Húnavaka - 01.05.1998, Side 45
GUÐMUNDUR HALLDORSSON frá Bergsstöðum:
Reki og óskasteinar
(Smásaga)
Tjald skipstjórans stóð eitt sér ofan við aðaltjaldborgina þar sem hluti
vatnsins blasti við með gulllitum bárubrotum, þessa stundina, en hrossa-
mótið fjær, hávaðasamt og frumstætt fannst skipstjóranum þar sem hann
sat flötum beinum úti fyrir tjaldi sínu með viskýflösku milli fóta og drakk.
Hann hafði verið að súpa frá því snemma daginn áður að þau komu
hingað hjónin á nýja Fordinum, tjölduðu og fengu sér í glas. Nú drukku
þau af stút hvort í sínu lagi, hann við tjaldskörina, hún í tjaldinu. Þetta
var gott viský, úr síðustu Skotlandsferð, gerði þau róleg og þakklát fyrir
að fá að vera svona nálægt en hvort á sínum stað. Það var svo óvenjuleg
tilfinning að vita þannig hvort af öðru innan seilingar en ekki þetta
elsku-djöfuls haf, seinfarið, myrkt og flárátt, ef mann langaði til að gera
eitthvað með konunni. Hrossamót. Hvað voru þau fyrir hann og þau?
Ekkert sérstakt. Ekki fremur en obba þess fólks er hér var samankomið.
Hann langaði bara til að skreppa eitthvað og sýna sjálfum sér og öðrum
nýja Fordinn. Njóta þeirrar virðingar er bíllinn veitti honum. Skemmta
sér með fast land undir fótum f nálægð fólks. Drekka þar sem enginn
gat öðrum láð. Staðurinn var feikigóður. Fast land undir fótum. Það var
orðin honum næsta ókunn og undarleg tilfinning. Hann gerði sér tæpast
ljóst hvort henni fylgdi öryggiskennd, fullnægð heimþrá eða kvíði fyrir
að hverfa aftur á sjóinn. Líkast til var það uppnám sem áhrif vínsins
dreifði. Hann langaði örsjaldan í áfengi nema í þessum stopulu fríum
heima. Lífsöryggi. Nei, fjandakornið. Hrukku menn ekki upp af í rúm-
um sínum. Beið ekki þessi dauði við hvers manns dyr að rétta út bleika
hönd þegar hinn afmarkaði tími manns var liðinn. Sama hver var. Allt í
guðs hendi, eða hvað? Hann yrði ekki fremur umflúinn á þurru landi
en opnu hafí.
Þína skál, gamli maður með ljáinn, sagði skipstjórinn og saup á flösk-
unni. Þína skál.
Hross, hugsaði skipstjórinn því næst. Ríðandi fólk að keppa á hestum
og þúsundir mótsgesta sem horfðu bara á. Drakk og glápti og hrópaði
hvatningarorð út í bláinn. Hér leit enginn við manni sem kunni að
stjórna skipi, veija það áföllum, sigla gegnum þokur, brim og boða, lesa