Húnavaka - 01.05.1998, Síða 59
INGVAR ÞORLEIFSSON, Sólheimum:
Nú er ekkert eins og fyrr
Þróun bæja á íslandi hefur að miklu leyti endurspeglað afkomu þjóðar-
innar á hveijum tíma. Bág kjör landsmanna leyfðu ekki bruðl í húsagerð,
hvorki fyrir menn eða skepnur. Vegná fátæktar landsmanna, og erfið-
leika við að flytja byggingarefni tíl landsins, urðu menn að láta sér nægja
það byggingarefni sem fyrir var í landinu og var nærtækt, það er torf og
grjót. Timbur var sparað eins og hægt var enda erfiðleikum bundið að
nálgast það, einkum inn til dala og var því nær eingöngu notaður reka-
viður á síðari öldum. Rekaviðurinn var af skornum skammtí og auk þess
oftast í eigu örfárra hlunnindajarða eða kirkna. Hann var því oft í raun
dýrt byggingarefni. Þá var einnig miklum erfiðleikum bundið að flytja
rekaviðinn á hestum um vegleysur. Enn má nefna að menn höfðu lengst
af hvorki verkfæri eða þekkingu til að nýta viðinn sem skyldi. Þá var við-
urinn ekki sérlega gott byggingarefni því hann fúnaði fljótt í sagga bæj-
anna. Margar byggingar, sem voru byggðar af nokkrum efnum, urðu
fljótt afar lélegar vegna fúa.
Gler í gluggum var sjaldséður munaður á Islandi lengst af. Má segja
að það hafi nær ekkert verið notað í byggingar fyrr en á síðari hluta 18.
aldar. Fyrir þann tíma var notast við skjáglugga, þ.e. líknarbelg sem þan-
inn var og strengdur á trégrind og henni komið fýrir í gati á þekjunni.
Varla hefur sú birta, sem kom í gegnum skjáinn, nægt nema til að gera
ratljóst í húsum við góðar aðstæður. Bæirnir voru því dimmir og sagga-
fullir. Bæirnir voru þó tiltölulega hlýir, a.m.k. miðað við steinkumbaldana
sem víða voru í Evrópu en þeir voru afar kaldir enda einangrun engin.
Byggingastíll torfbæja á Islandi virðist hafa haldist að mestu óbreyttur
allt framundir miðja 19. öld þegar burstabæirnir komu til sögunnar. Þó
ekki sé vitað nákvæmlega hvernig bæir litu almennt út á miðöldum, þá
má færa að því líkur að þeir hafi verið eins og litlir hólar með dyrum,
hugsanlega tveimur til þremur skjáum og afar lágreistir.
Burstabæirnir voru hins vegar oft nokkuð háreistir. Veggirnir voru um
þrjár álnir á þykkt og um fimm á hæð. Þessir þykku og miklu veggir ein-
angruðu húsin vel fýrir kulda og studdu timburgrindina sem hélt þak-
inu uppi. I eldri bæjum, t.d. frá því í byrjun 18. aldar, var hvert herbergi
umlukið torfVeggjum en með vaxandi velmegun og aukinni timburnotk-