Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 Boðað hefur verið til funda í kjaradeilum Bandalags háskólamanna, BHM, og hjúkrunarfræðinga í dag í húsnæði ríkissáttasemjara. Fundur samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins hefst klukkan níu en samninganefndir BHM og ríkisins funda klukkan 15. Ekki hefur verið fundað í deilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins síðan 10. júní en síðast var fundað í deilu BHM og ríkisins 16. júní. Fundað í kjaradeilu í dag HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG BANDALAG HÁSKÓLAMANNA Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is 13 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja eftir að lög voru sett á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir rúmri viku. Á kvennafrídaginn 19. júní sl. bættust níu uppsagnir við þær fjórar sem höfðu þegar borist. Ef þessar uppsagnir ganga eftir standa eftir 1,3 % stöðugildi á slysa- og bráðamóttökunni því allir hjúkr- unarfræðingarnir nema deildarstjór- inn auk eins starfsmanns hafa sagt upp. „Þessi deild fer alveg á hliðina,“ segir Þórunn Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Hún bendir á að stofnunin hafi ekki farið varhluta af fjölgun ferðamanna und- anfarið. „Við sinnum t.d. bráðaþjón- ustu við ferðamenn sem veikjast fyrir og eftir flug,“ segir Þórunn til að und- irstrika mikilvægi deildarinnar. Uppsagnir annarra hjúkrunar- fræðinga á stofnuninni eru af öllum deildum. 198 sagt upp á Landspítalanum Alls hafa 198 sagt upp störfum á Landspítalanum að undanförnu, þar af 167 hjúkrunarfræðingar og 22 geislafræðingar auk ljósmæðra og fé- laga í Félagi lífeindafræðinga. Flest- ar uppsagnirnar taka gildi 1. október en 1. september hjá geislafræðingum sem sögðu upp störfum nokkru fyrr. Hjúkrunarfræðingarnir sem hafa sagt upp störfum starfa á öllum svið- um spítalans. Margir hafa sagt upp á deildum sem krefjast sérhæfingar eins og t.d. á gjörgæsludeild, hjarta- og lungnaskurðdeild og krabba- meinsdeild. „Við höfum áður séð uppsagnir í tengslum við kjarabaráttu en ekki þennan fjölda áður. Þegar um semst dregur fólk oft uppsagnir sínar til baka en það eru alltaf einhverjir sem fara og það veldur okkur verulegum áhyggjum. Við megum ekki missa fólk því það er fyrirsjánlegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki, bæði hjúkr- unarfræðingum og öðrum. Þetta er alvarleg staða,“ segir Sigríður Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkr- unar á Landspítalanum. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Heilbrigðisstofnun Austurlands hef- ur borist ein uppsögn hjúkrunar- fræðings á hvorum stað. Að sögn Hildigunnar Svavarsdóttur, fram- kvæmdastjóra hjúkrunar á Sjúkra- húsinu á Akureyri, er „mikill órói“ á meðal hjúkrunarfræðinga og vísaði hún m.a. til samstöðufunda á meðal félagsmanna sem haldnir voru í gær. Enginn hjúkrunarfræðingur hafði sagt upp starfi sínu á heilbrigðis- stofnunum á Suðurlandi og Vestur- landi. Hafa ekki séð þennan fjölda uppsagna áður  Á landsvísu hafa að minnsta kosti 182 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum Morgunblaðið/Eggert Uppsagnir Mikill órói er meðal hjúkrunarfræðinga vegna laga. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Höllu Þorvaldsdóttur, fram- kvæmdastjóra Sálfræðingafélags Ís- lands og aðila að samninganefnd BHM, blöskra mismunandi við- brögð ríkisins og Samtaka atvinnu- lífsins við verk- föllum. Höllu finnst eins og SA geri hvað sem er til að forðast verkföll á loka- dögunum fyrir boðaðar aðgerðir. Á meðan stefndi ríkið BHM fyrir félagsdóm og gaf þannig tóninn í ellefu vikna verk- falli. „Þegar ég vaknaði í [gær]morgun var Þorsteinn Víglundsson í útvarp- inu að segja að hann reiknaði með að klára samninga við iðnaðarmenn og allt yrði gert til að afstýra verk- föllum. Þegar verkföllin voru yf- irvofandi hjá BHM var hins vegar ekkert gert. Engin viðbrögð komu frá ríkinu önnur en þau að stefna fé- laginu fyrir félagsdóm,“ segir Halla. Oft boðið upp í dans Hún segir að BHM hafi oft boðið ríkinu upp í dans en ríkið hafi varla kveikt á tónlistinni, samningsviljinn var enginn. „Það er nákvæmlega sama hvaða boltum við höfum kast- að upp til að ná sátt í deilunni, þeir grípa engan.