Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2014, Qupperneq 6

Ægir - 01.07.2014, Qupperneq 6
6 Einhvers staðar segir að frændur séu frændum verstir. Í miðri jarð- skjálftahrinu í Vatnajökli á dögunum hófst önnur skjálftahrina í fjöl- miðlum þegar færeyska skipið Næraberg kom til hafnar í Reykjavík frá makrílveiðum við Grænland. Stór orð voru uppi höfð þegar stjórnvöld bentu réttilega á þær reglur sem gilda um takmörkun þjónustu við fiskiskip annarra þjóða sem veiða úr sameiginlegum stofnum sem ekki eru samningar um. Sagt var einmitt í opinberri umræðu að við Ís- lendingar höfum með þessu verið frændum okkar verstir, neitað frændþjóð og vinum um þjónustu og þar fram eftir götum. Það er margsannað mál að í nútímanum eru mál oftar en ekki blás- in upp með yfirborðskenndum hætti. Þarf ekki að fara út fyrir atvinnu- greinina sjávarútveg til að sjá dæmi þess þar sem áfellisdómar eru felldir í opinberri umræðu um fólk og fyrirtæki í greininni sem byggj- ast á augljósri vanþekkingu. Málið í kringum færeyska skipið Næraberg er af svipuðum toga. Eða í það minnsta er vonandi að við Íslendingar sem fiskveiðiþjóð stöndum vörð um það sem við höfum áunnið á sjávarútvegssviðinu með samstöðu og baráttuþreki. Nægir að minna á baráttuna fyrir landhelginni, svo eitt sé nefnt. Við eigum líka í harðri baráttu fyrir því sjálfsagða réttlætismáli að fá stöðu við borðið þegar kemur að veiðum úr makrílstofninum sem er kominn með heimilisfesti hér í fiskveiðilögsögunni stóran hluta ársins. Okkar sjónarmið er að samningar séu besta leiðin að niðurstöðu og Fær- eyingar hafa einnig sýnt að þeir telja líka árangursríkast að semja um slík efni, samanber samkomulag þeirra við Evrópusambandið síðasta vor. Þeir tóku hins vegar þá meðvituðu ákvörðun að semja án aðkomu Íslendinga og það var og er miður. Undirritaður var staddur í Færeyj- um sömu sólarhringa og þetta gerðist og þar taldi fólkið á götunni það einmitt vera afleitt að vina- og grannþjóðirnar stæðu ekki bak í bak í þessum samningi. Engum dettur annað í hug en hjálpa erlendum skipum á neyðar- stundu í nágrenni Íslands, burtséð frá því hvaða veiðar þau stunda. Því var ekki að heilsa í þetta skiptið. Skipið var ekki í neyð, vistir voru nægar um borð og olía á tönkum. Íslensk lög eru líka skýr. Eftir stend- ur að svo virðist sem í þessu máli hafi allt í einu skotist upp á yfir- borðið það sjónarmið að við eigum að fella niður lagaákvæði þegar ákveðin þjóð á í hlut. Það væri miður, ekki bara fyrir Íslendinga heldur Færeyinga líka. Því það er nú einu sinni svo að Færeyingar eru líka smáþjóð sem heldur betur hefur þurft að berjast fyrir sínu og verja hagmuni sína, ekki síst á sjávarútvegssiðinu. Þeir þekkja vel að eftir- gjöf í hagsmunabaráttu er sama og tapa, sama hver á í hlut. Geti Nærabergsmálið orðið til þess að þjappa þjóðunum saman að borði í sjávarútvegmálum og að þær geti sem fyrst orðið samherjar í samn- ingum um makrílveiðar þá væri vel. Það er því miður ekki í sjónmáli enn. Ægir er að þessu sinni helgaður nýju fiskveiðiári og úthlutun afla- marks. Breytingar milli ára eru í raun litlar, svo sem vitað var fyrirfram. Samdráttur í ýsuveiðum heldur áfram og er áhyggjuefni að sönnu en styrkur þorskstofnsins að sama skapi ánægjulegur. Þróun í skipastóln- um er nú vel merkjanleg því úthlutað er til færri skipa og báta í öllum útgerðarflokkum. Fækkun um fimm togara milli fiskveiðiára er til að mynda dæmi um þetta en það er líka ljóst að mikil áhersla er nú lögð á hagræðingu í útgerð til að mæta m.a. háu olíuverði um leið og löngu tímabærri endurnýjun í flotanum er ýtt úr vör. Jóhann Ólafur Halldórsson ririfar Frændsemi og nýtt fiskveiðiár Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. MAKING MODERN LIVING POSSIBLE Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is Danfoss stjórnbúnaður fyrir íslenskan iðnað Rofabúnaður • Mjúkræsar • Segullokar Hitastillar • Hitanemar Stjórnbúnaður með áratuga reynslu við íslenskar aðstæður Hitaliðar • Þrýstiliðar • Þrýstistillar • Þrýstinemar R itstjórn a rp istilll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.