Morgunblaðið - 29.04.2015, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
✝ Egill Pálssonfæddist að Álft-
ártungu á Mýrum
30. september 1945.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 19.
apríl 2015. For-
eldrar hans voru
Gróa Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f.
4. júní 1917, og Páll
Þorsteinsson bóndi,
f. 3. febrúar 1913.
Systkini Egils eru Anna Þóra, f.
16. júní 1939, d. 31. ágúst 2011,
Svanur, f. 29. apríl 1942, Erna, f.
22. október 1943, Birgir, f. 4.
nóvember 1947, Steinunn, f. 26.
febrúar 1950 og Ásgerður, f. 29.
júní 1953. Eftirlifandi eiginkona
Egils er Jónína Bára Ósk-
Egill Örn, f. 24. september 1980.
Barnsmóðir Egils er Hildur Ax-
elsdóttir, f. 29. nóvember 1984.
Sonur þeirra er Manúel Hrafn, f.
3. júlí 2014.
Ungur byrjaði Egill að vinna
hjá Ræktunarsambandi Mýra-
manna á jarðýtu við rækt-
unarstörf. Árið 1966 hóf hann
störf við Vegagerðina í Borg-
arnesi og starfaði þar óslitið í
nær fimmtíu ár. Egill var farsæll
í starfi en varð að hætta vinnu
vegna veikinda. Egill bjó í for-
eldrahúsum sín æskuár þar til
þau hjónin festu kaup á íbúð við
Þorsteinsgötu 5 í Borgarnesi. Ár-
ið 2003 keyptu þau landspildu úr
landi Arnarstapa á Mýrum og
byggðu þar hús sem þau nefndu
Lyngás. Þar bjó Egill til dán-
ardags.
Útförin fer fram frá Borg-
arneskirkju í dag, 29. apríl 2015,
kl. 14.
arsdóttir, f. 7. maí
1949. Þau eignuðust
fimm syni: Pétur
Þór, f. 20. september
1966. Bergsteinn
Óskar, f. 17. ágúst
1969, hans kona er
Klara Berglind
Gunnarsdóttir, f. 21.
ágúst 1969. Þeirra
börn eru Sóley Bára,
f. 1. júní 1992, Haf-
dís Mist, f. 12. maí
1995, og Pétur Vilberg, f. 26.
október 2001. Sigmar Páll, f. 25.
júní 1973. Barnsmóðir Sigmars
er Halldóra Harpa Ómarsdóttir,
f. 2. nóvember 1978. Sonur
þeirra er Gabríel Örvar, f. 13.
september 1998. Vilberg Örvar,
f. 18. mars 1978, d. 2. apríl 1986.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hann Egill bróðir minn er dáinn.
Þessi illvígi sjúkdómur kom og knúði
dyra í Lyngási. Egill var alltaf í góðu
skapi, þótt hann hafi gengið í gegn-
um miklar raunir virtist hann alltaf
geta staðið þær af sér. Nú þegar ég
sit hér og skrifa og horfi á mynd af
honum finnst mér hann segja:
„Þetta verður allt í lagi.“
Það var alltaf notalegt að vera ná-
lægt honum og oft sátum við Siggi
hjá honum við eldhúsborðið á Lyng-
ási og margt bar á góma. Við vorum
þá að rifja upp góðu tímana í upp-
vexti okkar í Álftártungu. Síðan tók
Siggi við og þá var komið að bílun-
um. Þeir vissu um allt sem viðkom
bílum, aðallega þá gömlum bílum
sem löngu eru orðnir ónýtir. Ég tala
nú ekki um gömlu bílnúmerin sem
þeir mundu og rifjuðu upp hver átti
hvaða númer.
Egill var mikill dýravinur, sam-
anber trippin hans og eru þau algjör
dekurdýr. Einnig var hann mikill
skógræktarmaður. Furan hans, sem
hann bjargaði í vegkanti, er nú vaxin
á annan metra á hæð. Hann var í
stjórn Þroskahjálpar á Vesturlandi
um árabil og var ötull í uppbyggingu
og viðhaldi á dvalar- og skammtíma-
vistun í Holti fyrir ofan Borgarnes,
auk gróðursetningar trjáa ásamt
Ragnari Olgeirssyni. Aldrei skorti
hann tíma þegar málefni fatlaðra bar
á góma. Hann var mjög laginn og
útsjónarsamur í viðgerðum á bílum
og traktorum.