“ Hún skilur ekki af hverju ríkið sýnir jafnmikið ábyrgðar- og áhuga- leysi gagnvart starfsmönnum sínum innnan BHM því það hafi sýnt kjark og þor þegar framfarasamningur við lækna var undirritaður. „Ef það verður boðið meira hjá ríkinu en almenna markaðnum bresta samningar og því eru þeirra hagsmunir metnir meiri en þeir hagsmunir að móta þokkalegt vinnuumhverfi ríkisstarfsmanna. Svo horfir maður á Þorstein leggja allt kapp á að koma í veg fyrir þau skaðlegu áhrif sem verkfall hefur á atvinnurekendur en á meðan lætur ríkið þann skaða viðgangast í tíu vikur,“ segir Halla. Ríkið lætur verkfallsskaðann viðgangast  Mismunandi viðbrögð Samtaka at- vinnulífsins og ríkisins við verkföllum Morgunblaðið/Styrmir Kári Verkfall Starfsmenn ríkisins innan BHM voru í verkfalli í hartnær ellefu vikur. Fundur er boðaður í dag. Halla Þorvaldsdóttir Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ), Stéttarfélög í almannaþjónustu (SFR) og Landssamband lögregl- unnar (LL) bíða þolinmóð á hliðar- línu kjaraviðræðna og bíða eftir að röðin komi að þeim. Félögin standa saman í viðræðum við rík- ið og ætla að bíða meðan storminn um BHM og hjúkrunarfræð- inga lægir. Félög- in hafa hins vegar ekki endalausa þolinmæði og hittast í dag til að fara yfir sérmál félaganna. „Við erum með eina viðræðuáætl- un, eina kröfugerð og svo sérkröfur félaganna,“ segir Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður SLFÍ. Hún segir að félögin hafi fyrir töluverðu síðan vísað viðræðunum til ríkis- sáttasemjara og hafi komist að til að kynna sérkröfurnar. Ekkert svar hafi hins vegar borist frá ríkinu. „Við erum ekki komin svo langt að tala um aðgerðir. Við viljum ná samningi og viljum ekki stefna öllu í verkfall. Við viljum heldur ekki trufla viðræður með verkfalls- aðgerðum heldur bíða aðeins. En við verðum ekki róleg lengi. Við erum á hliðarlínunni og viljum semja, þess vegna á morgun,“ segir hún. Högg á heilbrigðiskerfið Kristín segir að heilbrigðiskerfið verði fyrir enn einu högginu fari SFR og SLFÍ í verkfall en lögreglu- menn hafa ekki verkfallsrétt. „Ef SFR og SLFÍ fara í verkfall óttast maður afleiðingarnar fyrir heilbrigðiskerfið. Við vonum auðvit- að að það komi ekki til verkfalls, að það sé hægt að komast að samkomu- lagi þegar eitthvað fer að skýrast með launaliðinn og aðra hluti sem ríkið þarf að taka sig taki með.“ Þá bendir Kristín á að viðræðurn- ar snúist ekki bara um launaliðinn. „Sjúkraliðar vinna mjög óreglulega; fjóra tíma þennan daginn, níu tíma þann næsta, þrjá og svo 15. Ég hef sagt að þetta séu kafbættir lopa- sokkar því það er verið að fylla upp í skröltandi vakt. Þetta viljum við laga því þetta auðvitað gengur ekki leng- ur. Það er ekki hægt að bjóða mann- eskjum eða heilli stétt upp á svona starfsumhverfi. Ég hef verið að benda samninganefndinni á og lagt fram gögn um það að hópar af sjúkraliðum eru að sækja um hjá VIRK – starfsendurhæfingarsjóði vegna stoðkerfisvandamála. Það eru svo fáir á vakt í einu að álagið er slíkt að enginn stendur undir slíku. Ég mun ekki standa upp með gerðan kjarasamning fyrr en það er búið að koma skikki á þetta. Þetta er stórt mál, ekki síður en launaliður- inn,“ segir hún ákveðin. Morgunblaðið/Golli Sjúkraliðar Félögin SFR, LL og SLFÍ hafa vísað viðræðum sínum við ríkið til ríkissáttasemjara. „Bíðum þolinmóð en ekki endalaust“  Engar viðræður milli ríkisins og SFR, LL og SLFÍ  Félögin bíða á hliðarlínunni  Verkfall ekki rætt Kristín A. Guðmundsdóttir Kjaradeilur á vinnumarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.