Húnavaka - 01.05.1998, Page 14
12
H U N A V A K A
nýlega kominn þangað með konu sína og tvö börn. Kona hans var þá
stundum í virðingarskyni kölluð klausturfrúin. Dóttir þeirra var þennan
dag með hvíta sólhlíf sem fór henni vel í sólskininu. Þessi búningsbót var
sjaldséð hér því að lítið var hér um regnhlífar, hvað þá sólhlíf. Þessi dótt-
ir Hermanns bjó síðar í Vesturheimi með manni sínum, Jóni Tryggva
Jónssyni frá Almenningi á Vatnsnesi. Jón Tryggvi var talinn milljónaeig-
andi úr gullnámunum í Klondike.
Þegar leið á samkomudaginn þá kaldaði nokkuð þó að sólskinið héld-
ist. Bauð þá Hermann hverjum sem vildi að fara inn í kirkjuna, vera þar
og skoða hana eftir vild. Margir notuðu sér þetta góða boð.
Meðal hátíðargesta var Einar Hjörleifsson, þá nýkominn frá Ameríku.
Það hafði eitthvað borist út að hann hefði vestra lært list, sem ekki þekkt-
ist hér á landi en væri innifalin í því að lesa svo af bók að ekki heyrðist
sem lestur, heldur sem tal. Marga langaði til að heyra Einar leika þessa
list en ekki varð af því að hann gerði það að því sinni.
Yfirmenn af dönsku kaupskipi, er lá á Blönduóshöfn, og ef til vill fleiri
menn af því skipi, voru á hátíðinni í boðijóhanns Möllers. Þeirvoru gest-
ir hans þar.
Dansinn byijaði með því að sýslumaður bauð í dans prestskonunni á
Breiðabólstað og eftir nokkur augnablik steig margt fólk dans um allan
pallinn. Leikið var á lýrukassa er snúið var með sveif. En er lýrukassinn
þótti nokkuð einhæfur þá var gripið til harmonikunnar. A það hljóðfæri
lék Guðrún Skagfjörð frá Blönduósi.
Jóhann Möller á Blönduósi sá um aðdrætti til hátíðarinnar. Hann út-
vegaði og vínföng og efni í aðrar veitingar. Þessir flutningar fóru fram á
bát eða pramma, sem nefndur var Landssjóður og hafði verið notaður
árið áður til flutninga við brúargerð á Blöndu. Menn Jóhanns réru bát
þessum með flutninginn inn á Húnaflóa og inn allt Húnavatn og lentu
fýrir neðan Þingeyrar. Hátíðardaginn höfðu þeir sitthvað að gera fýrir
Jóhann og gátu því ekki verið nema stopult á hátíðinni. Landssjóður varð
ekki settur á land svo að líta þurfti eftir honum. Svo áttu þeir að flytja
allar flöskur ofan í bát jafnóðum og búið væri úr þeim. Ogjóhanni Möll-
er var ósárt um það þótt einhver seytill væri eftir skilinn handa mönn-
um hans. Þeir fengu á þennan hátt svo mikið sem þeir vildu.
Olvun um of sást ekki á nokkrum manni á hátíðinni. Þar voru þó eng-
ir eftirlitsmenn og enginn átti það á hættu að verða tekinn úr umferð
eða settur í poka en menn gættu hófs sakir eigin metnaðar og veglyndis.
Samkoma þessi þótti hafa orðið Húnvetningum til mikils sóma. Talið var
að um þúsund manns hefði sótt þessa samkomu.