Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 15
SVIÐSMYND Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eigendur gamla verslunar- og skrif- stofuhúss Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík eru að undirbúa viðbygg- ingu við húsið. Draumur þeirra er að koma þar upp miðbæjarkjarna, mið- stöð verslunar og þjónustu með ið- andi mannlífi. Eignarhaldsfélagið Gb5 ehf. tók yfir gamla Kaupfélagshúsið í lok árs 1999, eftir að Kaupfélag Þingeyinga hætti starfsemi. Eigendur þess hafa verið að þróa hugmyndina um mótun miðbæjarklasa í áratug. Söguleg miðja Húsavíkur Kaupfélagshúsin hafa lengi verið söguleg miðja Húsavíkur. Þangað áttu flestir íbúar héraðsins erindi áratugum saman. Miðbærinn er nokkuð gisinn, auð- ar lóðir á milli húsa. Norður frá Húsavíkurkirkju teygir sig þó nokk- uð samfelld röð verslunarhúsa og neðan götunnar hafa ferðaþjónustu- fyrirtækin hreiðrað vel um sig. Þar er miðja ferðaþjónustunnar en Þorgeir B. Hlöðversson, framkvæmdastjóri Gb5 ehf., segir eðlilegt að byggja verslunina upp í tengslum við Kaup- félagshúsið. Það hafi frá upphafi ver- ið hugmynd eigenda félagsins. Norðan við Kaupfélagshúsið, á milli þess og söluskála N1, er stór auð lóð sem ætlunin er að nýta fyrir viðbyggingu. Hlöðver Stefán Þorgeirsson, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði og starfsmaður fyrirtækisins, hefur unnið að þróun hugmyndarinnar. Hann segir að hún gangi út á það að byggja hús utan um mannlíf. Stór- markaður yrði hryggjarstykkið. Þangað muni margir eiga erindi, jafnvel oft í viku, og þar yrðu því kjöraðstæður fyrir sérverslanir og persónulega þjónustu. Einnig er lögð áhersla á að sú þekkingarstarfsemi sem nú er í Kaupfélagshúsinu fái áfram rými þar. Fólk hittist fyrir tilviljun Jafnframt sé mikilvægt að hugsa fyrir því að aðstaða skapist fyrir ið- andi mannlíf. Fólk eigi erindi í versl- anirnar og hittist þess vegna fyrir til- viljun. Það geti til dæmis sest niður til að fá sér kaffi, líkt og í anddyri kaupfélagsins fyrr á tímum. Hlöðver segir að við hönnun við- byggingarinnar sé lögð áhersla á að útlit hennar taki mið af þeirri byggð sem fyrir er, steli ekki athyglinni frá Kaupfélagshúsinu sem er stærsta hús miðbæjarins, en styrki götumynd Garðarsbrautar. Það verður væntan- lega gert með því að brjóta upp í ein- ingar húsið sem byggt verður í kring- um stórmarkaðinn. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings lýsti á fundi í desember yfir vilja til samstarfs um þróun hug- myndanna og útfærslu þeirra. Bæjaryfirvöld gera þó fyrirvara um endanlega útfærslu. „Við erum á gulu ljósi. Það er að- kallandi að hefja framkvæmdir og við erum tilbúnir að hefjast handa,“ segir Þorgeir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kaupfélagshúsið Stór lóð er norðan við Kaupfélagshúsið sem eigendur hyggjast nýta fyrir stóra viðbyggingu. Hyggjast byggja við Kaupfélagshúsið  Iðandi mannlíf í öflugum miðbæjarkjarna á Húsavík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hugmyndir Hlöðver Stefán Þorgeirsson og Þorgeir B. Hlöðversson vinna að þróun hugmyndarinnar um miðbæjarkjarna á Húsavík. Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 Stór salur Stórt útisvæði Stór dagur Audi A5 Sportb. 2.0 Quattro 7.990.0002011 50 VWPassat Comfortline at Ecofuel SkodaOctavia Ambiente 1.6 TDI Subaru LegacyWagon S Mitsubishi Pajero 3.2 Instyle 3.550.000 3.140.000 3.350.000 6.890.000 2013 2011 2012 2012 25 51 84 81 Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan& bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll 30 Audi A4 2.0 TDI AT 5.390.0002012 42 SkodaSuperb Combi 2.0 TDI AT VolvoS80 D5 2400AWD ToyotaAuris 1400 Terra Eco MitsubishiASX 4x4 1.8 Diesel Instyle 3.900.000 3.990.000 2.720.000 3.290.000 2013 2008 2013 2012 110 93 45 42 Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 Atvinnuvegaráðuneytið hefur fellt niður lögbýlisrétt á átta jörðum og jarðaskikum í eigu Mosfellsbæjar. Enn er fjöldi íbúðarhúsa í þéttbýlinu með lögbýlisrétt þótt enginn bú- skapur sé þar stundaður. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ ósk- uðu eftir því að lögbýlisrétturinn yrði felldur niður. Var það gert í framhaldi af því að útbúinn var listi yfir lögbýli í bænum þegar rætt var um að setja reglur um hænsnahald í þéttbýli. Ætlunin var að banna að hanar væru hafðir í hænsnahópnum. Þá kom í ljós að haninn sem kvartað var undan var á lögbýli og ekki hægt að úthýsa honum. Ekki er að sjá að Heilbrigðiseft- irlit Kjósarsvæðis hafi gefið út regl- ur um hænsnahald en bæjaryfirvöld héldu þessum anga málsins áfram og ákváðu að fækka lögbýlum á sínum jörðum. Álafoss ekki lengur lögbýli Fyrir valinu urðu jarðir sem talið var borðleggjandi að fella út af lög- býlaskrá. Það eru Álafoss, Hamra- fell, Helgafell 1, Leirvogsvatn og Sólheimar. Ennfremur þrjár jarðir í eigu bæjarins en aðrir aðilar áttu hagsmuna að gæta en gerðu ekki at- hugasemdir við breytinguna. Það eru Hulduhólar, Skálatún og Varma- land. Ekki var óskað eftir niðurfellingu á nærri öllum jörðum og jarðaskik- um í eigu Mosfellsbæjar. Þá var að þessu sinni ekki óskað eftir niðurfell- ingu á lögbýlisrétti jarðaskika í eigu annarra, þótt þeir uppfylltu augljós- lega ekki skilyrði laga um lögbýli. Hanarnir geta því áfram vakið íbúa í nágrenni Suður-Reykja 3 eins og hanar annars staðar á lögbýlum. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti þó að fela lögmanni bæjarins frekari skoðun málsins. Að sögn Sigurðar Snædal Júlíussonar bæjarlögmanns felst það meðal annars í því að at- huga hvort rétt sé að leita samþykkis eigenda eignarjarða um að fella nið- ur lögbýlisrétt. helgi@mbl.is Lögbýlisréttur fellur niður af átta jörðum í Mosfellsbæ  Ekki hróflað við býlinu sem heldur hana í hænsnahópnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.