var.
Skuldsetningarhlutfall borgarinnar er
104% en lögboðið viðmið eftirlitsnefndar
um fjármál sveitarfélaga er 150%. Eig-
infjárhlutfall samstæðunnar styrktist úr
40% í 43% á milli ára. Skuldsetning-
arhlutfall A-hluta samkvæmt sveitar-
stjórnarlögum var 77% og óbreytt milli
ára.
„Ársreikningur ársins 2014 sýnir mik-
ið tap á A-hluta Reykjavíkurborgar eða
sem nemur 2,8 milljörðum króna, þrátt
fyrir að rekstrartekjur A-hluta vaxi um
2,3 milljarða króna milli 2013 og 2014.
Tap aðalsjóðs er 7,1 milljarður króna og
er bætt upp með jákvæðri afkomu
Eignasjóðs og Bílastæðasjóðs þannig að
niðurstaðan verður 2,8 milljarðar króna
í tap,“ sagði í bókun Sjálfstæðisflokks-
ins. Halldór Halldórsson, oddviti sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, sagði í ræðu í
borgarstjórn í gær að tapið á aðalsjóði
Reykjavíkurborgar jafnaðist á við heild-
artekjur Mosfellsbæjar.
Í bókun Sjálfstæðisflokks var einnig
bent á að þegar rekstur A-hluta væri
skoðaður frá árinu 2002 hefði verið tap-
rekstur í tíð vinstri meirihlutans 2002-
06 en jákvæð afkoma á árunum 2007-10
þegar Sjálfstæðisflokkur var í meiri-
hluta. Taprekstur hefði verið frá því
vinstri meirihluti tók við 2010 að frá-
töldu árinu 2013 þrátt fyrir að útsvar
væri í hæstu hæðum.
Rekstur samstæðu
Reykjavíkur í plús
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Borgarstjórn Ársreikningur A- og B-
hluta 2014 var lagður fram í gær.
Tap á rekstri A-hluta hjá vinstri stjórnum
VÍKKAÐU HRINGINN
Morgunblaðinu er það mikilvægt að sýna lesendum hlutina
í víðara samhengi. Fram undan er spennandi sumar fyrir
áskrifendur Morgunblaðsins vítt og breitt um landið.
Í dag sýnum við hvað framtíðin ber í skauti sér
fyrir einn af áskrifendum okkar.
Allir áskrifendur Morgunblaðsins
eru með í áskriftarleiknum.
Fylgstu með þegar við drögum út
vinningshafann þann 17. júlí.