Húnavaka - 01.05.1998, Blaðsíða 50
48
H Ú N A V A K A
hross sem hneggjar feginsamlega með félaga sinn í sjónmáli eftir að hafa
séð af honum á þeysingsreið i langri ferð.
Bóndi gerði sér gott af víninu. Það færðist daufur roði í annars fölblátt
andlit eftir vökunætur þessara liðnu dægra. Hann saup þrisvar á.
Meira, mannskratti, súptu á aftur, kláraðu þetta, sagði skipstjórinn og
bandaði á móti flöskunni og bóndi fékk sér tvo í viðbót.
Hvað bardúsar þú svo lagsi annað en að drekka svona og skemmta
þér? spurði bóndinn, haldandi báðum höndum um háls flöskunnar.
Stýri skipi milli landa meðan ég bíð.
Bíður? Eftir hverjum djöflinum?
Eftir því að farast.
Menn eins og þú farast ekki. Ekki á svona stórum skipum. En þeir geta
farið afVelta á milli þúfna. Þá fmnast þeir alltaf í smalamennskum. Hund-
arnir þefa þá uppi eins og pestarfé, sagði bóndinn og byrjaði aftur að
hlæja. Skipstjórinn brosti umburðarlyndur og rór eins og stórveldi and-
spænis þeim sem það hyggst leggja undir sig í nafni friðar, frelsis og jafn-
réttis.
Þetta getur maður nú kallað hlunnindi, sagði bóndinn og leiddi flösk-
una hlýjum augum. Enginn miði með ATVR.
Hvurnin hlunnindi? spurði skipstjórinn gáttaður.
Tollsvikið brennivín. Það er meira en við höfum sveitakarlarnir nema
þegar við erum svo heppnir að þurfa í kaupstaðinn á meðan þið bíðið
eftir uppskipun og dundið við að selja þetta sem aukagetu, lítið lægra en
ríkið.
Nokkur hlunnindi á þessari jörð þinni? spurði skipstjórinn með
lymskulegum svip og raddblæ eins og honum kæmi málið ekki við.
Það er líkast til.
Eins og hvur?
Jörðin er góð. Ekki vantar það og margir um hana, svaraði bóndinn og
lét sér hægt um skilagrein og upptalningu.
Blessaður ljúktu úr flöskunni, sagði skipstjórinn ákafur.
Betri er treiningur en traðgjöf, góði, og ófær vil ég ekki vera.
Ég á birgðir af þessu inni í tjaldi, vinur.
Og þetta er nú eitt af því sem geymist vel, svaraði bóndi og gerði sig
ekki líklegan til að gera flöskunni skil að sinni.
Láttu ekki svona. Fáum okkur einn, sagði skipstjórinn. Þeir fengu sér
sinn hvor.
Ja, það var þetta með hlunnindin, hóf skipstjórinn aftur eftirgrennslan
sína. Hver eru þau?
Reki og óskasteinar sagði bóndi með hægð, eins og hann gerði ráð
fyrir að skipstjórinn þyrfti næði til að meðtaka þessa vitneskju.
Hvað segirðu, mannfjandi?