Húnavaka - 01.05.1998, Page 53
H Ú N AV A K A
51
Mann dreymir svo margt, sagði skipstjórinn. - Taktu ekki mark á mér.
En þú þekkir bóndann.
Hann segist eiga skip og bíði bara eftir því að taka við því hér við
bryggjuna.
Skipstjórinn hlustaði ekki lengur á vin sinn hafnarstjórann. Athygli
hans hafði beinst að ríðandi manni sem barst hratt í átt að bryggjunni
þar sem skipið lá. Hesturinn hvítur og maðurinn með skjalatösku í hend-
inni sem hann sló í hestinn til að halda ferðinni. Hann átti skammt eftir
að skipinu.
Nú, þarna kemur Stjáni á Þúfu og hefur fengið sér neðan í því, sagði
hafnarstjórinn.
A hverju markar þú það? spurði skipsyórinn fljótmæltur.
A reiðlaginu, ansaði hafnarstjórinn.
Það var og, hugsaði skipsþórinn og reis á fætur. Bóndinn var þá kom-
inn að krefjast eignaskiptanna er handsöluð voru á hrossamótinu. Auð-
vitað var ekkert hægt að sanna þar sem engir voru vottar. En bóndinn
var galvaskur undir áhrifum víns og yrði ugglaust uppi með kjaft, kæmist
hann í kallfæri. Hafnarstjórinn og skipverjar hafa lúmskt gaman af. Sag-
an mundi fá vængi og svífa hraðfari í hverja höfn. Fólk myndi setja upp
kvikindislegan svip þar sem hann legði að. Það yrðu augngotur, hvísling-
ar og hálfkveðnar vísur. Virðing hans innan flotans þverra. Því varð að
afstýra, hugsaði skipstjórinn. Hann kallaði til mannanna á bryggjunni og
skipaði þeim að leysa landfestar í sama mund og bóndinn snaraðist af
baki \dð skipshliðina.
Skipið seig hægt frá landi með hafnarstjórann innanborðs. Það hafði
gleymst að blása til brottfarar.
Ábur birt í Dalbúanum íjúní 1980.
TÍNT TIL ÚR DAGBLAÐI
Jónas frá Hnflu sagðist aldrei hafa kjnnst heimskum Húnvetningi. Hann hafði þó
víða farið og mörgum kynnst og þá einnig í Húnaþingi.
Ég hefi kynnst allnokkrum Húnvetningum hér í Reykjavík og það hefur farið svip-
að fyrir mér ogjónasi. Ég hefi verið jafn ófundvís á heimska Húnvetninga og hann.
Kannski fyrirfmnast þeir samt en flokkast þá líkfega helst undir dulræn fyrirbæri.
Húnvetningar eru líka margir þéttir á velli og þéttir í lund. Gætnir menn, tillögu-
góðir og drengir góðir, andlega sinnaðir, margir skáldmæltir, áhugasamir um þjóð-
legan fróðleik, manna íslenskastir.
Sveinn Kristinsson.