Morgunblaðið - 29.04.2015, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
22 MENNING
Paul Blart:
Mall Cop 2 L
Eftir að hafa eytt sex árum í
að vernda kringlur borgar-
innar heldur Paul Blart til
Las Vegas með dóttur sinni
til að eyða með henni tíma
áður en hún fer í háskóla.
IMDB 4,0/10
Laugarásbíó 17.50, 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 17.45, 20.00,
22.50
Borgarbíó Akureyri 20.00
Run All Night 16
Gamall leigumorðingi þarf
að takast á við grimman
yfirmann sinn til þess að
vernda son sinn og fjöl-
skyldu hans.
Metacritic 59/100
IMDB 7,1/10
Sambíóin Álfabakka
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.50
Töfraríkið L
Stórkostleg ferð um Móður
Jörð, allt frá tindum hæstu
fjalla til hafsbotna.
IMDB 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 18.00
A Second Chance 14
Lögreglumennirnir Andreas
og Simon sinna útkalli heim
til pars sem er djúpt sokkið í
neyslu og finna nokkurra
mánaða gamlan son þeirra
hjóna grátandi inni í skáp.
IMDB 7,1/10
Háskólabíó 17.30, 20.00,
22.20
Borgarbíó Akureyri 18.00,
20.00
Austur 16
Ungur maður er tekinn í
gíslingu af ofbeldisfullum
glæpamanni sem er í mikilli
neyslu.
Háskólabíó 20.00, 22.40
Borgarbíó Akureyri 22.00
The Age of Adaline L
Adaline Bowman hefur lifað
í einveru stóran hluta af lífi
sínu í ótta við að tengjast
einhverjum of sterkum
böndum og með áhyggjur af
því að leyndarmál hennar
spyrjist út.
Metacritic 51/100
IMDB 7,5/10
Laugarásbíó 20.00
The Second Best Ex-
otic Marigold Hotel L
Hjónin Muriel og Sonny
hyggjast opna hótelútibú á
Indlandi og er tjáð af fjár-
festi að fulltrúi hans muni
skoða fyrirætlaðan stað.
Metacritic 51/100
IMDB 6,8/10
Háskólabíó 17.30
Fast & Furious 7 12
Metacritic 66/100
IMDB 9,1/10
Laugarásbíó 22.00
Smárabíó 20.00, 22.10
Borgarbíó Akureyri 22.00
Get Hard 12
Metacritic 33/100
IMDB 6,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 17.40
Fúsi 10
Fúsi er liðlega fertugur og
býr einn með móður sinni.
Líf hans er í afar föstum
skorðum og fátt kemur á
óvart.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 64/100
IMDB 7,7/10
Háskólabíó 17.30, 20.00,
22.10
The Divergent
Series: Insurgent 12
Eftir að hafa misst foreldra
sína en bjargað mörgum af
félögum sínum flýr Tris
ásamt Caleb, Fjarka og fleir-
um yfir á svæði hinna frið-
sömu þar sem þau þurfa að
ákveða næsta leik.
Metacritic 43/100
Sambíóin Álfabakka 17.30
Loksins heim L
Geimveran seinheppna Ó
kemur til jarðar og hittir
hina ráðagóðu Tátilju.
Metacritic 48/100
IMDB 6,7/10
Laugarásbíó 17.50
Smárabíó 15.30, 17.45
Samba L
IMDB 6,7/10
Háskólabíó 20.00, 22.10
Cavalleria Rusticana
Sambíóin Kringlunni 18.00
Citizenfour
Bíó Paradís 18.00
Wild Tales
Bíó Paradís 18.00
Blind
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Black Coal, Thin Ice
Morgunblaðið bbbmn
IMDB 6,7/10
Bíó Paradís 20.20, 22.20
The Grump L
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 72/100
IMDB 7,5/10
Bíó Paradís 20.10
Stations of the
Cross
Bíó Paradís 22.00
Whiplash
Morgunblaðið bbbbn
Bíó Paradís 22.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Það er undir Hefnendunum
komið að stöðva hræðilegar
áætlanir hins illa Ultrons.
IMDB 9,3/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Sambíóin Álfabakka 17.00, 19.00, 19.00,
20.00, 22.00, 22.00
Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.00, 20.00,
22.00, 23.00
Sambíóin Kringlunni 17.00, 20.00, 22.00
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10
Smárabíó 16.00, 17.00, 17.00, 19.00, 20.00,
20.00, 22.00
Avengers: Age of Ultron 12
Eftir að hafa svo oft mistekist með
beinum árásum ákveður Júlíus Sesar að
reisa glænýja borg til að umkringja Gaul-
verjabæ.