Hann vann í Vegagerðinni hér í
Borgarnesi í næstum 50 ár við ýms-
ar vegabætur og á veturna í snjó-
ruðningi víðsvegar á svæði Vega-
gerðarinnar. Það er allt frá
Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og
suður í Hvalfjörð. Þekkti hann
þessa staði eins og handarbakið á
sér. Hann á mörg handtök við vega-
bætur á landinu, svo sem að reka
niður vegstikur frá Reykjavík til
Siglufjarðar og til baka! Eignaðist
hann marga kunningja á ferðum
sínum fyrir Vegagerðina um landið.
Það er tómlegt að koma í Lyngás
þegar sæti húsbóndans er autt.
Elsku mamma, Jónína, strák-
arnir mínir fjórir og þeirra fjöl-
skyldur. Innilegar samúðarkveðjur
til ykkar allra.
Steinunn og Sigurður.
Egill Pálsson
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Teg. 171 Mjúkar og þægilegar
dömu-mokkasínur úr leðri og
skinnfóðraðar. Litir: hvítt, beige,
grátt, rautt og svart. Stærðir: 36-42.
Verð: 14.685.
Teg. 83 Mjúkar og þægilegar dömu-
mokkasínur úr leðri, fóðraðar. Litir:
svart og rautt. Stærðir: 36-42
Verð: 14.685.
.
Teg. 55 Mjúkar og þægilegar dömu-
mokkasínur úr leðri, skinnfóðraðar.
Stærðir: 36-42.
Verð: 14.685.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
Sendum um allt land
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Tilbúin
karton og
rammar
Lokað
5.-8. maí
20%
afsláttur
í maí
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Matador framleitt af Continental
Slóvakíu. 295/80 R 22.5 kr. 79.000
Tilboð
Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi.
S. 544-4333.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
smidur.com
Sími 897 9933
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373.
brbygg@simnet.is
Kerrur
Humbaur gæða álkerrur
Bjóðum þessar léttu og sterku
álkerrur frá Humbaur Þýskalandi á
kr. 149.900. Gerð1380. Stærð 201 x
102 cm, burður 750 kg brúttó og 628
kg nettó. Skoðið heimasíðu okkar.
www.Topplausnir.is
Upplýsingar í síma 5177718.
Smiðjuvegur 40, gul gata.
Kópavogi.
GJAFAHALDARAR
Á TILBOÐI :
stakar stærðir skál C-G kr.
4.500,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Foldahraun 42, 218-3486, þingl. eig. Freydís Fannbergsdóttir,
gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur og Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf., miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 10.00.
Vestmannabraut 57, 218-5024, þingl. eig. Ebba Guðlaug Gunnars-
dóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn
6. maí 2015 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
28. apríl 2015.
Tilboð/útboð
Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015.
Aðveitustöð – Aðalskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 20. mars 2015 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi
Grundarfjarðar 2003-2015 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu
tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa aðveitustöðina fjær íbúðarbyggð. Markmiðið
er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma.
Aðalskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags-
og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 29. apríl 2015 til 11. júní 2015 og eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér aðalskipulagsbreytinguna og koma ábendingum
eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350
Grundarfjörður eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi 11. júní 2015.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.
Auglýsing um nýtt deiliskipulag vestan Kvernár - Aðveitustöð.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 20.mars 2015 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu
samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga er auglýst samhliða breytingu á aðal-
skipulagi 2003-2015.
Skipulagssvæðið er áætlað fyrir eina iðnaðarlóð og aðkomu að henni. Á lóðinni sem er 4.900m² að stærð, er
heimilt að reisa allt að 620m² byggingu. Hámarkshæð húss er 8.25m frá gólfi jarðhæðar. Skipulagssvæðið sem
er rúmir 7.6ha er suðaustan þéttbýlisins og liggur á milli ánna Gilóss og Kvernár. Sjá nánar í deiliskipulagstillögu
og greinagerð.
Deiliskipulagstillagan og greinagerðin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á
skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 29. apríl 2015 til 11. júní
2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og
koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar,
Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 11. Júní 2015.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 9-16. Opin handavinnu-
stofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Heilsugæsla kl. 10-11.30. Stóladans
með Þóreyju kl. 10-10.40. Opið hús, m.a. vist og brids kl. 13-16.
Ljósbrotið prjónaklúbbur með Guðnýju kl. 13-16.
