Húnavaka - 01.05.1998, Page 49
H Ú N A V A K A
47
ekkert hvort um annað. Hvenær förum við að búa saman og tala hvort
við annað?
Djöfull að hafa ekki viðunanlegt undir sér þá sjaldan maður tekur sér
frí og fer út á land. Eg er að verða rasssár kona.
Næst tökum við sólstóla með okkur.
Þögn.
Er ekki margt að varast íyrir myndarlega menn í þessum hafnarborg-
um úti? laumaði konan frá sér ísmeygilega.
Byijarðu enn. A þessu hefurðu stagast í tuttugu ár - líttu á gullna litinn
á vatninu manneskja, þetta er guðs litur.
Eg hef heyrt menn segja að kvenfólkið sé áleitið í þessum hafnarborg-
um. Það megi fá hitt og þetta fyrir lítið eða ekki neitt.
Það er rétt. Enginn þarf að vera fátækur fyrir samneyti með konum,
sagði skipstjórinn og glotti.
Löng þögn.
Veistu hvað ég ætía að gera manneskja? spurði skipstjórinn loks. Kon-
an þagði. Sat bara með snúð á andlitinu og svaraði engu.
Eg ætla að kaupa jörð á afskekktum stað. Þar á að vera vatn eins og
hérna og mosaþúfur á bakkanum þar sem gott er að sitja með flösku
milli fóta þegar viðrar eins og núna. Frelsarinn á bakkanum að hasta á
vindinn þegar vatnið fer að rótast. Síðan reisum við hæli fyrir hórsekar
konur.
Þú ert orðinn blindfullur mannfjandi, hrópaði konan öskuvond og
skreið inn í tjaldið. Málinu var lokið. Kliður og brambolt manna að búa
sig undir vökunótt barst skipstjóranum heim að tjaldinu. Umstang í
kringum hross. Konan grátandi inni í tjaldi en skipstjórinn einhvers stað-
ar milli svefns og vöku. Hröð hófatök nálguðust, hrifu hann úr mókinu.
Hann reif upp augun í ofboði. Maður á hvítum hesti, klæddur rúðótt-
um jakka við samlitar buxur, kom skeiðríðandi að tjaldi skipstjórans og
sló undir nára með lúðri og hrossamóðugri skjalatösku. Hann vatt sér af
baki við tjaldið og gaf hestinum lausan taum.
Sæll og ljúfur, glumdi í honum og greip til hattsins.
Hver ert þú? spurði skipsþórinn önugur.
Bóndi að norðan, lagsmaður, sagði bóndi og hló hátt. Fékk sér síðan í
nefið.
Hvað heitir jörðin þín? spurði skipstjórinn með örlítinn vott af áhuga.
Sæti, sagði bóndinn. - Sumir kalla hana Þúfu.
Sætí, Þúfa, endurtók skipstjórinn forvitinn og fann um leið til vaxandi
óhægðar að sitja svona á nöktu hrauninu. Litir guðs horfnir af vatninu.
Loftið huldist skýjum. Sveljandi. Undarleg nöfn þetta á jörð, hugsaði
skipstjórinn. Trúlega kot. Kannski vildi hann selja karlinn og flytja suður.
Þú vilt viskýlögg, sagði skipstjórinn. Bóndi hló hátt, ekki ósvipað og