Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er búið að vera algjört ævintýri og eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert um æv- ina,“ segir Einar Erlendsson ljósmyndafræð- ingur, sem er stofnandi og eigandi Focus on Nature, um samstarf sitt við banda- ríska ljósmyndarann Feo- dor Pitcairn. Um komandi mánaðamót verður opnuð stór ljósmyndasýning um Ísland í National Museum of Natural History í Smit- hsonian Institute í Wash- ington sem nefnist Pri- mordial landscapes – Iceland revealed. Þar getur að líta ljósmyndir Feodors Pitcairn og texta Ara Trausta Guðmundssonar, en samhliða sýningunni kemur út samnefnd bók hjá powerHouse-útgáfunni, sem fljótlega verður fáan- leg hérlendis. „Sýningin verður opnuð almenningi 2. júlí og stend- ur til aprílloka 2017,“ segir Einar og tekur fram að áætlað sé að a.m.k. ein og hálf milljón gesta muni sjá sýninguna á þessum tíma. „Þetta er því ótrúlega góð landkynning,“ segir Einar og tekur fram að stór hluti sýningargesta verði skólafólk og áhugafólk um náttúruvísindi. „Samhliða myndunum heyra gestir nátt- úruhljóð frá Íslandi. Markmið mynda Feodors er að sýna hvernig orka náttúrunnar mótar landslagið. Þær sýna hvernig vindur, vatn, eld- ur og ís hefur sorfið og skapað yfirborð lands- ins,“ segir Einar, sem m.a. fékk leyfi til að fljúga með Pitcairn út í Surtsey auk þess sem þeir voru með þeim fyrstu til að fara í þyrlu að Holuhrauni þegar gos hófst þar. „Feo, sem er um áttrætt, er í Bandaríkj- unum aðallega þekktur fyrir neðansjávar- myndir sínar, bæði kvikmyndir og ljósmyndir. En myndirnar hefur hann verið að vinna fyrir Smithsonian,“ segir Ari Trausti Guðmunds- son, jarðfræðingur og ljóðskáld. „Feo kom alls átta sinnum til landsins til að mynda fyrir bók- ina og fór með Einari um land allt,“ segir Ari Trausti og rifjar upp að Einar hafi átt hug- myndina að því að hann skrifaði við myndir Pitcairns. „Við vorum nokkuð lengi að finna rétta formið en niðurstaðan varð sú að ég orti ljóð á ensku við hverja mynd,“ segir Ari Trausti, en alls eru um 120 myndir í bókinni og um 50 af þeim á sýningunni. Engar sykurmyndir „Ég samdi líka upplýsingatexta um hverja mynd með upplýsingum um staðhætti, jarð- fræði og sögu viðkomandi staða,“ segir Ari Trausti. Sá texti verður áberandi á sýning- unni, en er prentaður aftast í bókinni ásamt Ís- landskorti með merkingum um hvar mynd- irnar eru teknar. Í ljósmyndabókinni stendur hins vegar ein mynd og eitt ljóð á hverri opnu. „Markmiðið er að bókin sé algjört augnayndi. Það á að vera eins og sælgæti fyrir augun að fletta þessari bók og því má ekki drekkja síð- unum með of miklum texta,“ segir Einar og bendir á að það sé ástæða þess að fræðitextinn og jarðfræðiskýringarnar séu aftast í bókinni með litlum myndum. „Feo hefur mjög sérstakt auga og forðast al- farið klisjurnar. Hann tekur m.a. myndir af þúfum og snjósköflum, sem maður sér venju- lega ekki í ljósmyndabókum frá Íslandi. Það sem vakti fyrir honum var að sýna Ísland hratt og eins og það er, en ekki taka sykurmyndir.“ Aðspurður segist Ari Trausti hafa reynslu af því að yrkja á þýsku og norsku en minna hafa gert af því að yrkja á ensku, en eftir hann liggja sjö ljóðabækur. „Ljóðin komu til mín í kippum. Það tók marga mánuði að semja þetta, en það er engin ein aðferð til. Sum ljóðanna urðu til við tölvuna en önnur á fjöll- um.“ Að sögn Ara Trausta er þegar byrjað að skoða möguleika þess að sýningunni verði breytt í farandsýningu sem fari um Bandarík- in þegar sýningatímanum í Smithsonian ljúki árið 2017. „Búið að vera algjört ævintýri“ Ljósmynd/Feodor Pitcairn Mótar „Markmið mynda Feodors er að sýna hvernig orka náttúrunnar mótar landslagið.“  Primordial landscapes – Iceland revealed nefnist ljósmyndasýning sem senn verður opnuð í Smith- sonian  Ljósmyndir Feodors Pitcairn í samspili við ljóð og fræðitexta Ara Trausta Guðmundssonar Einar Erlendsson Ari Trausti Guðmundsson Eremitten eftir danska rithöfund- inn Thomas Rydahl hlýtur Glerlyk- ilinn í ár sem besta norræna glæpa- sagan. Bækurnar sem voru til- nefndar í ár eru, auk Eremitten, Mustamäki eftir Timo Sandberg frá Finnlandi, Grimmd eftir Stefán Mána, Helvetesilden eftir Karin Fossum frá Noregi og Låt mig ta din hand eftir Tove Alsterdals frá Svíþjóð. Verðlaunabókin heitir Einbúinn á íslensku, sögusvið henn- ar er Kanaríeyjar og aðalsöguhetj- an rúmlega miðaldra danskur leigubílstjóri sem býr nálægt Corralejo á Fuerteventura og flæk- ist í skuggalega atburði, eins og segir í tilkynningu. Dómnefndir fyrir Glerlykilinn voru skipaðar fyrir hvert land fyrir sig og í þeirri íslensku eru Inga Magnea Skúla- dóttir, formaður, Kristján Jóhann Jónsson og Kristín S. Árnadóttir. Danski rithöfundurinn Thomas Rydahl hlaut Glerlykilinn fyrir Einbúann Verðlaunahafi Thomas Rydahl. Myndband við „Risalagið“ úr leik- sýningunni Litla gula hænan með Leikhópnum Lottu kom út í fyrra- dag og er það í anda þungarokks- sveitarinnar HAM, samið af Baldri Ragnarssyni, gítarleikara og eins söngvara Skálmaldar sem leikur í sýningunni. Sigurjón Kjartansson, hinn hávaxni gítarleikari og söngv- ari HAM, syngur fyrir risann í lag- inu en risinn kemur við sögu í leik- sýningunni. Í myndbandinu má sjá risann og aðrar persónur leiksýning- arinnar og þá m.a. litlu gulu hænuna sem tekur lagið með risanum en með hlutverk hennar fer Sigursteinn Sig- urbergsson. Höfundur Litlu gulu hænunnar er Anna Bergljót Thor- arensen og eru lagatextar sýning- arinnar eftir Baldur sem samdi lögin með Rósu Ásgeirsdóttur og Birni Thorarensen. Myndbandið má finna á YouTube með því að slá „Risalag- ið“ inn í leitarglugga. Þungarokkarar Sigurjón og Baldur. Sigurjón er fyrsti gestasöngvarinn sem Leikhópurinn Lotta fær til að syngja fyrir sig inn á plötu. HAM-arinn Sigurjón ris- inn í lagi Skálmeldings TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is POWERSÝNING KL. 10:35 BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND MEÐ OWEN WILSON, IMOGEN POOTS OG JENNIFER ANISTON Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstil boð Þriðjudagstil boð Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.