Morgunblaðið - 29.04.2015, Page 16
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sig-
urðsson segir að íslenska landsliðið þurfi
að vinna alla vega annan leikinn gegn
Serbíu í undankeppni EM. Auk þess þurfi
Ísland að vinna tvo síðustu leikina í júní til
þess að komast í lokakeppnina í Póllandi í
janúar. Ísland og Serbía mætast í Laug-
ardalshöll í kvöld klukkan 19:30.
„Við þurfum tvö stig. Það er klárt mál.
Við verðum að vinna annan leikinn gegn
Serbíu og komum alltaf til með að þurfa
að vinna báða leikina í júní. Ef við verðum
með jafn mörg stig og Svartfjallaland þá
megum við ekki tapa fyrir þeim aftur á
heimavelli út af vægi innbyrðis viður-
eigna. Það er því ekki nóg fyrir okkur að
vinna báða leikina gegn Serbíu. Við viljum
byrja á því að vinna heimaleikinn og verja
okkar vígi,“ sagði Guðjón þegar Morg-
unblaðið tók hann tali á landsliðsæfingu í
Höllinni.
Undankeppnir sem þessar eru erfiðar
og þar er lítið svigrúm til þess að misstíga
sig ef liðið á að komast á stórmót. Það hef-
ur íslenska liðinu þó tekist mjög oft frá
aldamótum. „Já, og núna eru til dæmis
teknir inn í hópinn ungir og sprækir strák-
ar. Slíkt er gaman að sjá en það er gríð-
arlega erfitt fyrir þá að komast í takt við
landsliðið því við náum bara þremur æf-
ingum og þá er komið að mikilvægum leik.
Við tökum því bara eins og þetta er og
Serbarnir sitja við sama borð,“ sagði Guð-
jón og ítrekaði að hann væri ekki að
kvarta undan undirbúningnum heldur ein-
ungis að benda á stöðuna eins og hún er.
Serbía með sterkar skyttur
Guðjón hefur um árabil verið í fremstu
röð í Evrópu með sínum félagsliðum.
Hann þekkir því vel alla helstu leikmenn
Serbíu og leik serbneska liðsins. „Af-
skaplega skyttusterkt lið. Ef við göngum
vel út í skytturnar þá eiga þeir frábæran
línumann, Rastko Stojkovic. Hann er 110-
120 kg bolti sem erfitt er að stoppa. Serbía
er gott lið sem er yfirleitt skemmtilegt að
spila við. Leikmenn frá Balkanlöndunum
eru yfirleitt mjög teknískir í boltagrein-
unum, hvort sem það er blak, körfubolti,
fótbolti eða handbolti. Með boltann eru
þeir klárir og klókir en án boltans eru þeir
ekki alltaf bestir. Það er gaman að eiga
við þá,“ benti Guðjón á. Spurður um hvort
hann sjái áberandi sóknarfæri gegn serb-
neska liðinu þá sagði Guðjón svo vera en
ekkert sem væri nýtt af nálinni.
„Við þurfum að fara í klisjubókina til að
svara þessu. Maður þarf að vera mjög
skipulagður í vörninni á móti þessu liði.
Við þurfum að koma þeim út í aðstæður
sem þeir vilja síst vera í. Ef við ætlum að
hleypa þeim inn á miðjuna þar sem línu-
maðurinn getur „blokkað“ okkur þá
stoppum við þá ekki. Þannig geta þeir
skorað 20 mörk á okkur í einum hálfleik.
Við þurfum að búa til gildrur fyrir þá og
koma einnig í veg fyrir þeirra skiptingar í
vörn og sókn með því að keyra á þá. Ef
þeir ná að stilla upp sinni sterkustu vörn
þá eru þeir með tvo turna í miðri vörninni.
