Morgunblaðið - 29.04.2015, Side 9
DAGLEGT LÍF 9
Í dag kl 16.30 verður í húsi
Kvenréttindafélags Ís-
lands, Túngötu 14 í
Reykjavík, kynning á
bókinni Kúgun
kvenna, sem og á
þýðanda hennar
Sigurði Jón-
assyni frá Eyj-
ólfsstöðum í
Vatnsdal.
Bókin „On
the Subjection
of Women“ eft-
ir enska heim-
spekinginn
John Stuart
Mill kom fyrst
út árið 1869 og
er grundvallarrit
í vestrænni
kvennabaráttu. Rit-
ið fékk heitið „Kúg-
un kvenna“ á ís-
lensku. Hið íslenska
kvenfélag gekkst fyrir út-
gáfu ritsins árið 1900. Löngu
seinna var ritið, að frumkvæði
nemenda og kennara í kvennafélagsfræði
við Háskóla Íslands, gefið út á ný árin
1997 og 2003 hjá Hinu íslenska bók-
menntafélagi. Innan tveggja ára má búast
við þriðju útgáfu hjá bókmenntafélaginu.
Þýðandinn, Sigurður Jónasson, fædd-
ist árið 1863 en lést á 24. aldursári,
drukknaði af skipi er hann var á leið í
framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Hann
var öllum harmdauði. Þýðingarafrek hins
unga manns er enn í minnum haft.
Fjölskyldan á Eyjólfsstöðum var ekki
stór. Að Sigurði látnum voru
þar, auk foreldra hans,
hjónanna Jónasar Guð-
mundssonar Ólafssonar
á Kirkjubæ í Norður-
árdal í Austur-
Húnavatnssýslu og
Steinunnar Steins-
dóttur frá Eyjólfs-
stöðum, dóttir
þeirra Margrét
Oddný og tveir
uppeldissynir,
Magnús Jónsson,
síðar bókbindari,
og Sigurður Nor-
dal, síðar prófess-
or. Sigurður Nor-
dal, sem fæddist á
Eyjólfsstöðum, var
bróðursonur Jónasar
Guðmundssonar og
ólst upp hjá þeim
Steinunni.
Á kynningunni munu
m.a nokkrir afkomenda Mar-
grétar Oddnýjar Jónasdóttur
lesa upp úr bókinni. Lauslega verður
sagt frá dagbókum Jónasar Guðmunds-
sonar bónda á Eyjólfsstöðum.
Lesið úr Kaupmannahafnarbréfi Sig-
urðar til vinar heima í Vatnsdal, og ótal
margt fleira verður á dagskránni.
Fjármögnun til að kosta gerð og frá-
gang minnismerkis um Sigurð Jónasson
og Kúgun kvenna fer nú fram. Þeir sem
vilja og treysta sér til að leggjast á sveif,
geta lagt inn á bankareikning:
515-14-121857 Kt. 051036-3449
Heiti reiknings: „Kúgun kvenna“
Kynning á merkri bók og þýðandanum
Sigurður Jónasson frá Eyjólfsstöð-
um í Vatnsdal og „Kúgun kvenna“
Teiknaði sín
eigin Tarotspil
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
egar ég var lítil stelpa átti
mamma Tarotspil sem ég
mátti helst ekki fikta í og fyr-
ir vikið urðu þau mjög spenn-
andi, ég tengdi þau síðar við
dulúð,“ segir Rakel Erna Skarphéðins-
dóttir þegar hún er spurð að því hvaðan
áhugi hennar á Tarotspilum komi, en
Rakel er ein þeirra sem útskrifast í vor
frá Listaháskóla Íslands í grafískri hönn-
un. Lokaverkefni hennar var rannsókn á
Tarotspilum og að teikna slík íslensk spil.
„Ég lét duga að teikna trompspilin
eða „Major Arcana“, sem eru 22, enda
samanstóðu Tarotspilin upphaflega af
þeim. Seinna bættust við lágspilin, bikar-
arnir, sverðin, stafirnir og peningarnir,
en með þeim eru 78 spil í Tarotstokknum.
Kannski teikna ég seinna lágspilin, hver
veit.“
Rakel segist hafa fengið hugmynd-
ina að því að teikna íslensk Tarotspil
strax á fyrsta árinu í náminu.
