Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2014, Side 8

Ægir - 01.07.2014, Side 8
8 „Það er gríðarlega mikið að gera hjá okkur þessa dagana og gengur alveg ljómandi vel,“ segir Pétur Þorleifsson fram- kvæmdastjóri Norðanfisks ehf. á Akranesi. Hann segir að vel hafi gengið undanfarin ár og jöfn og stöðug aukning hefur einkennt starfsemina. Velta fyrirtækisins á liðnu ári nam 1.260 milljónum króna. Norðanfiskur hefur sérhæft sig í framhaldsvinnslu á sjávar- afurðum, bæði í stórpakkning- um sem og í neytendaumbúð- um. HB-Grandi keypti í vor allt hlutafé í Norðanfiski, en félagið átti fyrir tæplega 24% hlut. Norðanfiskur var stofnað árið 2001, en að félaginu stóðu í upphafi Útgerðarfélag Akureyr- inga og Kjarnafæði á Akureyri. Fyrstu árin í rekstri þess fór starfsemin fram norðan heiða en við sameiningu við fyrirtæk- ið Íslenskt-franskt eldhús sem var í eigu Haraldar Böðvarsson- ar hf. fluttist öll starfsemi þess til Akraness árið 2003. Þar hefur starfsemi Norðanfisks farið fram síðan, eða í rúman áratug. Ágætis möguleikar á erlendum mörkuðum Pétur segir að fyrirtækið hafi upphaflega framleitt og selt fiskafurðir á innanlandsmarkað en þróunin orðið sú í tímans rás að markaðssvæðið stækkaði og náði út fyrir landsteinana. Aðal- lega hafi vörur þess verið seldar til ýmissa Evrópulanda. Viðtök- ur á erlendum mörkuðum hafi verið góðar og eftirspurn var og er eftir afurðum Norðanfisks. Um tíma hefur félagið dregið úr umsvifum sínum á evrópskum mörkuðum og einbeitir sér af fullum þunga að innanlands- makaði og segir Pétur það hafa skilað góðum árangri. „Við horf- um að sjálfsögðu einnig til út- flutnings á okkar framleiðslu- vörum, þar eru fyrir hendi ágætis möguleikar fyrir okkur að vaxa og eflast og því mun- um við áfram sinna þeim mörk- uðum,“ segir hann. Uppfyllum óskir viðskiptavina Helstu viðskiptavinir Norð an- fisks eru stóreldhús, t.d. í grunn- og leikskólum, mötu- neyti stórra vinnustaða og einnig hótel og veitingastaðir. Vöruúrvalið er fjölbreytt, en sem dæmi má nefna að félagið er sterkt þegar kemur að for- steiktum röspuðum fiski og fiskréttum af ýmsu tagi, svo sem plokkfiski, fiskibollum og fiskborgurum. Viðskiptavinir geta einnig nálgast tegundir S já v a ra fu rðir Sjáum tækifæri til vaxtar með útflutningi - segir Pétur Þorleifsson framkvæmdastjóri Norðanfisks á Akranesi Pétur Þorleifsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks á Akranesi segir ágæta möguleika fyrir fyrirtækið á erlendum mörkuðum. Mynd: Skessuhorn

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.