Við þurfum því að koma hreyfingu á vörn-
ina og nota breidd vallarins. Þetta verður
smá skák sem við þurfum að tefla vel,“ út-
skýrði Guðjón sem hefur í mörg horn að
líta á lokakafla keppnistímabilsins því lið
hans, Barcelona, á möguleika á því að
vinna fjórfalt. Liðið er taplaust í deildinni
og á spænska meistaratitilinn vísan en er
auk þess komið í fjögurra liða úrslit bæði í
Meistaradeild Evrópu og spænska kon-
ungsbikarnum. Fyrr í vetur vann liðið
spænska deildabikarinn.
Skák gegn Serbum sem þarf að tefla vel
Guðjón Valur, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir skemmtilegt að spila gegn Serbum Ísland þarf að vinna
þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í undankeppni EM Íslenska vörnin þarf að leggja gildrur fyrir Serbana
Morgunblaðið/Golli
Lykilleikur Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson ræða málin á æfingu.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
16 ÍÞRÓTTIR
urelding þá næstu 25:22 og HK þá þriðju
með sama mun, 22:25. Fjórða hrinan var
í járnum en HK komst undir lok hennar
í 22:24 og allt útlit fyrir að Kópavogsliðið
væri að tryggja sér sigurinn. En seiglan
skilaði Aftureldingu síðustu fjórum stig-
unum og liðið vann 26:24, þannig að leika
þurfti oddahrinu. Alveg nákvæmlega
eins og úrslitaleikir eiga að vera. HK var
miklu sterkara í oddinum og vann 5:15.
Það sást strax í upphitun að HK-
konur ætluðu að hafa gaman af því að
spila blak. Þær mættu brosandi til leiks
og héldu brosinu jafnvel þegar illa gekk
hjá liðinu. Þessi ánægja og gleði skilaði
þeim fjölmörgum stigum í gær.
Hjá HK átti fyrirliðinn Laufey Björk
Sigmundsdóttir fínan leik sem og hin
leikreynda Natalia Ravva og þær El-
ísabet Einarsdóttir og Steinunn Helga
Björgólfsdóttir frelsingi voru flottar.
Edda Björk Ásgeirsdóttir kom tvívegis
inná til að gefa upp og ekki að ástæðu-
lausu, flottar uppgjafir hjá henni sem og
Guðnýju Rut Guðnadóttur.
Hjá Aftureldingu stóð Rósborg Hall-
dórsdóttir sig vel í uppspilinu og Auður
Anna Jónsdóttir átti fínan leik.
Morgunblaðið/Eva Björk
Meistarar Nýkrýndir Íslandsmeistarar HK fagna með stæl í sturtuklefanum í Mosfellsbænum í gærkvöld eftir sigurinn á Aftureldingu.
HK stöðvaði
Aftureldingu
Í MOSFELLSBÆ
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
HK úr Kópavogi varð í gærkvöldi Ís-
landsmeistari kvenna í blaki þegar liðið
lagði Aftureldingu 2:3 í æsispennandi
úrslitaleik, en fyrir leikinn hafði hvort
lið sigrað tvívegis í úrslitarimmunni. Það
má segja að með þessu hafi HK stöðvað
sigurgöngu Aftureldingar sem varð
bæði bikar- og deildameistari fyrr í vet-
ur.
Fyrstu fjórar hrinurnar í gærkvöldi
voru allar æsispennandi, þó svo liðin hafi
ekki boðið upp á besta blak sem sést hef-
ur hér á landi, enda mikið undir og leik-
menn vildu frekar leika af öryggi en
dirfsku og reyndu að gera eins lítið af
mistökum og kostur var. Fyrir vikið
komu oft langar skorpur þar sem boltinn
gekk varla helminga á milli án þess að
liðin næðu sínum bestu sóknum. Varnir
liðanna voru góðar, sérstaklega lágvörn-
in hjá HK og eins sáust fallegar háv-
arnir beggja vegna netsins.