Morgunblaðið bbbmn
IMDB 7,0/10
Laugarásbíó 17.50
Smárabíó 15.30
Háskólabíó 17.30
Borgarbíó Akureyri 18.00
Ástríkur á Goðabakka L
Brottrekinn sovéskur herlögreglumaður
rannsakar raðmorð á börnum.
Morgunblaðið bmnnn
IMDB 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.10, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.30
Child 44 16
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá því
að hljómplötuútgáfan Steinar hf. var
stofnuð og gaf út fyrstu plötuna, Sumar
á Sýrlandi með Stuðmönnum. Af því til-
efni gefur Sena út á morgun þriggja
diska safnplötu, Með lögum skal land
byggja, með 60 lögum sem komu út á
vegum útgáfunnar.
Steinar Berg Ísleifsson, stofnandi
Steinars hf., segist hafa viljað gera kröft-
ugri útgáfusögu fyrirtækisins, sem
spannar 18 ár, góð skil með veglegri
safnplötu. Við valið á lögunum 60 tók
Steinar tillit til nokkurra þátta. ,,Bæði
vildi ég hafa úrvalið nokkuð vítt og breitt
þannig að það gæfi ákveðna heild-
armynd. Svo vildum við vekja athygli á
þeim hljómsveitum sem höfðu náð sér-
stökum árangri á þessum tíma. Jafn-
framt vildum við bæta við skemmtilegum
viðbótum sem voru ekki augljósar fyrir
alla en eru mér engu að síður kærar.“
Steinar hf. bryddaði upp á ýmsum nýj-
undum á Íslandi á borð við innflutning á
erlendum listamönnum, þ. á m. hljóm-
sveitina Stranglers. ,,Við rákum einnig
hljómplötuverslanir og vorum þannig í
beinum tengslum við fólk. Okkar aðall
var kraftmikil íslensk útgáfa og við vor-
um í náinni samvinnu við fjöldann allan
af íslenskum tónlistarmönnum.“
Mezzoforte ruddi brautina
Spurður um upplifun sína af útgáfu-
tímabilinu svarar Steinar: ,,Þetta var
rússíbanareið yfir átján ár sem liðu alveg
ótrúlega fljótt. Afar margt og mikið átti
sér stað á tímabilinu og keyrslan var
mikil. Á sama tíma snerist allt um tón-
list. Allt sem við gerðum var gert í því
augnamiði að koma íslenskri tónlist á
framfæri við Íslendinga og útlendinga.“
Steinar hf. var fyrsta fyrirtækið til að
kynna íslenska tónlistarmenn erlendis
og koma þeim á vinsældalista úti í heimi.
Steinar rifjar upp að Mezzoforte hafi
komið laginu „Garden Party“ í 17. sæti
breska vinsældalistans árið 1983. ,,Við
höfum unnið með fjölmörgum íslenskum
sveitum en engin hefur náð viðlíka ár-
angri og Mezzoforte. Þeir náðu ein-
stökum árangri og ruddu brautina fyrir
aðra,“ segir hann.
Steinar bendir á að ýmislegt hafi
breyst frá árinu 1983. ,, Það var fjar-
lægur möguleiki að koma íslenskri tón-
list á framfæri erlendis á þessum tíma.
Fólki þótti hreinlega skrýtið að bjóða
Englendingum að hlusta á íslenska tón-
list. Þetta hefur breyst algjörlega.“
Safnplötunni fylgir veglegur bækl-
ingur þar sem farið er yfir sögu Steinars
í máli og myndum. Jónatan Garðarsson,
sem starfaði hjá útgáfunni á árunum
1977-1983, ritaði textann. Hann segir að
hugmyndin að safnplötunni hafi kviknað
í kjölfarið af útgáfu safnplötu í tilefni af
50 ára afmæli SG hljómplatna, sem kom
út í fyrra. Steinar hafi komið að máli við
hann og þeir ráðgast um hvernig væri
best að minnast sögunnar í kringum
Steinar hf. í tilefni tímamótanna.
