Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 www.reykjafell.is Nánari upplýsingar veita löggiltir rafverktakar. Rétt uppsetning og meðhöndlun tryggir endingu og ábyrgð, öryggi í þína þágu. USB hleðslulausnir                                     !   ""# !"!# !! $# !$ %## $%%" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $" !! !#% "%$ !%!# !$ $ # % %$$ $% %   !%" "%"" !"# !%" $ !" %$"! $%$% $!"% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Þrír alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir hafa keypt ráðandi hlut í samheitalyfja- fyrirtækinu Alvogen sem nú byggir á lóð Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Sjóð- irnir eru CVC Capital Partners, Tema- sek, sem er í eigu ríkissjóðs Singapúr, og Vatera Healthcare Partners. Seljandi er framtakssjóðurinn Pamplona Capital Management sem keypti hlutinn á síð- asta ári. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri hjá Alvogen, segir að kaupin gefi Alvogen aukinn fjárhags- legan styrk. „Þetta eru sjóðir sem hafa þekkingu á lyfjamarkaðnum og víð- tækar tengingar. Því má búast við að framundan sé áframhaldandi vöxtur Alvogen og frekari fyrirtækjakaup.“ Alþjóðlegir sjóðir kaupa meirihlutann í Alvogen ● Á fyrstu fimm mánuðum ársins nam fjölgun ferðamanna 30,4%, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Miðað við þróun í fjölg- un ferðamanna það sem af er ári gerir Landsbankinn ráð fyrir að vöxturinn í komum ferðamanna verði 23,4% yfir árið í heild. Það er örlítið meiri fjölgun en bankinn spáði í mars þegar hann gerði ráð fyrir að vöxturinn yrði 20% á þessu ári. Spá yfir 20% fjölgun ferðamanna á þessu ári STUTTAR FRÉTTIR ... VIÐTAL Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is „Rannsóknir sýna að árangur fyr- irtækja batnar þegar fleiri konur eru í leiðtogahlutverkum og í stjórn- um. Ég hélt að niðurstöður sem sýna betri rekstrarárangur fyrir- tækja mundu leiða til þess að fleiri konur yrðu fengnar í þessi hlutverk en við nýtum okkur ekki þessa vitn- eskju. Ég vona að fólk fari að átta sig á hversu mikilvægt það er fyrir reksturinn að hafa fjölbreytt sjón- armið.“ Þetta segir Nancy Calde- ron, stjórnandi og meðeigandi hjá KPMG í Bandaríkjunum, en hún var ein þátttakenda á ráðstefnunni Women Empowerment, WE, sem fór fram í Hörpu í síðustu viku. Nancy hefur nýlega sent frá sér bók sem ber heitið Women on Board. Hún segir að markmiðið með útgáfu bókarinnar sé að aðstoða konur við að koma sér í stjórnir. „Bókinni er ætlað að fá konur til að stíga fram og ýta við hlutunum.“ Nancy segir að út frá viðskipta- legu sjónarmiði sé undarlegt að ekki séu fleiri konur í stjórnum eða sem framkvæmdastjórar fyrirtækja. Hún nefnir einnig að út um allan heim séu flestar kaupákvarðanir á neysluvörum teknar af konum en samt eru þær ekki í stjórnum fyrir- tækja þar sem verið er að taka mik- ilvægar ákvarðanir um vörurnar. Fleiri en ein kona í stjórn Byggt á eigin reynslu af stjórnar- setum telur Nancy það skipta máli að það séu fleiri en ein kona sem sitji í stjórn. „Ef það er ein kona verður það einungis ein rödd sem heyrist en um leið og konurnar eru orðnar þrjár verður meiri þungi í því sem sagt er. Ég hef bæði verið í stjórnum þar sem ég hef verið eina konan og þar sem eru þrjár konur. Ég er eina konan í stjórn fyrirtækis á Indlandi og er þá yfirleitt eini stjórnarmaðurinn sem ber upp mik- ilvægi fjölbreytninnar. Um leið og konurnar eru orðnar þrjár verður til umræða en ekki einungis konan sem kemur konum til varnar eða málsvari hvaða annars málefnis sem hún telur vera mikilvægt.“ Karlar taki þátt í umræðunni Í Bandaríkjunum eru engin lög um kynjakvóta í stjórnum og er því Nancy spurð hvað henni finnist um að á Íslandi hafi verið sett í lög að í stjórnum fyrirtækja sé að minnsta kosti 40% stjórnarmanna af hvoru kyni. „Ef þú hefðir spurt mig fyrir fimm árum hefði ég ekki verið hrifin af slíkri lagasetningu. En núna, fimm árum síðar, sjáum við að kvót- ar víðs vegar um heiminn skila árangri. Ég held að í Bandaríkj- unum sé sjónarmiðið að með slíkri lagasetningu væri verið að þvinga konur í stöður sem þær hefðu ekki hæfni til að sinna. Í mínum huga er það fráleitt því við höfum svo marg- ar hæfar konur til að taka sæti í stjórnum eða vera framkvæmda- stjórar fyrirtækja. Ef kynjakvóti er það sem þarf þá er það leið til að ná markmiði. Því er ég orðin hlynnt kynjakvóta.“ Hvaða leið telur hún að sé best til að auka jafnrétti? „Það er mikil- vægt að karlar taki þátt í um- ræðunni um jafnrétti. Sú staðreynd að svo margir karlmenn mættu á WE-ráðstefnuna í Hörpu sýnir að þeir eru reiðubúnir að hlusta og taka þátt. Ég held að þátttaka þeirra sé stór hluti af lausninni.“ Hún nefnir einnig að það gæti orðið breyting með næstu kynslóð ungra kvenna nú þegar feður þeirra vilja að þær njóti tækifæra til jafns við unga karla. „Móðir mín gat ekki gengið menntaveginn vegna krepp- unnar í Bandaríkjunum. Ég er eina dóttirin af fjórum með háskóla- menntun og dóttir mín er að feta menntabrautina núna. Faðir hennar vill það besta fyrir hana og mun því styðja hana þegar hún fer á vinnu- markaðinn. Breytingin sem er að verða á milli kynslóða mun bæta stöðuna.“ Hafa kjark til að stíga fram Hver eru hennar bestu ráð til dóttur sinnar og allra þeirra ungu kvenna sem vilja ná árangri í starfi? „Þær verða að hafa kjarkinn til að gera það sem þær vilja. Til dæmis getur dóttir mín gert það sem hún vill því hún hefur hæfnina til þess að gera það sem hugur hennar stendur til. Aðrar ungar konur geta einnig gert það.“ En hvað segir hún um það sjónar- mið að konur þurfi að vera óhlýðnar til að ná árangri? „Ég gæti trúað að faðir minn hefði verið sammála því. Ætli ég hafi ekki verið sú óhlýðna. En með því að vera óhlýðinn get- urðu fengið á þig þann stimpil að vera hvöss eða of árásargjörn. En á hinn bóginn ef ég er ekki að tala um mikilvægi fjölbreytni í stjórninni sem ég sit í þá væri það líklega ekki til umræðu. Því hef ég trú á að ég hafi eitthvað mikilvægt til málanna að leggja.“ Nancy er hrifin af því sem sagt hefur verið að konur sem hagi sér vel skapi sjaldan söguna og hún er sannfærð um að það sé kona sem hafi sagt þetta þar sem höfundur sé óþekktur. „Þegar sagt er að höf- undur sé óþekktur geri ég ráð fyrir að þar hafi kona verið á ferð. Ég held að þetta sé rétt sem sagt er; þú verður að fara út á völlinn og hrista upp í hlutunum. Við þurfum að láta rödd okkar heyrast,“ segir hún að lokum. Kynjakvóti er leið að markmiði Morgunblaðið/Árni Sæberg Jafnrétti Nancy Calderon segir það betra að fleiri en ein kona sitji í stjórn.  Mikilvægt að í stjórn fyrirtækis séu fleiri en ein kona  Hægt að ná árangri með óhlýðni, segir yfirmaður hjá KPMG og höfundur bókar um konur í stjórnum Auknar vísbendingar eru um að hægt verði að finna lausn á skulda- vandamálum Grikklands, að því er haft var eftir Jeroen Dijsselbloem, formanni evruhópsins svokallaða, eftir fund fjármálaráðherra evru- ríkjanna í gær. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að semja um lausn deil- unnar hækkuðu hlutabréf á mörkuð- um í Evrópu talsvert í kjölfar fund- arins. Í gær voru alls þrír fundir haldnir vegna skuldavandamála Grikklands. Á fundi Seðlabanka Evrópu var sam- þykkt áframhaldandi lausafjár- aðstoð við gríska banka en miklar út- tektir hafa verið úr bönkum í Grikklandi síðustu daga. Síðar um daginn var haldinn fund- ur fjármálaráðherra evrusvæðisins og var haft eftir Djisselbloem að fundinum loknum að tillögur Grikkja væru skref fram á við frá fyrri hug- myndum. Þær gæfu vísbendingar um að hægt væri að ná samningum, þótt ekki yrði það fyrr en síðar í vik- unni. Ein ástæða þess væri að end- anlegar tillögur Grikkja bárust ekki fyrr en þá um morguninn og því hafi lítill tími gefist til að kryfja þær til mergjar. Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu í kjölfar fundarins. Mest hækkaði vísitalan í Grikklandi eða um 6%. Hækkanir á hlutabréfa- mörkuðum einskorðuðust ekki við Evrópu því jákvæðari horfur af evrusvæðinu styrktu hlutabréfavísi- tölur víða um heim. Fundaröð gærdagsins lauk með neyðarfundi leiðtoga ESB en á hon- um átti upphaflega að reyna að knýja fram samninga. Vegna seink- unar tillagna Grikklands var þess í stað framhald samningsviðræðanna til umræðu. sigurdurt@mbl.is Framför Jákvæðara hljóð var í Dijs- selbloem, formanni evruhópsins. Enn von um að samningar náist  Bjartsýni eykst um lausn á Grikk- landsvandanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.