HK vann fyrstu hrinuna 23:25 en Aft-
Heimir Guð-jónsson mun
stýra FH til Íslands-
meistaratitils karla í
knattspyrnu í ár, ef
marka má hina árlegu
spá þjálfara, fyrirliða
og forráðamanna
deildarinnar sem var
birt í gær. ÍBV og
Leiknir R. falla hinsvegar. FH fékk 416
stig, Stjarnan 373, KR 348, Breiðablik
331, Valur 257, Víkingur 242, Fylkir 228,
Keflavík 189, Fjölnir 116, ÍA 108, ÍBV
107 og Leiknir 93 stig. Ítarlega er fjallað
um spána á mbl.is/sport.
Þórður RafnGissurarson, úr
Golfklúbbi Reykjavík-
ur, missti flugið á
Opna Madaef-mótinu
í Marokkó. Þórður
hafnaði í 10. sæti á
mótinu en hann var í
forystu eftir fyrsta
hring. Þórður lék
fyrsta hringinn frábærlega á 68 höggum
en lék hina tvo á 75 og 77 sem gerir fjög-
ur högg yfir pari vallarins. Mótið var
hluti af Pro Golf mótaröðinni, er einnig
þekkt undir nafninu EPD mótaröðin, en
frá árinu 2001 hefur mótaröðin verið í
flokki mótaraða sem teljast til þriðju
deildar í Evrópu.
Enski framherjinn Gary Martin hefurskrifað undir nýjan samning við
bikarmeistara KR í knattspyrnu. Samn-
ingurinn gildir til ársins 2017 en Martin
kom til liðsins frá Skagamönnum árið
2013. Framherjinn hefur átt góðu gengi
að fagna í Vesturbænum og á síðustu
leiktíð varð hann markakóngur Pepsi-
deildarinnar.
Barcelona bauð upp á flugeldasýninguá Camp Nou í gærkvöld þegar liðið
burstaði Getafe, 6:0, og náði þar með
fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Lionel Messi og Luis Suárez skoruðu tvö
mörk hvor og þeir Neymar og Xavi skor-
uðu sitt markið hvor.
Fólk sport@mbl.is
SPÁNN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íþróttamaður ársins, Jón Arnór Stef-
ánsson, er ásamt samherjum sínum í Uni-
caja Málaga í mikilli baráttu um efsta sæt-
ið í spænsku deildakeppninni í körfubolta
og þar af leiðandi heimaleikjaréttinn í úr-
slitakeppninni. Málaga og stórveldið Real
Madrid eru jöfn á toppi deildarinnar þegar
fimm umferðir eru eftir og mætast annað
kvöld í Madrid. Yfirgnæfandi líkur eru á
að annað hvort þessara liða nái toppsætinu
en annað stórveldi, Barcelona, er í þriðja
sæti. Allt þyrfti að ganga á afturfótunum
hjá toppliðunum og Barca að vinna rest til
að Barcelona geti komist upp í fyrsta eða
annað því liðið er átta stigum á eftir.
Hjálagt eru leikir Málaga og Real í síð-
ustu fimm umferðunum. Bæði eiga þau sitt
hvorn leikinn eftir sem teljast verulega
erfiðir fyrir utan viðureignina annað kvöld.
Málaga fær Barcelona í heimsókn og Real
mætir Laboral á útivelli en liðið rétt
missti af 8 liða úrslitum Meistaradeildar
Evrópu, Euroleague. Rétt er þó að geta
þess varðandi aðra leiki að deildin er
býsna jöfn og nánast allir útileikir erfiðir
fyrir bestu liðin. Meðal annars þess vegna
er hún talin vera sú sterkasta í Evrópu.
Málaga vann heimaleikinn gegn Real
99:92 og Real þarf því að vinna með meira
en sjö stiga mun til þess að standa betur
að vígi í innbyrðis viðureignum liðanna ef
þau skyldu verða jöfn.