,,Steinar hf. var að mínu viti öflugasta
hljómplötufyrirtæki landsins. Lengi vel
var Steinar hf. sú útgáfa sem gaf út lang-
flestar íslenskar plötur á hverju ári. Út-
gáfan bryddaði einnig upp á ýmsum nýj-
ungum, eins og að gefa út safnplötur
með erlendu og innlendu efni sem hafði
ekki verið gert fram að því, halda útgáfu-
tónleika, flytja inn erlenda tónlistar-
menn og fleira. Þetta var mjög kröftugur
og skemmtilegur tími,“ greinir Jónatan
frá. Hann bendir á að hæglega hefði
mátt gefa út sex plötur, hefði öllum vin-
sælum lögum sem útgáfan gaf út verið
gerð skil. ,,Markmiðið var að spanna
ákveðna sögu og ákveðna breidd á þessu
tímabili. Þó svo að þetta sé ekki langt
tímabil, breyttist tónlistin töluvert á
þessu tímabili og því er eðilegt að
breiddin sé mikil. Platan kemur samt
ótrúlega heildstætt út og það er merki-
lega mikill heildarsvipur.“
Margir þekktustu og kærustu tónlistarmenn þjóðarinnar flytja sígild lög á disk-
unum þremur og flestir ættu því að kannast við mörg þeirra.
Meðal laga á plötunum eru „Disco frisco“ með Ljósunum í bænum af plötunni
Disco frisco (1979), „This is the Night“ með Mezzoforte og Noel McCalla af 12“
plötunni: This Is The Night (1985), „Fjöllin hafa vakað“ með Egó af plötunni Í
mynd (1982), „Týnda kynslóðin“ með Bjartmari Guðlaugssyni, af plötunni Í
fylgd með fullorðnum (1987), „Stúlkan“ með Todmobile, af plötunni Todmodbile
- Spillt (1993), „Vertu ekki að plata mig“ með HLH flokknum og Siggu Beinteins
af plötunni HLH flokkurinn - í rokkbuxum og strigaskóm (1984), „Danska lagið“
með Bítlavinafélaginu af safnplötunni Bandalög (1989), „Í bláum skugga“ með
Stuðmönnum af plötunni Sumar á Sýrlandi (1975) og „Nei sko“ með Spilverki
þjóðanna af plötunni Sturla (1977).
Sextíu sígild lög af mikilli breidd
SÖGULEG YFIRFERÐ 1975-1993
Minnast átján ára rússíbanareiðar
Morgunblaðið/Bragi Þór Jósefsson
Mezzoforte Varð fyrst íslenskra hljómsveita til að komast á erlendan vinsældalista, þann breska árið 1983.
Hljómplötuútgáfan Steinar hf. hefði orðið fertug í ár Þriggja diska safnplata
Steinar Berg Ísleifs-
son árið 1981
Jónatan
Garðarsson
Óp-hópurinn, í samstarfi við Vonar-
strætisleikhúsið, mun í kvöld halda upp
á 150 ára afmæli tónskáldsins Richards
Strauss í fyrra með sýningunni Ég heiti
Richard Strauss! Sýningin fer fram í
Salnum í Kópavogi kl. 20 og samdi
Sveinn Einarsson handritið að henni og
leikstýrir einnig. Arnar Jónsson leikari
mun leika Strauss og verða bæði flutt
söngljóð og óperutónlist. Óp-hópurinn
er félagsskapur nokkurra óperusöngv-
ara og hefur sett upp fjölda sýninga og
óperur.
Sveinn hefur áður unnið með hópn-
um, gerði í fyrra með honum sýninguna
Verdi og aftur Verdi. „Verdi er vinsæll
og nú langaði okkur að kynna höfund
sem er minna þekktur á Íslandi,“ segir
Sveinn. Strauss sé aðallega þekktur fyr-
ir sönglög en sé þó sennilega þekktasta
óperutónskáld 20. aldar. Því hafi hóp-
urinn viljað kynna hans verk með þess-
ari sýningu.
„Við bara bjóðum honum í afmæl-
isveisluna,“ segir Sveinn, spurður út í
hlutverk Arnars í sýningunni. „Hann er
bara Strauss, kemur og heilsar áhorf-
endum og svo talar hann við söngv-
arana líka,“ bætir hann við. Arnar og
hópurinn verði í búningum og í seinni
hluta sýningarinnar verði fluttur stutt-
ur útdráttur úr vinsælasta verki
Strauss, óperunni Rósariddarinn.
„Þetta er voldugt og ákaflega metn-
aðarfullt hjá þessum ungu söngvurum.
Þetta er ákaflega efnilegur hópur,“
segir Sveinn að lokum um Óp-hópinn.
helgisnaer@mbl.is
Arnar Jónsson leikur Strauss
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Strauss-veisla Óp-hópurinn með Arnari Jónssyni og Sveini Einarssyni.