„Það var sennilega eftir að ég horfði
á kvikmyndina Holy Mountain eftir Jodo-
rowsky, en þar birtast Tarotspilin hans.
Þetta kraumaði alltaf undir niðri hjá mér
en braust ekki fram fyrr en ég þurfti að
velja mér útskriftarverkefni .“
Í BA-ritgerð sinni skrifaði Rakel um
myndmálið í Tarot, hverju það miðlar og
hversu veigamikið það er. Hún kannaði
líka baksögu Tarotspilanna og undirliggj-
andi kerfi þeirra.
„Goddur var leiðbeinandinn minn og
það var virkilega gaman að sökkva sér of-
an í þetta. Ég grúskaði í mörgum mis-
munandi stokkum og þessar myndir eru
mjög gildishlaðnar. Ég fór í dulspekilegar
áttir, því mystíkin á bak við þetta allt
saman heillaði mig. Dulspekingarnir sem
tóku þetta upp á sínum tíma, þeir tengdu
Tarotkerfið við hermetískt kabbala, þeir
notuðu það sem kortlagningu á andlegri
heimsmynd mannsins með tré lífsins, þar
sem hvert og eitt spil á sér sinn stað.
Trompspilin standa fyrir ákveðnar erki-
týpur, hvert og eitt spil segir mikið. Mér
fannst skemmtileg þessi tenging Tarot-
spila við undirmeðvitundina og við hin
Jung-ísku fræði. Þessar erkitýpur standa
fyrir allskonar hluti sem hafa áhrif á okk-
ur þó við vitum ekki af því. En allt er
þetta leið í átt að uppljómun, ekki ósvipað
og alkemistarnir fást við. Það er mjög
gaman að horfa á Tarot úr þeirri átt,“
segir Rakel og bætir við að Tarotspil og
fræðin á bak við þau séu forn, þau hafi
borist til Evrópu á 14. öld, en uppruni
þeirra er ýmist rakinn til Arabíuskagans,
Indlands eða Kína.
Strögglaði lengi við flónið
Eins og þeir vita sem séð hafa Tarot-
spil, þá eru þau gjarnan mjög litrík og fí-
gúratíf, yfirleitt er persóna á hverju ein-
asta trompspili. En hvers vegna valdi
Rakel að hafa spilin svarthvít með fín-
legum línum?
„Ég vildi losa mig við fígúrurnar, ég
nota frekar hendur eða hauskúpur. Eina
spilið hjá mér sem er með mynd af mann-
eskju er hengdi maðurinn. Ég ákvað að
fara öðruvísi leið í myndmálinu, ég vildi
búa til minn eigin stíl sem væri ólíkur því
sem fólk hefði séð áður. Ég strípaði því
myndmálið eins mikið niður og ég gat, án
þess þó að missa tenginguna við merk-
ingu hvers spils og allt það sem þau eiga
að miðla. Það var mjög ögrandi verkefni.
Ég lagði upp með línur og geometrísk
form,“ segir Rakel og bætir við að það
hafi gengið misvel að finna út hvernig
spilin ættu að vera.
„Ég var til dæmis mjög lengi að
finna út úr því hvernig ég vildi hafa flónið,
The Fool. Ég var búin að ströggla
rosalega mikið og lengi þeg-
ar ég komst að nið-
urstöðu. Þetta er upp-
hafsspilið og Tarot
táknar á vissan hátt leið
flónsins í átt að uppljómun,
flónsspilið er oft með mynd
af manni sem er klæddur
eins og hirðfífl. En ég datt að
lokum niður á þessa úrlausn,
sem er mynd af tröppum, sem
tákna leiðina sem flónið fetar
upp í átt að hinu heilaga fjalli, í
gegnum ákveðnar lífshindranir.“
Tengir saman rúnirnar og
Tarotspilin
Þegar spilin eru skoðuð vekur at-
hygli að það spil sem heitir The Devil, eða
djöfullinn, skartar hauskúpu af geithafri
og um hornin vefjast snákar.
„Á mörgum Tarotspilum er mynd af
geit með tvo þræla á spili djöfulsins, og
þeir eru yfirleitt hlekkjaðir en þó eru
hlekkirnir lausir. Þeir geta farið ef þeir
vilja. Ég læt snákana standa fyrir þessa
þræla, og þó hornin séu vafin um þá, þá
eiga þeir útgönguleið,“ segir Rakel og
bætir við að það hafi farið gríðarlegur
tími í að teikna spilin og margar skissur
fengið að fjúka.
„Þetta eru mjög fíngerðar teikn-
ingar og ef ég var ekki ánægð þá varð ég
að henda. Ég teiknaði spilin ekki í tölvu,
heldur á gamla mátann með höndunum.“
Nýbreytnin í teikningum Rakelar
frá hefðbundnum Tarotspilum byggist
ekki aðeins á hinu geometríska formi,
heldur einnig á því að hún hefur teiknað
eina rún á hvert spil, úr dulspekilegu
rúnakerfi sem kallast Uthark.
„Ég hef lengi haft áhuga á rúnum,
þær eru mörg hundruð ára gamlar og
heillandi. Fyrst voru þær notaðar sem
tákn, bæði fyrir galdra og fleira, en
seinna þróuðust þær yfir í ritmál. Hver
og ein rún merkir eitthvað, segir okkur
eitthvað, rétt eins og Tarotspilin gera.
Mín tilgáta er sú að það geti verið tenging
á milli rúna og Tarotspila. Og þess vegna
hef ég eina rún á hverju spili,“ segir hún
og sýnir blaðamanni spilið sem heitir The
Death, eða dauðinn, en þar er rúnin Feh á
enni hauskúpunnar.
„Þetta er fallegt spil, því það táknar
ekki bókstaflegan dauða, heldur stendur
það fyrir nýtt upphaf, vatnaskil í lífinu.“
Þrátt fyrir mikinn áhuga á Tarot-
spilum og að hafa lagst í þetta mikla verk-
efni að hanna og teikna nýja útgáfu af
þeim, þá hefur Rakel aldrei látið leggja
fyrir sig Tarotspá.
„Ég þyrfti að komast í tæri við
manneskju sem er flink í því að leggja
spilin og lesa úr þeim,“ segir Rakel sem
hefur fengið jákvæð viðbrögð við Tarot-
spilunum sínum.
„Sumir eru vissulega skeptískir, af
því þeir þekkja þetta ekki og finnst valið
mitt svolítið skrýtið, en þeir hinir sömu
eru fljótir að verða spenntir þegar ég set
þá inn í málið. Það kom mér á óvart hvað
mín kynslóð er almennt farin að fjarlægj-
ast myndmál, hún er ekki læs á allskonar
gömul tákn. Ég held að myndlæsi hafi
verið miklu meira fyrr á öldum. Við
mannfólkið erum kannski ekki eins tengd
myndmáli og við vorum. Og þetta er ein-
mitt ein af ástæðum þess að ég fór út í
þetta, ég vil efla tengingu fólks við tákn
og myndir.“
Salvador Dalí teiknaði Tarot
Rakel segist hafa hitt unga konu á
opnun útskriftarsýningarinnar sem sagði
henni að hún hefði líka teiknað Tarotspil í
sínu útskriftarverkefni fyrir margt löngu.
„Það var frábært, hún var mjög
spennt og ég hefði sannarlega viljað vita
af henni, ég hefði viljað skoða hennar spil
í rannsóknarferlinu. Það er ekkert nýtt
að listamenn teikni sín eigin spil, til dæm-
is teiknaði Salvador Dalí sín eigin Tarot-
spil.“
65 nemendur sýna verk
sín á útskriftarsýningu
Listaháskólans sem
nú stendur yfir í
Hafnarhúsinu.
„Þetta
hefur verið ótrú-
lega skemmtilegt
ferli, að setja þetta
upp með sýningar-
stjórunum, þeim Guð-
finnu Mjöll Magnúsdóttur
og Hugin Þór Arasyni, Og
við sem erum með eitthvað
sem hægt er að selja sem varn-
ing, fáum að hafa vörurnar okkar
til sölu í anddyrinu í Listasafninu,
þar fást spilastokkarnir mínir og
stærri eftirprentanir af einstökum
spilamyndum.“
Ætlaði reyndar aldrei í grafík
Lífið blasir við Rakel, hún fer til
Gautaborgar í haust og vonast til að kom-
ast þar í starfsnám í grafískri hönnun.