Jón gæti mætt Zaragoza
Úrslitakeppnin í spænsku ACB-
deildinni er með svipuðu sniði og hér
heima. Að 34 umferðum loknum í deilda-
keppninni komast átta efstu liðin í úr-
slitakeppnina. Lið nr. 1 leikur gegn liði nr.
8, lið nr. 2 gegn liði nr. 7, 3 gegn 6 og 4.
sætið gegn 5. sætinu. Baráttan um að
komast í úrslitakeppnina er mjög jöfn eins
og oft áður á Spáni. Því er nokkuð erfitt að
spá um hverjir verða andstæðingar Jóns
Arnórs. Hann gæti þess vegna mætt CAI
Zaragoza sem hann yfirgaf síðasta sumar
eftir þrjú keppnistímabil. Zaragoza er
sem stendur í 9. sæti.
Önnur lið sem gætu lent á móti Málaga
eru Tenerife, Gran Canaria, Joventut og
Laboral sem er nú með Hauk Helga Páls-
son til skoðunar. Málaga og Laboral voru
einmitt saman í riðli í 16 liða úrslitum
Meistaradeildarinnar og hafa því oft
mæst í vetur.
Ef lið Málaga verður ekki fyrir skakka-
föllum þá ætti liðið alla vega að komast í
gegnum 8 liða úrslitin. Slíkum spádómum
er auðvelt að kasta fram í ljósi þess að lið-
ið hefur einungis tapað fimm deilda-
leikjum en unnið tuttugu og fjóra. Ef liðið
kemst í undanúrslit þá er erfiðara að spá
um gang mála enda gæti andstæðing-
urinn þá þess vegna orðið Barcelona.
Katalónarnir geta nú einbeitt sér að deild-
inni eftir að hafa dottið út í 8 liða úrslitum
Euroleague á flautukörfu gegn Olympia-
cos. Real Madrid er hins vegar í undan-
úrslitum í Euroleague.
Takist Málaga að komast alla leið í úr-
slitarimmuna yrði það í annað skiptið á
ferlinum sem Jón leikur um meistaratitil
utan Íslands. Árið 2008 komst Lotto-
matica Roma í úrslitarimmuna um ítalska
meistaratitilinn með Jón innanborðs en
tapaði þar fyrir Siena. Hér heima varð
Jón tvívegis Íslandsmeistari með KR, árin
2000 og 2009.
Toppliðin eigast við í Madrid
Ljósmynd/Unicaja B. Fotopress
Toppslagur Jón Arnór Stefánsson í leik
með Unicaja Málaga í vetur..
Jón Arnór Stefánsson og samherjar hans í liði Unicaja Málaga berjast við Real Madrid um efsta
sætið á Spáni og þar með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni um spænska meistaratitilinn
Spænska ACB-deildin
» Toppliðin eiga eftir að mæta eft-
irfarandi liðum:
» Málaga: Real Madrid (Ú), CAI
Zaragoza (H), Rio Natura Monbus
(Ú), Barcelona (H), Dominion Bilbao
Basket (Ú)
» Real Madrid: Unicaja Málaga (H),
Rio Natura Monbus (Ú), MoraBanc
Andorra (H), Laboral Kutza Bas-
konia (Ú), Bruixa d’Or Manresa (H)
leit á klukkuna og sá að það voru sjö sek-
úndur eftir. Þá tók ég bara á sprett og lét
boltann vaða á markið með von um að
skora,“ sagði Kristján Örn í samtali við
Morgunblaðið eftir leikinn um þessar æsi-
legu lokasekúndur. „Boltinn hafði við-
komu í Magga markverði Víkings en slapp
inn,“ sagði Kristján Örn glaður í bragði og
mátti svo sannarlega vera það. Kristján
Örn var markahæsti leikmaður Fjölnis
með sjö mörk. Fyrrgreindur Ingvar Krist-
inn var vel áverði í markinu og varði 17
skot.
