Húnavaka - 01.05.1998, Page 47
H Ú N AVA K A
45
dómnefndir, æsta og taugaveiklaða knapa er knúðu geðilla hesta að
marki sem þeir sáu tæpast fyrir vonsku og trylltum áhuga að sigra. Þessir
hestar voru fluttir frá einu hlaupamóti á annað í von um vinning, hugs-
aði skipstjórinn. Þannig var einnig um þá sem sigldu höfín. Þeir fengu
sínar fyrirskipanir frá þessari höfn til þeirrar næstu. Og nú sat hann hér
með tóma flösku milli fóta sér. Verstur djöfull að hafa ekki almennileg
sæti í staðinn fyrir að þurfa að sitja svona flötum beinum á hnúskóttri
jörðinni og rakri í þokkabót. Næst skyldi hann hafa með sér stól. Hann
renndi augunum út til bátanna. Var ekki vatnið byrjað að ýfast og þessir
gullnu litir guðs að dofna? Hrollur tekinn að búa um sig í honum.
Nú heyrði hann til konu sinnar í tjaldinu á bak við sig að sýsla við mat-
inn. Hann leit á klukkuna. Hún var langt gengin í sjö. Hann fann ekki
svo mjög til svengdar. En vissan um viskýkassann að hann var enn ekki
hálfur, átta flöskur eftir, var honum áleitin. Atta flöskur af tólf, allar með
hvíta hestinum, það var góð hestamennska. Skipstjóranum fór aftur að
hlýna við þessa tilhugsun. Hnúskótt sætið varð ekki eins bölvað og áður.
Hann brosti innra með sér. Brosti og þakkaði guði að konan skyldi nú
loksins vera vöknuð.
Konan kveikti sér í sígarettu á bak við hann. Búin að rétta sig af, hugs-
aði skipstjóri. Nokkur aukakíló gerðu honum erfitt um að snúa höfði til
hliðar. En reykurinn kom í gusum fram yfir hann. Hún hlaut að vera
komin út úr tjaldinu og standa fast fyrir aftan hann.
Hvað ertu að gera þarna á bak við góða? spurði skipstjóri rólega.
Ekkert. Ekki nokkurn skapaðan hlut, svaraði hún með djúpri og svefn-
kenndri röddu, líkt og hún væri varla vöknuð eða fengið sér fullmikið
neðan í því.
Liggur ekki vel á þér? Finnst þér ekki djöfull gaman hérna? spurði
skipstjórinn sposkri röddu.
Guð minn góður. Gaman hérna.
Láttu ekki svona manneskja. Þú hefur nóg viský.
Viský. Eins og það sé allt.
Eg þekki marga sem ekki eiga nóg viský.
Ekki er ég bættari með því.
Sumum þykir sitt viský betra ef þeir þekkja nógu marga sem ekki eiga
nóg af því.
Eg er ekki ein af þeim.
Skipstjórinn hló háðslega. Ekki það nei, sagði hann og hló kólnandi
hlátri. Konan stakk flösku af hvíta hestinum í klof mannsins, átekinni
niður fyrir axlir.
Láttu liggja vel á þér vinur, sagði konan og fór með hendina um hár
mannsins. Hún stóð enn fyrir aftan hann. Skipsþórinn fékk sér tvo væna
úr flöskunni.