Boðaþing 9 Vatnsleikfimi kl. 9.30, handverk kl. 9-16, Bónusrúta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Spiladagur, leikfimi kl. 10.40, handavinna og
glerlist kl. 13.
Bústaðakirkja Heimildarmynd kl. 13 um lífið í Hæðargarði. Helga
Margrét Guðmundsdóttir verður með stutt erindi á undan
sýningunni. Kaffi, handavinna og spil.
Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40.
Furugerði 1 Botsía kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Framhalds-
saga og skák kl. 14. Nánari upplýsingar í síma 411-2740.
Garðabær Stólaleikfimi fyrir konur og karla í Sjálandi kl. 9.10,
kvennaleikfimi í Sjálandi kl kl. 10 og í Ásgarði kl. 11, vatnsleikfimi í
Sjálandi kl. 7.30, bútasaumur og brids í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður með leiðbeinanda
kl. 9-16. Söngur, dans kl. 10, leikfimi kl. 10.40. Pappamódel með
leiðbeinanda kl. 13-16. Steinamálun með leiðbeinanda kl. 13-15.
Félagsvist kl. 13.
Gjábakki Handavinnustofan opin, botsía kl. 9.10, glerlist kl. 9.30,
félagsvist og gler- og postulínsmálun kl. 13, almennur söngur kl. 15,
Ingvar Hólmgeirsson spilar undir á harmoniku.
Grensáskirkja Vorfagnaður kl. 17.30-19. Helgistund í umsjá
sóknarprests. Sr. Hjálmar Jónsson flytur gamanmál og fer með
kveðskap. Stofukórinn syngur nokkur lög. Kvöldverður kostar 1.000
kr. Skráning í mat var á mánudag. Upplýsingar í síma 528-4410.
Gullsmári 13 Lokadansleikur laugardaginn 2. maí. Haukur
Ingibergsson leikur fyrir dansi.
Hátúni 12 Félagsvist kl. 18.30.
Hraunbær 105 Kl. 8.30 frítt kaffi á könnunni og spjall, kl. 9 opin
handavinna leiðbeinandi, kl. 9-11 hjúkrunarfræðingur, kl. 9.45 leikfimi,
kl. 11.30 hádegismatur, kl. 13 frjálst spil, kl. 14.30 kaffi.
Hraunsel Ganga Kaplakrika kl. 10-12. Pútt Hraunkoti kl. 10-11.30.
Línudans kl. 11. Bingó kl. 13. Saumar kl. 13. Gler kl. 13. Bútasaumur
Hjallabraut kl. 13. Boltaleikfimi kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16, molasopi til kl. 10.30 og blöð liggja
frammi, opin vinnustofa, jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, hádegismatur kl.
11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Línudans kl. 13.30, kaffi kl. 14.30,
púsluspilin liggja frammi.
Hæðargarður 31 Qi gong kl. 6.45, við hringborðið kl. 8.50, silfur-
smíði í Réttó kl. 9, leikfimi á RÚV kl. 9.45, framsagnarhópur kl. 10,
ganga kl. 10, „Að liðka málbeinið“ kl. 13, hláturjóga kl. 13.30, tálgun í
ferskan við kl. 14.30, spilabingó með Sólbúum kl. 15, nánar í s. 411-
2790.
Íþróttafélagið Glóð Keðjudansar í Kópavogsskóla kl. 15.30.
Línudans í Gullsmára kl. 17, kl. 18 byrjendur. Uppl. í síma 554-3774 og
á www.glod.is
Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9 til 13 í Borgum. Gönguhópar kl. 10
frá Borgum og í Egilshöll. Félagsfundur Korpúlfa kl. 13.30 í Borgum,
fjölbreytt tónlistarveisl, myndasýning, upplestur og fleira.
Neskirkja Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor fjallar kl. 13.30
um Steinunni Jóhannesdóttur Hayes, sem var fyrsta konan sem
vígðist til prests á Íslandi. Hún var einnig læknismenntuð og starfaði í
Kína. Kaffi og kruðerí. Sr. Skúli S. Ólafsson veitir nánari upplýsingar.
Norðurbrún Kaffi kl. 8.30. Útskurður kl. 9. Leikfimi kl. 9.45. Ganga kl.
10. Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12. Bókmenntahópur kl. 11.
Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Félagsvist kl. 14. Bónusbíll kl. 14.40.
Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Listasmiðja á Skólabraut
kl. 9. Botsía í Gróttusal kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Handavinna í salnum á Skólabraut kl.
13.Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.
18.30.Til þeirra sem skráðir eru á vorfagnaðinn á morgun 30. apríl:
húsið opnað kl. 19.15.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Stangar-
hyl 4 kl. 10. Söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson og Baldur
Óskarsson.
Vesturgata 7 Setustofa, kaffi kl. 9. Vinnustofa opin (án leiðbeinanda)
kl. 9. Fótaaðgerð kl. 9. Hárgreiðsla kl. 9. Spænska kl. 9.15 (framhald).
Spænska kl. 10.45 (byrjendur). Hádegisverður kl. 11.30. Verslunarferð í
Bónus kl. 12.10.Tréútskurður kl. 13. Myndmennt kl. 13. Kaffi kl. 14.30.
Fimmtudaginn 21. maí kl. 19 verður farið í Borgarleikhúsið að sjá
söngleikinn Billy Elliot, farið frá Vesturgötu 7 kl. 18.15, upplýsingar og
skráning í síma 535-2740.
Vitatorg Bókband og handavinna kl. 9, ferð í Bónus kl. 12.20, rúta við
Skúlagötu. Framhaldssaga kl. 12.30. Dansað við undirleik Vitatorgs-
bandsins kl. 14.
Félagslíf
GLITNIR 6015042919 I Lf.
HELGAFELL 6015042919 IV/V
Lf.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58–60
Samkoma í kvöld kl. 20 í
Kristniboðssalnum. Ragnar
Gunnarsson segir frá verkefnum
í Keníu. Ræðumaður er Ólafur
Jóhannsson. Allir velkomnir.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Blómsturvellir 14, 740 Fjarðabyggð, fastanr. 216-8963, þingl. eig.
Guðni JóhannTraustason og Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, gerðar-
beiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 15.00.
Ljósárbrekka 1, 735 Fjarðabyggð, fastanr. 228-3623, þingl. eig.
Jóhann Bjarki Ólason, gerðarbeiðandiTollstjóri, þriðjudaginn 5. maí
2015 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Austurlandi,
28. apríl 2015.
fasteignir
Dagskrá
1. Setning fundar og bæn
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla um starfsemi Garðasóknar
4. Reikningar Garðasóknar og Garðakirkjugarðs 2014
og áætlun 2015
5. Skýrsla um starfsemi Styrktarsjóðs Garðasóknar og
afgreiðsla reikninga
6. Staða Garðakirkjugarðs
7. Kosningar í sóknarnefnd
8. Önnur mál
Aðalsafnaðarfundur
Garðasóknar
Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar verður
haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju
miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 17.30
Fundir/Mannfagnaðir
✝ Jónína Árna-dóttir fæddist 6.
nóvember 1946 í
Reykjavík. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi þann 19.
apríl 2015.
Foreldrar hennar
voru Árni Gestsson
forstjóri, f. 14. júní í
Reykjavík, d. 28.
desember 2002, og
Ásta Jónsdóttir hús-
móðir, f. 18. desember 1920, d. 26.
maí 2000. Systkini Jónínu eru
Gestur Árnason, f. 1948, í sambúð
með Judith Önnu Hampshire,
Börkur Árnason, f. 1955, giftur
Lisu-Lottu Reynis Anderssen og
Ásta Árnadóttir, f. 1960, gift Jóni
Grétari Margeirssyni.
Jónína var gift Kristjáni Þórð-
arsyni en þau skildu árið 1986.
Björn Jónínu og Kristjáns eru: 1.
an í maí 1963. Að lokinni útskrift
hóf Jónína nám við L.T.C. Ladies
College of English í Eastbourne í
Englandi. Hún lauk námi þaðan
vorið 1964 í ensku fyrir útlend-
inga. Árið 1966 fór Jónína í hús-
mæðraskóla í Kolding í Danmörku
í fimm mánuði. Hún var í hús-
mæðraskólanum með æsku-
vinkonum sínum. Jónína stundaði
einnig nám við kvöldskólann í
Fjölbraut í Breiðholti árin 1984-
1986 en lauk ekki námi sökum
veikinda.
Jónína starfaði allan sinn starfs-
aldur í fyrirtæki föður síns, Globus
ehf., sem gjaldkeri. Jónína sinnti
ýmsum félagsstörfum og gekk
m.a. í Soroptimistaklúbb Árbæjar
í maí 1983 og í Oddfellowregluna
árið 2001 og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum þar. Jónína bjó að
Markarvegi í Fossvoginum sl. 27
ár og leið mjög vel þar.
Útför Jónínu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 29. apríl 2015,
og hefst athöfnin kl. 11.
Arna, f. 17. nóvember
1970, gift Ívari
Trausta Jósafatssyni,
f. 12. júní 1961. Börn
þeirra eru Ólafur
Ingi, f. 7. ágúst 1999,
Kjartan Kári, f. 7. jan-
úar 2004 og Unnur
Erla, f. 20. júlí 2005. 2.
Þórður Ingimar, f. 15.
október 1974, giftur
Ann Kristínu Hrólfs-
dóttur, f. 24. apríl
1976. Börn þeirra eru Sara Björk,
f. 10. febrúar 2006, og Kristjana
Kara, f. 17. febrúar 2009. Fyrir
átti Þórður Elísabetu Örnu, f. 25.
maí 1996.
Jónína ólst upp á heimili for-
eldra sinna á Langholtsvegi 153.
Hún lauk barnaprófi frá Lang-
holtsskóla vorið 1959 og hóf nám
við Kvennaskólann í Reykjavík
sama haust. Hún útskrifaðist það-
Það er sárt að kveðja þig, elsku
mamma, en það var enn sárara að
fylgjast með þér síðustu vikurnar í
veikindunum, hvernig heilsu þinni
hrakaði og lífsvonin hvarf. Þú
varst svo dugleg og ákveðin í að ná
bata, talaðir um að vilja fara með
okkur í ferðalög til útlanda, jafnvel
kaupa sumarbústað svo við gætum
öll átt saman athvarf. Þú varst
bjartsýn og vongóð til að byrja
með en svo kom hvert áfallið eftir
annað og ég skil að það hafi verið
erfitt að halda í vonina í þeirri veg-
ferð. Þó svo að tímabilið sem þú
varst á spítalanum hafi verið erfitt
þá færði það okkur hvora nær ann-
arri og fyrir það verð ég ætíð
þakklát. Ég á góðar minningar um
þig, minningar sem ylja við fráfall
þitt, minningar úr æskunni, úr
ferðalögum okkar og sérstaklega
síðustu ferð okkar til London í
september 2013. Þú varst svo
ánægð með hvað þú gast áorkað
miklu, hvað við gátum skoðað mik-
ið, ferðast um í neðanjarðarlestun-
um og ekki síst hvað við áttum
góðan tíma tvær saman.
Ég veit að þú varst stolt af okk-
ur systkinunum og veit að þú elsk-
aðir okkur og börnin okkar. Þú
hafðir gaman af því að heyra sögur
af ömmubörnunum, afrekum
þeirra og öllu þessu daglega. Við
erum öll að missa mikið, ekki síst
börnin okkar Þórðar sem nú missa
ömmu sína sem þeim þótti svo
vænt um. Þú hafðir gaman af
mannamótum og áttir margar vin-
konur, æskuvinkonur og góðar
konur sem þú kynntist á lífsleið-
inni. Þú ræktaðir þær vel og þér
þótti mjög vænt um þær. Okkur
Þórð langar að þakka þeim fjöl-
mörgu vinkonum mömmu sem
hafa heimsótt, aðstoðað og hjálpað
mömmu í gegnum sín veikindi í
gegnum tíðina og þá sérstaklega
undir lokin, þegar hún þurfti mest
á því að halda.
Elsku mamma mín, hvíl í friði
og í faðmi foreldra þinna sem þú
elskaðir svo mikið. Megi Guð og
englarnir vaka yfir þér.
Þín
Arna.
Jónína Árnadóttir
✝ Sigríður Svan-hildur Magnús-
dóttir Snæland
fæddist í Reykjavík
7. júlí 1943. Hún
lést á Landspít-
alanum 16. apríl
2015.
Sigríður var
dóttir hjónanna
Magnúsar G. Mar-
ionsonar mál-
arameistara, f 22.
ágúst 1911, d. 17. desember
1993, og Drafnar P. Snæland
saumakonu, f. 10. september
1915, d. 10 mars 1999. Systkini
Sigríðar eru: Sigurður Eggert, f.
