Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2014, Qupperneq 59

Ægir - 01.07.2014, Qupperneq 59
59 Afli á strandveiðitímabilinu 2014 nam 8.693 tonnum en veiðunum lauk þann 28. ágúst. Þetta var sjötta árið sem strandveiðikerfið er í gildi fyrir smábáta og hefur þorskafli bát- anna aldrei verið meiri, eða 7700 tonn. Fjöldi róðra í sumar var 16.039. Fram kemur í samantekt á vef Landssambands smábáta- eigenda að meðalsafli í róðri hafi verið 542 kíló en 483 kg að meðaltali af þorski. Þorskaflinn var 11% meiri en í fyrra. Bátunum fækkaði um 26 frá árinu 2013 en flestir voru þeir á strandveiðitímabilinu 2012 þegar 759 bátar stunduðu veiðarnar. Veiðisvæðin voru sem fyrr fjögur talsins og á einu þeirra kom aldrei til stöðvunar veiða en á hinum þremur svæð- unum tók frá 29 upp í 55 daga að ná leyfilegum afla á svæðis- ins. Eins og vænta má þá var mest um þorsk í afla strand- veiðibátanna eða rétt tæp 7.500 tonn. Þetta eru rúmlega 89% heildaraflans. Næst kemur ufsi, 746 tonn eða 8,9%, og ýsu- aflinn var 34 tonn sem gera 0,4% af heildaraflanum. Fiskast best á A-svæðinu Samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu voru flestir bátar skráðir á svæði A eða eða 238 bátar (37%) en fæstir á svæði D eða 124 (19%) talsins. Raunar hafa bátarnir alltaf verið flestir á þessu svæði enda mest veiði- von á svæðinu. Meðalafli í róðri á svæði A var 586 kg, á svæði B voru þau 551 kg en á svæði C 547 kg og 452 kg á svæði D. Aflahæsti bátur strandveið- anna á þessari vertíð er Hulda SF-197 sem gerður er út frá Höfn í Hornafirði með rúm 43,3 tonn. Lundey ÞH-350 kom næst með 37,8 tonn og Birta SU-36 fylgdi þar fast á eftir með 37 tonn. Kerfið verði þróað áfram Á vef Landssambands smábáta- eigenda segir að mikill hugur sé í smábátasjómönnum að festa strandveiðikerfið enn frekar í sessi og þróa áfram. Vilji þeirra er að stjórnvöld afnemi heildar- aflaviðmiðun þannig að ekki komi til stöðvunar veiða á tímabilinu maí - ágúst. Verði það samþykkt yrðu veiðidagar jafnmargir á hverju svæði 64 miðað við strandveiðar í ár. Aðr- ar takmarkandi reglur yrðu óbreyttar. Aldrei meiri þorskafli í strand- veiðinni Rúmlega 16 þúsund róðrar voru farnir í strandveiðinni í ár og gáfu þeir í heild tæp 8700 tonn. S tra n d v eiða r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.