Ég heiti Richard
Strauss! í Salnum
Út er kominn hjá þýska útgáfufyrirtækinu Gruenrekorder disk-
urinn Sounds of Iceland /Íslandshljóð sem hefur að geyma hljóð-
upptökur úr íslenskri náttúru sem tónskáldið Hafdís Bjarnadótt-
ir tónskáld hefur safnað víða um land sl. fimm ár. Upptökurnar
eru af náttúrufyrirbrigðum eins og jöklum, fossum, hverum,
hellum og fuglum. Í tilefni af útgáfunni verður boðið upp á opið
hús í Fræðasetrinu í Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld kl. 21-23 en
þá er fjara og hægt að ganga út í eyjuna og til baka. Hægt verður
að hlusta á geisladiskinn í heyrnartólum á staðnum auk þess sem
hann verður til sölu og heit súpa og brauð í boði fyrir gesti.
Íslandshljóð og opið hús í Fræðasetrinu
Hafdís Bjarnadóttir
Leikritið Í hjarta
Hróa hattar eftir
David Farr í upp-
færslu Vesturports
verður frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu 12.
september nk. í leik-
stjórn Gísla Arnar
Garðarssonar og
Selmu Björnsdóttur
og mun Þórir Sæ-
mundsson fara með hlutverk Hróa.
Varð hann fyrir valinu eftir langar og
strangar leikprufur, skv. tilkynningu.
Verkið heitir á frummálinu The Heart
of Robin Hood, var frumsýnt hjá The
Royal Shakespeare Company árið 2011
og hefur hlotið mikið lof beggja vegna
Atlantshafsins. Það var m.a. tilnefnt
sem besta sýning ársins í Boston í fyrra
og hlaut verðlaun fyrir leikstjórn, leik-
myndahönnun, ljósahönnun og búninga.
Í hjarta Hróa hattar
sýnt í Þjóðleikhúsinu
Þórir Sæmundsson
Eigendur minni kvik-
myndahúsa í Þýska-
landi eru ósáttir við
fyrirætlanir stórfyr-
irtækisins Disney um
að hækka gjald fyrir
sýningarétt á þeim
kvikmyndum sem
það framleiðir. Kvik-
myndahús í 193 bæj-
um og borgum
Þýskalands tóku þá ákvörðun um liðna
helgi að sýna ekki ofurhetjumyndina
Avengers: Age of Ultron sem Disney
framleiðir og hefur notið gríðarmikillar
aðsóknar víða um heim. Verður svo
áfram mæti Disney ekki kröfum kvik-
myndahúsaeigenda, skv. frétt á vef
kvikmyndatímaritsins Hollywood Re-
porter. Og ekki nóg með að ofur-
hetjumyndin verði ekki sýnd heldur
gildir það sama um allar Disney-
myndir, þ. á m. teiknimynd um Skelli-
bjöllu, Tinkerbell: Legend of the Never-
beast, sem frumsýnd verður 30. apríl.
Sýna ekki Disney
ef gjaldið hækkar
Skellibjalla
Spuna- og þjóðlaga-
sveitin Vikivaki leik-
ur á tónleikum í tón-
leikaröð
Jazzklúbbsins Múlans
á Björtuloftum í
Hörpu í kvöld kl. 21.
Tónlist Vikivaka
byggist á íslensku
þjóðlagahefðinni en í
hana blandast áhrif
frá spunatónlist djassins og Austur-
landa í forvitnilegum útsetningum. Erla
Stefánsdóttir er söngkona hljómsveit-
arinnar.
Vikivaki á tón-
leikum Múlans
Erla Stefánsdóttir
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Mið 29/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00
Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00
Sun 3/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00
Þri 5/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00
Mið 6/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00
Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00
Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00
Lau 9/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl
13
Sun 7/6 kl. 19:00
Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00
Síðustu sýningar leikársins
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 21/5 kl. 20:00
Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fös 22/5 kl. 20:00
Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 28/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið)
Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00
Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 10/5 kl. 20:00
Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Sun 17/5 kl. 20:00
Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu
Hystory (Litla sviðið)
Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka.
Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Mið 29/4 kl. 10:00
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Beint í æð! –HHHH , S.J. F.bl.
Fjórar góðar Í fylgd með fullorðnum, This is the Night, Disco frisco og Í mynd sem Steinar hf. gaf út.
ÍSLENSKT TAL
ÍSLENSKT TAL
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus