Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 ✝ Ómar Björns-son fæddist í Keflavík 19. des- ember 1959. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 15. júní 2015. Foreldrar hans voru Sigurlaug Gísladóttir og Björn Símonarson. Systkini Ómars eru: Sigurður Gíslason Ólafs- son, kvæntur Ernu Jónsdóttur, d. 9.6. 1985. Seinni kona Guð- björg Ingimundardóttir. Sig- urbjörn, maki Þóra Þórhalls- dóttir. Halldór, maki Abelína Hulda Harðardóttir. Gísli Grétar, maki Bryndís Ósk Haraldsdóttir, slitu sam- vistum. Lilja. Símon, maki Sveinbjörg Sverrisdóttir, d. 3.10. 2002, Guð- mundur Magnús, maki Halldóra Birna Gunn- arsdóttir, Ísleifur, maki Ingigerður Guðmundsdóttir, Hrönn, maki Frið- rik Steingrímsson, Friðbjörn, maki Guðrún Helga- dóttir, og Viggó, sambýliskona Silja Tveid. Ómar var hvers manns hug- ljúfi hvar sem hann kom, bjó og vann, meðal annars á Sól- heimum, Borgarspítalanum og Hæfingarstöð Suðurnesja. Síð- ustu æviárin bjó hann á sam- býlinu Lyngmóum 17. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 23. júní 2015, kl. 13. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Ómar minn, minn kæri bróðir, með þessum orðum kveð ég þig. Lilja Björnsdóttir. Ómar mágur minn er dáinn. Minningarnar hlaðast inn. Næst- yngsti bróðirinn, sætastur, flott- astur og mesti sjarmörinn (svolít- ið kvensamur á stundum). Alltaf flott klæddur og til í að syngja, dansa og tsjilla sem allir í fjöl- skyldunni voru ekki alltaf til í á þeirri stundu. Hann var músík- alskur og hlustaði alla tíð mikið á tónlist, Villa Vill, Pál Óskar og Siggu Beinteins, harmonikkuleik og það sem féll að hans smekk. Líf hans var ekki alltaf auðvelt því hann var með Downs-synd- rom og þeir sem þekkja til vita um alla þess fylgifiska, floga- veiki, meltingarerfiðleika o.fl. Við kynntumst þegar við bróðir hans bundumst tryggðaböndum og heimsóttum hann og í hverjum bíltúr var beðið um pulsu, jafnvel ís og heima hjá okkur var alltaf beðið um bjúgu sem hann fékk með sínum jafningi og þá var hann glaður og sáttur. Ómar á alltaf vissan mjög sérstakan sess í hjörtum okkar og við kveðjum bróður og vin með söknuði í huga. Sigurður G. Ólafsson og Guðbjörg Ingimundardóttir. Ómar mágur er fallinn frá. Við áttum afar náið samband. Ómar var 6 ára þegar ég kynnist hon- um. Hann hafði sín áhrif á starfs- val mitt. Móður Ómars var ekki sagt að hann væri með Downs- heilkennið þegar hann fæddist. Hún áttaði sig fljótlega á að ekki væri allt venjulegt og þá var það læknir sem ráðlagði henni að koma honum á stofnun, hann myndi aldrei þekkja hana frá öðru fólki. Sigurlaug var ósam- mála. Næstu árin voru erfið þar sem engin úrræði voru. Hann var á róló en þegar kom að skóla- göngu var hún ekki í boði, svo hann fékk að vera lengur á róló þar sem faðir hans lést þegar Ómar var 5 ára og þá voru börnin orðin 12. Á tíunda aldursári var vistun á stofnun óumflýjanleg. Sólheimar urðu fyrir valinu. Við Halldór fórum með Ómar þangað þar sem móðir hans treysti sér ekki. Lagt var að henni að heim- sækja hann ekki fyrsta árið. Við Halldór ókum Ómari austur og vorum með honum fyrstu stund- irnar. Þegar hann fór að treysta fólkinu var okkur sagt að fara og þarf ekki að hafa nein orð um hvernig okkur leið. Tveimur ár- um seinna fór ég að vinna á Sól- heimum til að vera með honum. Ómar vildi alltaf komast heim. Um tvítugt veiktist Ómar alvar- lega og ákvað fjölskyldan að hann færi ekki austur heldur yrðu ráð með að hafa hann heima. Hann fór í aðgerð og náði bata og fékk vistun að Klettahrauni. Hann fékk vinnu á Borgarspítala. Óm- ar fór til og frá vinnu í strætó. Hann átti til að sofna í vagninum á leið heim, það gerði ekkert til því hann fór bara annan hring. Á þessum árum hjólaði hann og kom oft í Kópavoginn. Ómar