Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 Góðæri Töluvert fyrir ofan stíflu í Elliðaánum hefur álft synt með fimm stálpaða unga sína og kynnt þeim lífið og tilveruna. Gangi allt að óskum má búast við fjölgun í fjölskyldunni á næstu árum. Eggert Mánudagurinn 8. júní var mikill merk- isdagur fyrir okkur sem óskum einskis frekar en að lifa lífi okkar á Íslandi. Full- valda landi meðal þjóða. Þann dag var hrundið af stað áætlun um losun fjármagns- haftanna sem haldið hafa þessari þjóð í klemmu síðastliðin sjö ár. Fjöl- miðlar skutu upp flugeldum og al- menningur tók af afli þátt í gleðinni, þótt höftin hafi, í sjálfu sér, lítið bitnað á hinum almenna borgara. Óbeint hefur þó kyrr- staðan sem þeim fylgir dregið úr hraðanum að vinna Ísland upp úr öldudal hrunsins. Höftin háðu allri fjárfestingu í landinu; fjárfestingar- kostir lífeyrissjóðanna, sem lögum samkvæmt eiga að skila 3,5% ávöxt- un, urðu sífellt þrengri og erlent fjármagn skilaði sér ekki til lands- ins. Ríkti þar ótti fjárfesta við að lokast inni með fjármagn sitt í landi sem aðeins býður gest- um inn en hleypir þeim ekki út aftur. Já mánudagurinn 8. júní var sannkallaður fána- dagur. Tilefni þessarar greinar er þó ekki að minnast þessa merka atburðar heldur að vekja athygli á grein sem birtist þennan sama dag í Morgun- blaðinu. Undarlega hljótt hefur verið um greinina og virðist hún gersamlega hafa horfið í skuggann á stórfrétt- inni. Hún er þó engu að síður merkileg fyrir margra hluta sakir, því hún opinberar viðhorf sem ríkti hjá ríkisstjórn síðasta kjörtímabils til umsýslu með fjármuni almenn- ings. Við sem skattgreiðendur, sem umhugað er um meðferð á skatt- peningum ríkissjóðs, stöldrum við þegar í ljós kemur að á árinu 2009 hækkuðu framfærslulán til stúdenta erlendis um 20% og það án und- angenginnar könnunar á þörf fyrir hækkun. Í ljós hefur komið að um- framgreiðsla þessi nemur 3,5 millj- örðum króna og kom nýlega í ljós að þrautpíndum ríkissjóði Íslands var uppálagt að greiða verulega hærri framfærslulán en t.d. sænski lánasjóðurinn telur þörf á. Munar þar verulegum fjárhæðum. Við- brögð þáverandi menntamála- ráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, við tíðindunum voru „Þarna [hafi] fyrst og fremst heilbrigð skynsemi [verið] látin ráða för“. Þetta tilsvar sýnir fyrst og fremst valdhrokann sem réði ferð á síðasta kjörtímabili og minnir óneitanlega á tilsvar sam- ráðherra hennar, Svandísar Svavarsdóttur, þegar hún var innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu dóms á hendur ráðherranum, „þetta er bara pólitík“. Með öðrum orðum – ég hef valdið, ég ræð. En hvernig er hægt að halda því fram að þetta hafi verið „heilbrigð skynsemi“ þegar á sama tíma heil- brigðisþjónustan var skorin niður við trog? Niðurskurður hjá eldri borgurum og öryrkjum nam einnig á þessum tíma tæpum tveimur milljörðum. Já, fólk munaði um þessa peninga. Og gleymum ekki fjármununum, 400 milljörðunum, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde lagði til hliðar til að bæta heim- ilunum og fyrirtækjum skaðann vegan hrunsins. Það er ekki eins og ríkisstjórnin sem Katrín Jakobs- dóttir sat í hafi ekki vitað af þessum fjármunum. Steingrímur lærifaðir hennar færði bönkunum þá að gjöf einmitt þetta sama haust – 2009 – um leið og hann veitti þeim opið veiðileyfi á lánþega landsins. Vitn- eskjan um þennan björgunarsjóð lá alltaf fyrir. Framsóknarflokkurinn hafði hann í huga þegar hann lagði minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur til stuðning með ákveðnum skilyrðum á vormánuðum 2009, þar sem 20% niðurfelling höfuðstóls lána var eitt aðalmálið. En rík- isstjórnin hennar Katrínar kaus að svíkja öll loforð, draga Framsókn á asnaeyrunum og í leiðinni heimilin í landinu. Þá flokkaðist það ekki und- ir „heilbrigða skynsemi“ að styðja við almenning sem horfði á verð- bólguna brenna upp eigur sínar; heimilin sem fóru á uppboð fyrir smánarpening og fjölskyldurnar sem flúðu land. Sérhagsmunagæsl- an varð fyrir valinu hjá Katrínu Jakobsdóttur og félögum, því þá hafði hún enn ekki lært frasann um „hagsmuni almennings“. Ríkisstjórnin hennar Katrínar, sem ýmist gekk undir nafninu „Norræna velferðarstjórnin“ eða „Skjaldborgin“ í háðungarskyni vegna framgöngu hennar gegn heimilunum í landinu, hafði enga stefnu varðandi losun gjaldeyr- ishaftanna sem núverandi rík- isstjórn hefur nú hrundið í fram- kvæmd almenningi til heilla. Slík stefna hefði gengið á „stjórnar- skrárbundinn rétt kröfuhafanna“ eins og einn snillingurinn í ríkis- stjórn hennar komst svo skarplega að orði og það hefði getað tafið, um ókomna tíð, möguleikana á að selja landið til Brussel. Það flokkaðist sem dauðasynd. Eftir Ragnhildi Kolka » Þegar síðustu ríkisstjórn stóð til boða að gæta hagsmuna almennings setti hún sérhagsmuni blindandi á oddinn. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. Heilbrigð skynsemi á flæðiskeri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.