Húnavaka - 01.05.1998, Page 52
50
H U N A V A K A
mannsins um álit sitt á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þessi hafnar-
maður, sem sumir kölluðu hafnarstjóra, hafði gert sér dælt við hann á
liðnum árum og ekki hikað við að koma sér upp í brúna og tefja þar tím-
ann með gáfuðu tali. Stundum var búið að blása þrisvar og skipið að síga
frá þegar hann áttaði sig og varð þá að stökkva í land. Skipstjórinn hafði
mætur á þessum manni á vissan hátt þótt hann þreytti hann stundum
með langvinnu spjalli um skáldskap, hross og pólitík. Stundum var lík-
ast því að hann væri stiginn út úr björgum en á næsta andartaki búandi
yfir lausn á sjálfri lífsgátunni. Nú sat hann þarna glaður eins og barn og
reykti sveran vindil frá skipstjóranum. Talið hafði fallið niður.
Þetta fjall, sagði skipstjórinn og benti upp fyrir þorpið, hvað heitir
það? Eg er að verða svo gleyminn á örnefni kringum þessar krumma-
hafnir.
Sæti.
Já, alveg rétt. Nú ranka ég við mér.
Endurminning frá liðnu sumri, að vísu þokukennd, tróð sér með
auknum krafti fram í hugann. Mynd frá hrossamóti. Viský og bóndi á
hvítum hesti en lengra komst hann ekki í þessari upprifjun.
Og gamli bóndabærinn þarna, með höllu þilin fram, hélt skipsýórinn
áfram að spyrja, hvað heitir hann?
Það er Sæti. Jörðin liggur að sjónum.
Svipur skipstjórans var fjarrænn. Svo var eins og kviknaði í andliti
hans, ráðgátan hafði leyst. Svar var fengið við áleitinni spurningu. Kaup
hans og bóndans á hrossamótinu höfðu þá ekki verið draumur. Jörðin
blasti þarna við honum sem eign og yfirráðasvæði.
Hann klóraði sér vandræðalega í höfðinu. Ef hann rækist nú á þennan
bónda aftur, hvað þá. Það hafði farið fram verslun, óvottföst og handsöl-
uð. Á móti því gat hann ekki borið. Bóndinn hafði snúið á hann í við-
skiptum. Sjálfur átti skipstjórinn ekki þennan farkost. Þjóðin átti hann.
Hann hafði drukkinn gert sig sekan um að selja þjóðareign. Vonandi
rækist hann aldrei á þennan slampheppna bónda. Nógu gaman að vita
eitthvað meira um þessa jörð.
Sæmileg jörð kannski? spurði skipstjórinn.
Notagóð með rekanum, sko.
Nokkurs staðar vatn í landareigninni?
Uppi á fjalli já. Leirtjörn sko. Botnlaus og oftast mórauð. Missti oní
hana hross hérna um árið. Ekki búinn að gleyma því kall minn. Það er
dýrt á þeim fallið.
Svipur skipstjórans varð fjarrænn og dreymandi. Það hefur þá ekki get-
að gengið á vatninu? spurði hann og hrökk síðan upp við sína eigin
rödd.
Gengið á vatninu. Eins og frelsarinn sko. Gengið bara á því, ha?