„Við ætlum bara að fara í Víkina til þess
að vinna,“ sagði Kristján Örn ákveðinn og
greinilegt er að eftir tvo sigurleiki í röð þá
kemur hið unga lið Fjölnis, sem er nær
eingöngu skipað leikmönnum úr öðrum og
þriðja aldursflokki, fullt sjálfstrausts í Vík-
ina annað kvöld.
Fjölnismenn byrjuðu leikinn illa og voru
4:1 undir eftir um fimm mínútna leik.
Menn hristu af sér stressið og komust
smátt og smátt inn í leikinn. Vörn Fjölnis
var öflug og liðið fékk nokkur hraðaupp-
hlaup og var lengst af tveimur mörkum yf-
ir í fyrri hálfleik. Eftir tvö leikhlé með
skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks
vöknuðu Víkingar. Þeir skoruðu fjögur síð-
ustu mörk hálfleiksins og voru marki yfir
að honum loknum, 13:12.
Fjölnir náði mest fjögurra marka for-
skoti, 19:15, í síðari hálfleik en Víkingar
gáfu ekkert eftir og jöfnuðu metin, 22:22.
Framlengingin var æsileg en markalítil
og endaði með verðskulduðum sigri Fjölnis.
Leit bara á klukkuna
Kristján Örn Kristjánsson, 17 ára, tryggði Fjölni oddaleik í framlengingu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleði Gríðarlegur fögnuður braust úr meðal leikmanna og stuðningsmanna Fjölnis eftir ævintýralegan sigur á Víkingum.
Í GRAFARVOGI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Ævintýri Fjölnis úr Grafarvogi í umspils-
keppninni við Víking um sæti í Olís-deild
karla í handknattleik heldur áfram. Í gær-
kvöldi tryggði liðið sér oddaleik um keppn-
isréttinn með því að vinna nauman sigur,
24:23, í Dalhúsum í rafmögnuðum spennu-
leik sem varð að framlengja til þess að
knýja fram úrslitin. Kristján Örn Krist-
jánsson, 17 ára, skoraði sigurmarkið á síð-
ustu sekúndu. Hann hafði þá hlaupið með
boltann upp völlinn eftir að félagi hans
Ingvar Kristinn Guðmundsson hafði varið
skot frá Arnari Theodórssyni. „Ég bara
England
Hull City – Liverpool ........................................ 1:0
Staða efstu liða:
Chelsea 33 23 8 2 65:26 77
Manch.City 34 20 7 7 70:36 67
Arsenal 33 20 7 6 63:32 67
Manch.Utd 34 19 8 7 59:34 65
Liverpool 34 17 7 10 47:37 58
Tottenham 34 17 7 10 55:49 58
B-deild:
Rotherham – Reading...................................... 1:0
Kári Árnason lék allan tímann fyrir Rother-
ham.
Staða neðstu liða:
Brighton 45 10 16 19 44:54 46
Rotherham 45 11 15 19 46:67 45
Millwall 45 9 14 22 40:72 41
Wigan 45 9 12 24 39:61 39
Blackpool 45 4 13 28 36:91 25
Ítalía
Udinese – Inter Mílanó..................................... 1:2
B-deild:
Pescara – Pro Vercelli..................................... 1:0
Birkir Bjarnason lék allan tímann fyrir Pesc-
ara.
Spánn
Athletic Bilbao – Real Sociedad .....................1:1
Alfreð Finnbogason var ónotaður varamaður
hjá Real Sociedad.
Barcelona – Getafe............................................ 6:0
Levante – Córdoba............................................ 1:0
Þýskaland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Bayern München – Dortmund......................... 1:1
Dortmund hafði betur í vítakeppni, 2:0.
1. deild karla
Umspil, úrslit, fjórði leikur:
Fjölnir – Víkingur ........................... 24:23 e.framl.