var í miklu uppáhaldi hjá öllum. Ómar var húmoristi og þrátt fyrir tján- ingarerfiðleika gat hann samt komið honum til skila. Hann var smekkmaður og ekki sama hverju hann klæddist. Mikill „klassi“ var yfir öllu sem hann tók sér fyrir hendur, valdi sjálfur sín föt og var alltaf snyrtilegur. Hans mesta yndi var nikkan. Þegar halla tók undan fæti og fátt orðið til gleði var öruggt að fá fram bros þegar nikkan var dreg- in upp. Þá dansaði hann og oft tókum við snúning. Á bestu árum Ómars flutti hann í íbúð með að- stoð frá sambýli. Allt gekk vel en þá kom áfallið, hann datt og fót- brotnaði. Úr því fór honum hrak- andi. Hann flutti til Keflavíkur á sambýli og undi hag sínum vel. Var nær móður sinni og systk- inum. Hann sótti vinnu á Hæfingar- stöðina. Heilsunni hrakaði og hann fékk flogaveiki. Undir það síðasta var gleðin horfin. Við og fjölskyldan eigum góðar minn- ingar um þennan öðlingsdreng og gleðigjafa. Hann var órjúfanleg- ur þáttur í fjölskyldulífi okkar. Fyrir það erum við þakklát. Það var reiðarslag að frétta að hann lægi alvarlega veikur og við of langt í burtu til að geta verið hjá honum. En léttir að vita að aðrir úr fjölskyldunni voru þar. Við er- um þakklát fyrir allt sem Ómar gaf. Hulda og Halldór. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig núna, elsku frændi, baráttu þinni er lokið og þú hefur nú öðl- ast hvíld. Síðustu ár hafa ekki alltaf verið þér auðveld en núna ertu kominn á betri stað, í faðm foreldra þinna. Eftir sitja falleg- ar og góðar minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Sigrún Eygló. Elsku, yndislegi Ómar minn. Ég bara trúi því ekki að ég sé að skrifa minningargrein um þig. Ef einhver var hjartahlýr, um- hyggjusamur og góður þá varst það þú. Ég á svo yndislegar og ljúfar minningar um þig. Hver á nú að koma hlaupandi til mín í næsta fjölskylduboði og gefa mér inni- legt knús og hlýju eins og þú gerðir alltaf? Það verður tómlegt, skal ég segja þér, að mæta í næsta boð og enginn Ómar til að knúsa. En einhvern veginn held ég að þú verðir hjá okkur og takir þátt í öllu þó svo að þú sért farinn frá okkur. Ég vil allavega trúa því og mun minnast þín eins og þú varst. Alltaf brosandi og knúsandi skvísurnar. Það var líka svo stutt í grínið hjá þér og ég tala nú ekki um hreinskilnina. Ef þú sást bumbu á einhverjum þá bentirðu á bumbu viðkomandi og sagðir: „fitubolla“. En enginn tók því illa því allir vissu að þú varst bara að grínast, kallinn minn. Svona varstu, hrókur alls fagnaðar, og nú er hoggið stórt skarð í systk- inahópinn þinn mikla. Ég veit að Gummi bróðir þinn og Dóra mág- kona þín munu sakna þín um næstu jólahátíð, því þú varst þar fastagestur á áramótunum og á nýársdag. Þar hittumst við á hverju ári og þykja mér þetta dýrmætir tímar. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að njóta þessara tíma með þér heima hjá mömmu og pabba í Blöndubakk- anum. Þér fannst svo gaman að fara á brennur með okkur og kveikja á stjörnuljósi og horfa á flugeldana frá svölunum. Þetta var svo dásamlegur tími og alveg ógleymanlegur fyrir mig og börn- in mín. Það eru svo mikil forrétt- indi að hafa fengið að njóta þessa stunda með þér og ég mun aldrei gleyma þeim, elsku Ómar minn. Ég mun svo sannarlega kveikja á stjörnuljósi fyrir þig á gamlárs- kvöld, því máttu trúa. En nú ertu kominn í faðm mömmu þinnar og pabba, það er ég nokkuð viss um. Þau fá nú að njóta faðmlaganna þinna, ástar og hlýju. Hvíldu í friði, elsku, dásamlegi frændi minn. Þú varst einstakur. Ástarkveðja, Berglind Guðmundsdóttir, (Begga frænka). Ég kynntist Ómari þegar hann flutti til Njarðvíkur, við vorum bæði á Hæfingarstöðinni og hitt- umst þar daglega. Seinna fór ég að vinna á heimilinu hans í nokk- ur ár, þá kynntist ég Ómari á annan hátt. Ómar var mikill karakter, ákveðinn, þrjóskur og stríðinn, hann gerði hlutina á sínum hraða og á sinn hátt. Ferðin okkar til Benidorm situr í hjarta mínu sem og margar gæðastundir sem við áttum saman. Þótt þeim hafi fækkað nú allra síðustu árin, fékk ég alltaf góðar móttökur þegar við hittumst. