Húnavaka - 01.05.1998, Page 20
18
11 Ú N A VA K A
Starfsmenn Stíganda. Frá vinstri:Jón Sverrisson, Hallgrímur Svanur
Reynisson, Eiríkur Ingi Björnsson, Páll Ingþór Kristinsson, Jakob Jónsson,
Þáröur Pálmi Þórðarson, Ottó Finnsson, Hafþór Sigurbsson, Lárus Jónsson,
Þormar Kristjánsson, Gunnar Sigurðsson, Hlynur Trygguason, Gardar
Jónsson, Ólafur Magnússon ogBaldur Reynisson. Ljósm.: Hilmar Kr.
viti 1978. Síðan kom Eyþór Elíasson sem var hjá okkur til 1982. Þá tók
við Snorri Björn Sigurðsson og var til 1986. Haukur Sigurðsson var í tæp
tvö ár. Ofeigur Gestsson tók við af honum og hann sat í stólnum þegar ég
hætd 1990. Allir þessir menn voru afbragðsmenn og sérlega skemmti-
legt að vinna með þeim. Sannleikurinn er sá að þegar menn eru að
vinna í sveitarstjórnarmálum skipdr öllu máli að tíl þess veljist góður hóp-
ur og sveitar- eða bæjarstjórar spila þarna stórt hlutverk. Þeir eru tengilið-
ur sveitarstjórnarinnar \dð fólkið. Mér hefur alltaf fundist skipta máli að
þessir menn væru þægilegir í viðmóti og skemmtilegir, þannig að gott
væri að vera með þeim fyrir utan hið daglega amstur og þras.
Eg hef nefnt tvo menn sem sátu með mér í sveitarstjórninni og finnst
rétt að nefna fleiri sem voru á þessu tímabili samstarfsmenn. Þar nefni ég
auk Arna og Jóns, Sturlu Þórðarson sem var með mér í meirihlutanum í
tvö kjörtímabil. Einnig Sigmar Jónsson sem var minnisstæður persónu-
leiki og mikill og góður félagi. I minnihluta voru ágætir menn eins og
Sigurður Eymundsson rafVeitustjóri og Eggert Guðmundsson og í bæj-
arstjórninni, Jón Sigurðsson, Guðmundur Theódórsson og Kári Snorra-
son. Fleiri mætd nefna en ég læt þetta duga.