Húnavaka - 01.05.1998, Qupperneq 51
H U N AV A K A
49
Reki og óskasteinar, endurtók skipstjórinn og gapti. For helvíti, var
mannfjandinn með öllum mjalla. Kannski svo ósvífinn að gera grín að
honum.
Blessaður eyddu ekki á hann orðum. Hann er vangefinn eins og allir
bændur og klækjóttur líka heyrðist konan tauta inni í tjaldinu. - Óska-
steinar var betra.
Hvað fjandi er hún stygglynd konan. Eitthvað á þínum vegum vænti
ég, laust eða fast, þú skilur, spurði bóndinn og glotti. Kannski ég heilsi
upp á konumyndina bætti hann við og leit inn um hálfopnar tjalddyrnar.
Svei, svei, heyrðist innan úr yaldinu.
Við vorum að tala um hlunnindin, sagði bóndinn, eins og milli tveggja
elda. Nú, rekinn kemur úr sjónum en óskasteinarnir úr tjörninni á fjall-
inu, synda ofaná á Jónsmessunótt.
Þeir fengu sér meira viský.
Hvernig er þessi tjörn á litinn, spurði skipstjórinn.
Þetta er nú eiginlega meira en tjörn. Þetta er stórt vatn, stundum grátt,
aðra tíma blátt en oftast eins og rauðagull eins og til að mynda í hey-
þurrkum á sumrin þegar sólin skín að kvöldlagi.
Gott. Litir guðs. Hvað á jörðin að kosta?
Menn verða að geta gengið á vatninu til þess að ná óskasteininum, út-
skýrði bóndinn af samviskusemi.
Allt í lagi. Frelsarinn annast það fyrir mig, flýtti skipstjórinn sér að
segja.
Eg kunni nú betur við að þú vissir að hverju þú gengir, til að fyrir-
byggja allan málarekstur eftir á. Hann hefur stundum orðið dýr.
Þögn. Bóndinn sýndist vera að hugsa sig um. Loks hrökk snöggt út úr
skipsþóranum, nú, nú.
Hvað kosta millilandaskip núna, eins og þetta sem þú stýrir? spurði
bóndinn með hægð. Eg meina ný.
Skipstjórinn nefndi upphæðina.
Mér höfðu dottið í hug slétt býtti á skipinu og jörðinni, það er að segja
sé það nýtt, sagði bóndinn altekinn lítillæd.
Eg tek þessu, svaraði skipstjórinn. Við göngum bara frá þessu strax.
Guð hjálpi þér mannaumingi, veinaði konan upp yfir sig inni í tjald-
inu.
Síðan tókust mennirnir í hendur og staðfestu þennan sáttmála, skál-
uðu og sofnuðu stuttu síðar úd fyrir tjaldinu. Vatnið yppti gráum öldu-
toppum í vaxandi næturkulinu.
Uppskipun var lokið og skipið lá ferðbúið í vari við bryggjusporðinn.
Skipstjórinn sat í brúnni og virti fyrir sér þorpið og fjallið fyrir ofan. Þess
á milli svaraði hann annars hugar gamalkunnum spurningum hafnar-