„Slík reynsla á stofu er í raun skóli
og þá kemst maður líka að því hvernig
þetta virkar og hvað maður vill. Ég ætlaði
reyndar aldrei í grafík, ég ætlaði alltaf í
ljósmyndun og ætlaði utan í ljósmynda-
nám. En ég datt inn á kynningu um graf-
íska hönnun í Háskólanum og komst að
því að það gæti hentað mér mjög vel,
enda var ég alltaf teiknandi hér áður. Ég
sá fyrir mér að geta sameinað þennan
áhuga minn á teikningu og ljósmyndun í
grafísku hönnuninni. Svo ég skellti mér í
þetta frábæra nám og sé ekki eftir því,
þessi þrjú ár hafa flogið.“
www.rakelerna.com
Hún vildi búa til sinn eigin stíl sem væri ólíkur því sem fólk
hafði áður séð í Tarotspilum. Hún ákvað því að losa sig við
fígúrurnar og lagði upp með línur og geometrísk form. Hún
handteiknaði hvert einasta spil og var lengi að því. Rakel
Erna er nýútskrifuð úr grafískri hönnun við Listaháskólann.
Morgunblaðið/Golli
Rakel með spilin sín Hér glittir í húðflúr á úlnlið með rúnaletri, hvað annað!
Dauðinn, flónið og djöf-
ullinn með snákana.
Páfi Elskendurnir Styrkurinn Keisarinn Hengdi maðurinn
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
Í dag kl 12.15 verður bókakynn-
ing á Reykjavíkurtorgi Borg-
arbókasafnsins í Tryggvagötu.
Kynntar verða tvær bækur af
ólíkum toga: Lífríki Íslands, vist-
kerfi lands og sjávar eftir Snorra
Baldursson og Ofbeldi á heimili
– Með augum barna eftir Guð-
rúnu Kristinsdóttur.
Bók Snorra er fyrsta heild-
stæða yfirlitið um lífríki lands-
ins frá fjallsbrún niður í haf-
djúpið og þar með einstætt
fræðslu- og fræðirit. Hún bygg-
ist á hundruðum vandaðra rann-
sókna íslenskra og erlendra vís-
indamanna á lífríki, líffræðilegri
fjölbreytni og vistkerfum ein-
stakra svæða. Náttúra Íslands
skipar stóran sess í hugum og
hjörtum landsmanna. Hún er
mærð í skáldskap, lofsungin við
landkynningu, menn sækja til
hennar hugarró og innblástur og
nýta hana sér til viðurværis. En
hvað býr að baki því sem fyrir
augu ber? Hvers konar líf þrífst
við ólík skilyrði um allt land? Og
hvað gerist ef áföll dynja yfir líf-
ríkið hér á norðurhjara? Í bókinni er leit-
ast við að svara ofangreindum spurn-
ingum með því að rýna í vistkerfi lands og
sjávar.
Viðhorf kynja ekki eins
Í bókinni Ofbeldi á heimili – Með aug-
um barna kemur í ljós að börn hafa margt
að segja um heimilisofbeldi. Þau hafa
skoðanir á því og vilja fræðast um það.
Þau sem hafa eigin reynslu af því gefa
öðrum börnum í sömu stöðu ýmsar ráð-
leggingar um hjálpleg viðbrögð við þess-
ari hættu. Guðrún hlaut viðurkenningu
Hagþenkis 2014 fyrir bók sína sem er
framlag til rannsókna á heimilisofbeldi,
vanrækslu og misbeitingu gagnvart börn-
um og mæðrum og er jafnframt innlegg í
baráttuna gegn þessu alvarlega þjóð-
félagsmeini. Í rannsókninni var leitað til
barnanna sjálfra til að athuga hvaða hug-
myndir þau hefðu um heimilisofbeldi.
Niðurstöðurnar leiddu m.a í ljós að við-
horf drengja og stúlkna eru nokkuð ólík
og að vitneskja þeirra er oft meiri en for-
eldrar halda. Ókeypis aðgangur.
Endilega...
...kynnið ykkur tvær ólíkar bækur
Lífríki Íslands Merkileg og fögur bók.
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
Hágæða postulín
- með innblæstri frá náttúrunni
Verið velkomin
í verslun RV og
sjáið úrval af
glæsilegum
hágæða
borðbúnaði