Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Sumarskór í úrvali Verð 6.995 stærðir 36-41 - Leður 5.995 stærðir 36-41 Verð 6.995 stærðir 36-41 Verð 5.995 stærðir 36-41 Verð Undirtitill þessarar athyglisverðu esseyju Oddnýjar Eirar er „Í leit að kátu sæði“. Og höfundur útskýrir strax í byrjun, í kafla sem nefnist „Ég reyndi“, hvert umfjöllunarefnið er: Ég ímynda mér að á dánar- beðinum, þegar eftirsjáin hrjáir geð, þá sé fróun í að rifja upp að maður hafi reynt allt. Reynt hvað? Að eignast barn. En af hverju að eignast barn? Ég veit það ekki. Finn bara þrá í brjósti. Ég reyndi kannski ekki allt, kannski of lítið. Kannski of mikið … (7) Höfundurinn gengst strax við því að hún viti ekki af hverju þráin staf- ar en lesandinn fær að kynnast því í opinskárri frásögninni hvernig þörf- in sífellt eykst, eftir því sem eggj- unum fækkar, að finna líf kvikna í kviðnum og að öðlast þá reynslu að ganga með og fæða barn. Oddný Eir er einn okkar athyglis- verðustu höfunda í dag og hefur á undanförnum árum skrifað og gefið út persónuleg verk, þar sem hún iðu- lega fetar sig eftir illskilgreinan- legum mörkum sjálfsævisögu, dag- bókar, heimspeki og skáldskapar. Ástarmeistarinn, hennar hefð- bundnasta skáldsaga til þessa, kom út í fyrra, en forvitnilegt er að sjá hvernig þessi nýja esseyja, Blátt blóð, tengist henni á ýmsar hátt, í umfjöllunarefni, hugmyndum og af- stöðu. Það sýnir enn og aftur hve höfundarverk hennar er allt saman- reyrt. Þetta er afskaplega heiðarleg frá- sögn um ástir, sambönd og slit sam- banda, þar sem reynt er á þanþol ástarinnar og reynt á líf án frjóvg- unar, þar sem sú þörf verður að sí- vaxandi spennu í sjálfum kjarna lífs- ins og tilverunnar að fá að eignast barn. Við lestur á Bændablaðinu ein- mana heima eitt kvöld les hún til að mynda auglýsingu um þreskivél og Þrá eftir kátu sæði – og barni Esseyja Blátt blóð bbbbn Eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. Bjartur, 2015. Kilja, 108 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR TÓNLIST Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Síðasta degi tónlistarhátíða svipar oft til bjórmagna hátíðargesta; út- þynntur og illa þefjandi. Slíkt virtist þó ekki ætla að verða raunin þegar sunnudagurinn rann upp á Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum og sólargeislarnir mættu fyrstu gestum hátíðarinnar sem skriðu upp úr holum sínum um hádegi. Von var á stærstu nöfnum hátíðarinnar um kvöldið og eftirvæntingin lá í loftinu. Einhverjir hátíðargestir, sem höfðu orðið fyrir barðinu á lélegu skipulagi hátíðarinnar, voru þó flognir heim og kenndu því um hversu seint dag- skrá hátíðarinnar barst gestum – sem og raunar þeim listamönnum sem tróðu upp á hátíðinni. Dag- skráin barst nefnilega skammarlega seint og listamenn vissu sumir hverjir ekki sjálfir hvenær þeir ættu að stíga á svið fyrr en á allra síðustu stundu. Misgóðar stundir til tónleika Hvað sem því leið var hátíðin hafin þennan daginn og sem fyrr hófu plötusnúðar að þeyta skífum sínum í hádeginu. Rafpönksveitin Kælan mikla steig á sviðið Gimli klukkan þrjú og spilaði fyrir nokkr- ar hræður sem safnast höfðu saman á víðáttumiklu svæðinu fyrir framan sviðið. Vissulega þarf einhver að fylla þessa tímarauf í dagskránni en úthlutunin verður seint talin öfunds- verð – helmingur hátíðargesta á nið- urtúr og hinn helmingurinn þunnur. Kælan stóð sig hins vegar prýðilega og pönkið vel útfært. Eldri slagarar á borð við „Mánadans“ voru teknir áður en sveitin hóf að leika nýrri lög á borð við „Kalt“ sem útfærð eru með trommuheilum og hljóðgervlum í stað hefðbundins trommusláttar. Breytingin kom mjög vel út og tríóið greinilega að þróast í rétta átt. Ýmis dægradvöl var í boði á svæðinu að tónlistinni undanskilinni og mátti þar meðal annars sjá mennskt fúsbal, kræsingar og fall- turn – sem var langtum skárri en heiti potturinn sem komið hafði ver- ið fyrir á miðju svæðinu. Stöku sinn- um sást til tilgerðarlegra strípalinga Wu-Tang Clan er fyrir börnin Morgunblaðið/Styrmir Kári Heillandi Breska söngkonan FKA twigs var einkar seiðandi á sviðinu í Laugardalnum þegar hún tók lög á borð við „Water Me“ og „Two Weeks“. sem fannst þeir sigra heiminn með því að sýna öðrum hátíðargestum rassinn á sér áður en þeir settust flissandi í pottinn aftur. Þarna sátu gestirnir svo lengi í heitum pottinum með bjórinn í annarri og virðinguna í hinni þar til hvort tveggja var þrotið. Seiðandi FKA twigs Aðalsviðið, Valhöll, var þétt skipað þetta kvöldið og byrjaði gleðin á Charles Bradley og The Wailers. Stemningin í lundinum fyr- ir framan sviðið var einkar góð og veðrið lék við hátíðargesti. Heilu hóparnir lágu makindalega í grasinu á meðan beðið var eftir næsta lista- manni til að stíga á svið og allt virtist nokkuð friðsamlegt – annað en það sem gengið hafði á daginn áður á milli misvel gefinna listamanna há- tíðarinnar. Gestir kunnu vel að meta elektrópopptónlist Danans MØ sem sprangaði því næst um sviðið íklædd íþróttafötum. Tónlistarbetrungur MØ, breska söngkonan FKA twigs, átti þó sviðið á eftir henni. Tilraunakennd R&B- tónlist listamannsins hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu enda hluti af uppgangi tónlistarmanna » Taktarnir semFKA twigs smíðar eru þó nokkuð sérstakir, fremur brotnir og óreglulegir, og ég gæti trúað að þeir sem ekki hafa hlustað á hana áður hafi ekki meðtekið feg- urðina sem býr í tón- smíðum hennar. Gleði Skemmtunin var talsvert þyngri byrði fyrir suma en aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.