Húnavaka - 01.05.1998, Page 46
44
11 U N A V A K A
á flókin mælitæki, finna lönd án þess að sigla á þau, skila varningi á hafn-
ir, fylla lestir af lífsbjörg og taka stímið heim. Nei, hér leit enginn við
manni, ekki enn. Vissu þessir asnar að hann hafði flutt góðvín í lestatali
frá sólarlöndum þar sem glaðir vínyrkjubændur höfðu ekki undan að
metta þorstlátt fólk út um allan heim. Sjálfur átti hann nokkra kassa
heima í kjallara en ekki af lakara taginu. Hann minntist ferðar um vín-
ekrur Frakklands og Spánar. Sá kjallara fulla af ámum með gömlum
miði. Þar var gott að vera gestkomandi. Sælir menn fæddust til að erja
slíkar jarðir og lönd. Borgarbúar litu víst upp til þeirra bænda og töluðu
ekki um að fækka þeim. Eg hefði átt að verða bóndi, hugsaði skipstjór-
inn, vínyrkjubóndi suður í löndum. Þegar siglingunum lyki og nóg væri
lifað hérmegin þá ætlaði hann ekki að taka við skipi hinum megin held-
ur kaupa vínyrkjujörð einhvers staðar í námunda við guð. Þar mundi
ekki væsa um mann. Svo hló hann.
Nú var fólk farið að hnakkrífast um hvor staðurinn væri stærri, himna-
ríki eða helvíti. Var ekki hægt að rannsaka málið í gegnum miðla? Það
mundi að líkindum kosta ófrið við kirkjuna. Þeir vildu ekkert láta rann-
saka heldur hafa sem mest á huldu. Nú hafði Dagblaðið einkarétt á öll-
um rannsóknum, bæði á himni og jörðu. Dagblaðið var betra, hugsaði
skipstjórinn. Hann hélt áfram að hlæja.
Konan. Það heyrðist ekkert í henni. Ekki múkk. Sofnuð? Trúlega. Þau
höfðu haft mikið að gera og farið seint að sofa. Fengið sér afréttara um
morguninn, síðan einn og annan. Samt hefði hún átt að geta vakað með
honum þennan dag. Manneskja sem ekkert hafði að gera allan ársins
hring, annað en snúast í kringum sjálfa sig. Hún var líka ein meðan hann
var að snúast um heimshöfin. Ein? Hver var kominn til að sanna það?
Ekki nokkur lifandi maður. Þetta var hugsun komin frá hinu illa. Hel-
vísk hugsun. Hann bar flöskuna að vörum sér og drakk. Viskýið hélt
áfram að gera hann umburðarlyndan og trúaðan á hið góða í manneskj-
unni. Sof í ró, elsku besta trygglynda konan mín.
Ó, hve vatnið er fagurt núna, með þessum ókaupanlega lit, hvergi fá-
anlegan nema hjá guði. Og bátsskeljarnar vögguðu þarna úti með sama
lit. Liti guðs, þessa gullnu. Skipið hans var víst svart. Myndu guðslitir
nokkurn tíma tolla á svörtu?
Það var búið úr flöskunni. Skipstjórinn farinn að þynnast upp. Viskýið
inni í tjaldinu hjá konunni. Hún yrði úrill ef hann ekki lofaði henni að
sofa í friði. Það heyrðist öskur frá skeiðvellinum. Skipstjóranum datt í
hug að færa sig um set, þangað sem hann sæi betur það sem fram fór á
mótinu en féll frá því við nánari athugun.
Raunar hafði hann skömm á þessum hrossasamkomum sem virtust
vera í tísku um þessar mundir. Hann þekkti ekki skeið frá tölti og sá ekki
mun á góðri og slæmri líkamsbyggingu hrossa. Hann fyrirleit vilhallar