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Ómari og votta fjölskyldu hans mína dýpstu sam- úð. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum). Hrefna Höskuldsdóttir. Ómar Björnsson Grund í Skorra- dal var stór hluti af mínum uppeldisár- um og hefur stór- fjölskyldan þar átt mikilvægan sess í hjarta mínu. Jóhanna kom inn í fjölskylduna með sinn sjarma og glæsileika sem auðgaði fjölskyldulífið á Grund. Við fyrstu kynni mynd- aðist strax mikil tryggð og góð- ur vinskapur. Jóhanna var traust manneskja, einstaklega góð móðir, amma og eiginkona. Við hjónin getum seint fullþakk- að allan þann velvilja sem Jó- hanna og Davíð hafa sýnt okkur hjónum og börnum. Við kveðjum Jóhönnu með ást, virðingu og ekki síst mjög góðum minning- um. Þorleifur Friðrik Magnússon. Endalokin eru alltaf svo fjarri jafnvel þó að þau blasi við eins og undir það síðasta í veikindum Jóhönnu. Það er ekkert sem býr að- standendur undir þann missi sem verður þegar öllu lýkur. Missirinn er stór hjá Davíð frænda mínum, börnum þeirra og barnabörnum. Jóhanna var klettur í lífi þeirra og þau hjón svo samhent að eftir var tekið. Jóhanna Guðjónsdóttir ✝ Jóhanna fædd-ist 20. júlí 1940. Hún lést 6. júní 2015. Útför Jóhönnu fór fram 12. júní 2015. Það er lítil huggun í orðum á svona stundum. Trúin á eitthvað stærra er það sem huggar mest og ómetanleg- ar minningar um góða manneskju. Minningar mínar um Jóhönnu spanna allt mitt líf enda hefur hún verið hluti af minni nán- ustu fjölskyldu í um hálfa öld. Það sem kemur upp í hugann er kaffispjall í eldhúsinu á Grund sem óneitanlega breyttist eftir því sem ég varð eldri. Þar var allt rætt og ekkert málinu óvið- komandi. Í minningunni var Jó- hanna alltaf með blik í auga og stutt í hláturinn hvort sem hún var að standa uppi í hárinu á móðurbræðrum mínum eða ræða heimsmálin. Síðasta kaffi- spjallið var um veikindin sem Jóhanna mætti af einstöku æðruleysi sem aðdáun var að. Í því spjalli var þó vonin og trúin á sigur í erfiðum veikindum alls- ráðandi. Fyrir fáum árum ferðuðumst við saman til Seattle í Banda- ríkjunum. Þar þrammaði hún í hverja búð á fætur annarri til að kaupa eitthvað fallegt handa barnabörnum sínum sem henni þótti svo vænt um. Hún hló alla ferðina og lífsgleðin skein af henni. Það er nákvæmlega þann- ig sem ég og fjölskylda mín minnumst hennar. Guð blessi minningu einstakrar konu. Pétur Rúnar Pétursson og fjölskylda. Frænka mín og vinkona okk- ar Jóhanna Guðjónsdóttir er lát- in og það stuttu eftir að hún hafði náð svo góðum bata eftir fyrri veikindi sín. Hún var orðin full af orku og gleði sem aldrei fyrr og allir voru svo hamingju- samir yfir bata hennar. Við minnumst hennar fyrst frá Reykjavík, þar vann hún sem verslunarstjóri í bókabúð Lár- usar Blöndal og það gustaði af henni bæði dugnaður og kátína. Hún vann m.a. einnig við að sýna fatnað á tískusýningum. Margir voru hissa þegar hún flutti í Skorradalinn, héldu frek- ar að hún myndi flytjast til NY. En hún var búinn að finna Davíð og með honum hefur hún búið í farsælu hjónabandi, hann var hennar allra besti vinur. Jóhanna var í raun drottn- ingin hans, stór, falleg og mynd- arleg. Hún stýrði sinni fjöl- skyldu af natni en festu. Jóhanna og Davíð tóku okkur opnum örmum þegar við fluttum í Borgarfjörðinn fyrir 37 árum. Mikið var alltaf gaman að koma til þeirra hjóna á Grund, þau höfðu frá svo mörgu að segja, þau höfðu ferðast mikið og þau fylgdust vel