27. janúar 1937, d. 3. apríl 2005,
Kristjana, f. 10. maí 1940, Magn-
ús Guðbergur, f. 5. desember
1944, d. 8. mars 1969, og Jóhann
Marion, f. 13. júlí 1947.
Sigríður giftist hinn 14. apríl
1968 Kristófer Þorleifssyni
lækni, f. 15. júlí 1946. Þeirra
börn eru: 1) Dröfn Snæland,
verslunarmaður, f. 28. september
1960, og maki hennar er Jón Ari
Eyþórsson símsmíðameistari og
f. 11. febrúar 2002, og Tómas, f.
1. nóvember 2007. 4) Jóhanna,
hjúkrunarfræðingur, f. 19. sept-
ember 1975, maki hennar er
Pálmi Vilhjálmsson kennari, f.
15. mars 1975. Þeirra dætur eru
Hrefna Lind, f. 13. apríl 2002, og
Sara Lind, 25. september 2006.
Sigríður ólst upp í Mjóstræti
og síðar á Bústaðaveginum í
Reykjavík. Hún nam snyrtifræði
en starfaði aldrei við það fag.
Hún sinnti ýmsum umönn-
unarstörfum á sjúkrahúsum í
Reykjavík þar til þau hjónin
fluttu til Ólafsvíkur 1974 þar
sem Kristófer var héraðslæknir
til 1988. Þar starfaði hún sem
ritari á heilsugæslustöðinni í
Ólafsvík. Eftir að þau fluttu frá
Ólafsvík var Sigríður gjaldkeri
hjá ÁTVR fram til ársins 2005
þegar hún lét af störfum. Hún
var virkur félagi í golfklúbbi
Garðabæjar og Kópavogs í tvo
áratugi og einnig í Golfklúbbi
Úthlíðar.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag, 29. apríl
2015, og hefst athöfnin kl. 15.
þeirra börn eru Svan-
hildur Snæland, f. 26.
júlí 1985, maki henn-
ar er Sigurður Jóns-
son, rafvirki og börn
þeirra eru Viktor
Berg, f. 6. október
2011, og Soffía Krist-
ey, f. 3. nóvember
2014, Eyþór Snæland,
f. 1. ágúst 1992, og
Eygló Snæland, f. 22.
nóvember 1996. 2)
Guðfinna, hjúkrunarfræðingur,
f. 8. ágúst 1968, fyrrverandi
maki Úlfar Helgason, f. 5. sept-
ember 1968. Þeirra synir eru:
Veturliði, f. 13. febrúar 1996,
Þorleifur, f. 26. desember 2000,
og Þorbergur, f. 4. nóvember
2004. 3) Eggert Þór, viðskipta-
fræðingur, f. 29. desember 1970,
maki hans er Ágústa Dröfn
Kristleifsdóttir, leikskólakenn-
ari, f. 5. nóvember 1972, þeirra
börn eru Eva Ósk viðskiptafræð-
ingur, f. 16. október 1988, henn-
ar maki er Valur Ægisson verk-
fræðingur, f. 28. september 1984,
Kristófer, f. 25. júlí 1995, Hekla,
Hugrekki og hugulsemi
og huggun þegar hún er brýn.
Þrautseigja og þolinmæði –
kostir sem að prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi,
barlóm lætur eiga sig.
Trygglynd, trú, já algjört æði.
Takk fyrir að eiga mig.
(Kvæði eftir Önnu Þóru 1963)
Jóhanna.
Elsku besta mamma mín, það er
svo óraunverulegt að sitja hér og
skrifa minningargrein um þig. Þú
varst tekin frá mér allt of fljótt og
ég óska þess að við hefðum fengið
lengri tíma saman. Eftir situr stórt
tóm í hjarta mínu og yfirþyrmandi
söknuður. Þú varst alltaf til staðar
fyrir mig með þinni umvefjandi
hlýju og ástúð. Ég geymi allar þær
fallegu minningar sem ég á um þig
í hjarta mínu, þær eru dýrmætari
en gull. Í dag kveð ég þig elsku
mamma með trega í hjarta en er
jafnframt þakklát fyrir allar ynd-
islegu stundirnar sem við höfum
átt saman í gegnum tíðina. Ég
mun ávallt elska þig, mamma mín.
Knús og kossar.
Þú ert gull og gersemi,
góða besta mamma mín.
Dyggðir þínar dásami
eilíflega dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi
væntumþykja úr augum skín.
Sigríður Svanhildur
Magnúsdóttir Snæland