Staðan er 2:2 og liðin mætast í oddaleik í Vík-
inni annað kvöld kl. 19.30.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, 1. umferð, 4. leikur:
Brooklyn – Atlanta ........................... (frl.) 120.115
Staðan er 2:2.
Austurdeild, 1. umferð, 5. leikur:
Chicago – Milwaukee.................................... 88:94
Staðan er 3:2 fyrir Chicago.
Vesturdeild, 1. umferð, 4. leikur:
Portland – Memphis ..................................... 99:92
Staðan er 3:1 fyrir Memphis.
HANDKNATTLEIKUR
Undankeppni EM karla:
Laugardalshöll: Ísland – Serbía .................. 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrslit karla, fjórði leikur:
Sauðárkrókur: Tindastóll – KR (1:2)........... 19.15
Í KVÖLD!
Mikið var dansað, sungið og trall-
að íþróttahúsinu að Varmá í Mos-
fellsbæ á sunnudaginn og jafnvel víð-
ar um bæinn eftir sigur Aftureldingar
á ÍR í oddaleik í undanúrslitum úr-
valsdeildar karla í handknattleik.
Gleðin var rík yfir að Afturelding-
arliðið var komið í úrslit Íslandsmóts-
ins í annað sinn í sögu félagsins og í
fyrsta sinn á öldinni.
Ekki var jafnt glatt á hjalla í her-
búðum Aftureldingarliðsins um líkt
leyti fyrir tveimur árum. Þá urðu Aft-
ureldingarmenn að bíta í það eldsúra
epli að falla úr úrvalsdeildinni. Bjart-
sýni hafði ríkt við upphaf keppn-
istímabilsins um haustið en von-
brigðin voru þeim mun meiri um
vorið. Margir leikir töpuðust naum-
lega.
Segja má að saga Aftureldingar-
liðsins þennan vetur hafi um margt
minnt á gengi Stjörnuliðsins í úrvals-
deildinni á nýliðnum vetri. Efnilegur
hópur handknattleiksmanna var fyrir
hendi sem skorti herslumuninn í
mörgum leikjum.
Eftir að Mosfellingar höfðu sleikt
sár sín var blásið til sóknar við dag-
renningu. Leikmenn liðsins, sem
flestir voru uppaldir hjá félaginu,
samþykktu að taka slaginn áfram í
stað þess að róa á önnur ný mið við
sólarupprás.
Blásið var til sóknar árið eftir og 1.
deild unnin með trompi og úrvals-
deildin tekin með áhlaupi í vetur. Eng-
inn þeirra leikmanna sem veltu fyrir
sér að söðla um fyrir tveimur árum
sér eftir í dag að hafa ákveðið að láta
ekki freistast. Tíu af 14 leikmönnum
liðsins sem vann ÍR í oddaleiknum
eru uppaldir hjá félaginu.
Gott væri ef leikmenn Stjörn-
unnar, sem nú sleikja sár sín, tækju
sama pól í hæðina og kollegar þeirra í
Aftureldingu gerðu þegar þeir vökn-
uðu af martröð sinni við dagrenningu
fyrir tveimur árum.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Jón Sigurðsson tryggði Íslandi 96:95
sigur á Skotum í 120. og síðasta landsleik
sínum í C-riðli Evrópumóts karla í körfu-
bolta 29. apríl 1984.
Jón fæddist 1951 og ólst að hluta til upp
í Bandaríkjunum þar sem hann lærði margt
um körfuboltaíþróttina. Jón varð Íslands-
meistari bæði með Ármanni og KR en það
þótti stórfrétt í íslensku íþróttalífi þegar
hann gekk í KR. Er hann af mörgum talinn
snjallasti körfuboltamaður sinnar kyn-
slóðar á Íslandi og var tekinn inn í lands-
liðið aðeins 17 ára gamall. Jón hafnaði í 4.
sæti í kjöri Íþróttamanns ársins 1978.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR-
DAGSINS