með mannlífinu í landinu og kunnu ótal sögur úr bæði nútíð og fortíð. Oft komu þau líka í heimsókn til okkar og ósjaldan færandi hendi. Jóhönnu var fjölskyldan allt. Hún var vakin og sofin yfir henni, hvort sem um var að ræða hennar nánustu eða fjar- skyldari ættingja. Gekk hún ótrúlega langt til að sinna þeim og sinnti öllum hvort sem það var í gleði eða sorg. Það var ein- stakt að fylgjast með þessari elju. Án efa missa barnabörnin hennar mikið við fráfall hennar, en hún bar svo sannarlega hag þeirra fyrir brjósti. Hún var líka öflug þegar kom að félagsmálum, ef hún tók eitt- hvað að sér þá voru hlutirnir gerðir af krafti og samvisku- semi. Breytti þá engu hvort um var að ræða stjórn félags eins og t.d. Kvenfélagsins 19. júní eða að vinna í Rauða krossinum eða með Félagi aldraðra í Borgar- fjarðardölum. Það er mikill missir fyrir sam- félagið að kona sem Jóhanna hverfi af braut, þó auðvitað sé missir hennar nánustu næstum óbærilegur. Þau hjónin voru mjög samhent og miklir mátar, hún tók þátt í hans félagsstörf- um og hann í hennar. Davíð var hennar stoð og stytta í blíðu sem stríðu og var henni einstakur eiginmaður. Við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Gunnar Örn og Elísabet. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með miklum söknuði og kæru þakklæti fyrir alla hjálpina og væntumþykjuna í gegnum tíð- ina. Elsku Davíð og fjölskylda. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Brynja Guðjónsdóttir. Hún Ragnheiður, Agga vinkona mín, hefur nú kvatt þennan heim og far- ið á vit nýrra heim- kynna, en hún féll frá eftir nokkra erfiða mánuði hinn 26. maí sl. Vinátta okkar á sér langa sögu. Ég kynntist Öggu fyrir 52 árum en eiginmenn okkar voru nánir vinir. Þau hjón, Agga og Ágúst, bjuggu sér glæsilegt heimili á Kleifarvegi og var mikil upplifun og ánægja að njóta gestrisni þeirra. Agga var meistarakokkur jafnframt því að hafa yndi af garðrækt. Naut ég oft leiðsagnar hennar í garðyrkju. Við vinahjón- in fórum saman í veiði í Straum- fjarðará í yfir 25 ár og minnist ég þess einmitt að hafa fengið fyrsta laxinn minn í veiðiferð með þeim. Margar góðar endurminningar eru um veiðiferðir og brids spila- mennsku sem stundum varði fram á nótt. Ljóslifandi í huga mínum er endurminning um vin- konu mína, Öggu, þegar hún í einni veiðiferðinni axlaði bakpoka og hélt gangandi að Rjúkanda sem er einn efsti veiðistaðurinn í Straumfjarðará. Minningabrotin hrannast að þegar náinn vinur hverfur á brott og eitt þeirra er þegar við stöllurnar fórum saman á útskurðarnámskeið en Agga náði mikilli færni í þeirri list enda Ragnheiður Eide Bjarnason ✝ RagnheiðurEide Bjarnason fæddist 17. mars 1924. Hún lést 26. maí 2015. Útför Ragnheiðar fór fram 4. júní 2015. lék allt í höndum hennar. Árin liðu, aldurinn færðist yfir og þar kom að húsið á Kleifarveginum og garðurinn fallegi varð þeim of mikið verkefni og færðu þau sig því um set og fluttu á Jökul- grunn þar sem Agga bjó þeim fagurt heimili. Þegar Agga varð 70 ára fórum við hjónin með þeim til Lundúna og síðar í ógleymanlega siglingu á Karíba- hafinu. Leiðin lá um Flórída og nutum við góðra samvista þar. Rúmu ári síðar misstum við báð- ar eiginmenn okkar, reyndar með sex mánaða millibili, og voru það mikil þáttaskil í lífi okkar beggja. Ég verð Öggu ævinlega þakklát fyrir hlýju hennar og vináttu á þessum erfiða tíma. Síðar fórum við stöllur í langt ferðalag saman til útlanda, „heimsreisu“, en hún styrkti okkur og reyndist mikil ævintýraför. Um leið og ég kveð kæra vin- konu með þakklæti fyrir allt og allt, votta ég Guðrúnu, Bjarna og öllum ættingjum Öggu innilega samúð mína. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ingveldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.