Húnavaka - 01.05.1998, Page 61
H U N A V A K A
59
un varð algengara að þiljur væru á milli herbergja og húsin því mun
plássbetri. Afstaða herbergjanna hélst þó yfírleitt óbreytt. A Norðurlandi
var algengast að göng lægju frá bæjardyrum í gegnum bæinn allt til bað-
stofu sem var oftast innsta herbergi hússins. Baðstofan stóð oft nokkru
hærra en aðrir hlutar bæjarins og voru því oftast nokkur þrep upp við
enda ganganna. Lega baðstofunnar, lengst frá innganginum, gerði það
að verkum að hún var hlýjasta herbergi hússins, vel einangruð með þykk-
um torfveggjum, enda bæði svefn- og vinnustaður heimafólks. Til beggja
handa við innganginn voru oftast geymslur og gestaherbergi og á betri
bæjum voru stássstofur. Þar var tekið á móti gestum og þær notaðar sem
íverustaðir þegar hlýtt var úti og oft sem geymslur á vetrum.
Til hliðar við göngin voru skálar þar sem matvæli voru geymd. Þeir
voru mjög rúmgóðir enda var geymt í þeim mikið af afurðum búsins sem
nýtt var til vetrarins. Hlóðaeldhús voru og í þeim hluta bæjanna en þau
lögðust af með tilkomu eldavéla sem var í raun ein af mestu byltingum
síns tíma. Eldhúsin voru áður full af reyk, herbergi sem fáir héldust lengi
við í en með eldavélunum varð til pláss þar sem heimilismenn mötuðust
og unnu við matargerð, ólíkt því sem áður var.
Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um gerð og notkunargildi
gömlu torfbæjanna. Þó þeir væru hver öðrum líkir, báru þeir þá hver sitt
svipmót en stærð þeirra fór þó mest eftir efnahagslegri stöðu bændanna.
A síðustu árum 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. hófst nýtt skeið í sögu
torfbæjanna. Svokölluð framhús voru byggð á mörgum bæjum. Fram-
húsin voru úr timbri og mættist þannig nýi og gamli tíminn.
Til eru afar góðar heimildir um húsakost landsmanna á 19. öld. Hver
bær var tekinn mjög nákvæmlega út við ábúendaskipti á jörðunum nema
ef jörðin gekk í ættir mann fram af manni. Hér á eftir verður lýst tveim-
ur bæjum sem byggðir voru í Sólheimum í Svínavatnshreppi á 19. öld.
Geta menn fengið af þeim nokkrar hugmyndir um breytingar á bæjar-
húsunum á öldinni.
í úttekt frá 1848 er húsakostinum í Sólheimum lýst. Byggingunni má
skipta í tvennt. Framhús og bakatil stóð baðstofan. Bæjardyr voru til vest-
urs og þil að framanverðu. Þrjár burstir lágu frá norðri til suðurs en eitt
hús frá vestri til austurs. A því var inngangur í húsið.
Dyrnar voru víðar. Þegar inn úr þeim var komið var hægt að ganga til
vinstri til stofu sem var um 11 fermetrar að flatarmáli. A stofunni voru
tveir sexrúðu gluggar og var hún alþiljuð í hólf og gólf. Rúm var í stof-
unni og stigi lá upp á lofdð úr henni.
Innar á ganginum var herbergi, kallað í úttektinni búrhús en mun
hafa verið notað sem eldiviðargeymsla lengst af. Hinum megin gangsins
voru tvö stór herbergi, annars vegar eldhús og hins vegar búr.
Fyrir enda gangsins var gengið til baðstofu. Hún var 13 álnir að lengd